Mygla Heilsuspillandi húsnæði Félagsbústaða Þann 4. maí svaraði framkvæmdastjóri grein minni frá 3. maí „Mygla félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar“. Ég vil þakka henni fyrir svarið en hún svarar ekki spurningum um ábyrgð og bætur. Hún staðfestir að félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum. Skoðun 8.5.2022 21:38 Blæðandi börn í boði meirihlutans! Dropinn holar steininn og myglan meirihlutann er mantra sem foreldrar barna í Fossvogsskóla ættu að taka upp, svona korter í kosningar. Skoðun 5.5.2022 12:30 Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust. Innlent 4.5.2022 20:46 Viðhald félagslegra leiguíbúða Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Skoðun 4.5.2022 15:45 Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? Skoðun 3.5.2022 15:00 Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Innlent 2.5.2022 07:39 Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. Innlent 7.4.2022 16:22 Loka vegna myglu og segja eigendur hússins ekki hafa brugðist við kvörtunum Rekstraraðilar Hótels Volcano og Festi bistro&bar í Grindavík segja eigendur húsnæðisins ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum vegna myglu og rakaskemmda. Hótelið og veitingastaðurinn þurfi því að loka. Innlent 6.4.2022 22:13 Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. Innlent 17.3.2022 17:53 Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur. Innlent 12.3.2022 20:03 Landsbankinn færði sjötíu starfsmenn í Borgartún eftir myglufund Uppgötvun á myglu í húsakynnum Landsbankans í Kvosinni, sem varð til þess að rúmlega 70 starfsmenn voru færðir yfir í Borgartún, mun hvorki hafa í för með sér verulegan kostnað fyrir bankann, né koma niður á söluverðinu þegar bankinn flytur höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði við Austurhöfn. Innherji 10.2.2022 07:01 Árgangur sendur í húsnæði KSÍ: Enn meiri mygla í Laugalækjarskóla Mygla hefur greinst í fimm stofum Laugalækjarskóla til viðbótar við þrjár stofur sem þegar voru til viðgerðar. Nemendur í níunda bekk eru á leið í skrifstofuhúsnæði í stúkunni í Laugardalshöll þar sem þeim verður kennt á næstu fimm til sex vikum. Innlent 12.1.2022 21:31 Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. Innlent 4.1.2022 13:07 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. Innlent 12.12.2021 17:16 Hraunbergi lokað vegna myglu Starfsemi Hraunbergs hefur verið flutt vegna myglu sem fundist hefur í húsnæði þess. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg stendur til að flytja starfsemina í varanlegt húsnæði á næstu mánuðum. Innlent 10.12.2021 15:18 Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. Innlent 2.12.2021 20:01 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. Innlent 30.11.2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. Innlent 30.11.2021 07:01 Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. Innlent 22.11.2021 08:12 Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. Innlent 18.11.2021 17:36 Starfsemi Myllubakkaskóla flutt á fjóra staði Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag að leggja nítján milljónir króna í að flytja starfsemi Myllubakkaskóla á fjóra staði í bænum tímabundið á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana síðan. Þær aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri, því enn greindist mygla í skólanum í síðasta mánuði. Innlent 4.11.2021 18:20 Borgin setur 25 til 30 milljarða í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. Stendur til að verja 25 til 30 milljörðum til málaflokksins sem er áætluð fjárþörf átaksins á næstu fimm til sjö árum. Innlent 4.11.2021 13:22 Bein útsending: Kynna 30 milljarða áætlun um viðhald skólabygginga í Reykjavík Oddvitar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa boðað til blaðamannafundar í RáðhúsiReykjavíkur í dag þar sem áætlun um viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík verður kynnt. Fundurinn hefst klukkan 13:15. Innlent 4.11.2021 12:31 Leita að hentugra bráðabirgðahúsnæði fyrir börnin á Efstahjalla Kópavogsbær vinnur nú að því að finna nemendum í leikskólanum Efstahjalla í Kópavogi húsnæði innan hverfis, en börnunum hefur verið ekið með rútu á þrjá staði síðan myglu varð vart í húsnæði skólans fyrr í mánuðinum. Innlent 20.10.2021 16:50 Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. Innlent 20.10.2021 13:47 Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. Innlent 19.10.2021 23:48 Loka leikskólanum Efstahjalla í Kópavogi vegna myglu Leikskólinn Efstihjalli í Kópavogi verður lokaður frá og með morgundeginum vegna myglu og rakaskemmda sem komið hafa í ljós í skólanum. Bæjaryfirvöld segja að starfsemi skólans falli niður í tvo daga meðan unnið er að endurskipulagningu. Innlent 4.10.2021 19:08 Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Skoðun 18.9.2021 07:01 Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. Innlent 15.9.2021 11:46 Mygla, viðhald og ábyrgð Veruleiki okkar um allt land er að reglulega kemur upp mygla í húsnæði hins opinbera og auðvitað einkaaðila sem rekja má til rakaskemmda. Vitund um þennan vanda er góðu heilli meiri en á árum áður og þekking líka en þó er það svo að skortur er á skýrum og óyggjandi mælikvörðum um tengsl myglu og heilsufarsvanda, orsakasamhengi og úrræði. Skoðun 25.8.2021 08:01 « ‹ 1 2 3 4 5 ›
Heilsuspillandi húsnæði Félagsbústaða Þann 4. maí svaraði framkvæmdastjóri grein minni frá 3. maí „Mygla félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar“. Ég vil þakka henni fyrir svarið en hún svarar ekki spurningum um ábyrgð og bætur. Hún staðfestir að félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum. Skoðun 8.5.2022 21:38
Blæðandi börn í boði meirihlutans! Dropinn holar steininn og myglan meirihlutann er mantra sem foreldrar barna í Fossvogsskóla ættu að taka upp, svona korter í kosningar. Skoðun 5.5.2022 12:30
Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust. Innlent 4.5.2022 20:46
Viðhald félagslegra leiguíbúða Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Skoðun 4.5.2022 15:45
Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? Skoðun 3.5.2022 15:00
Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Innlent 2.5.2022 07:39
Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. Innlent 7.4.2022 16:22
Loka vegna myglu og segja eigendur hússins ekki hafa brugðist við kvörtunum Rekstraraðilar Hótels Volcano og Festi bistro&bar í Grindavík segja eigendur húsnæðisins ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum vegna myglu og rakaskemmda. Hótelið og veitingastaðurinn þurfi því að loka. Innlent 6.4.2022 22:13
Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. Innlent 17.3.2022 17:53
Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur. Innlent 12.3.2022 20:03
Landsbankinn færði sjötíu starfsmenn í Borgartún eftir myglufund Uppgötvun á myglu í húsakynnum Landsbankans í Kvosinni, sem varð til þess að rúmlega 70 starfsmenn voru færðir yfir í Borgartún, mun hvorki hafa í för með sér verulegan kostnað fyrir bankann, né koma niður á söluverðinu þegar bankinn flytur höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði við Austurhöfn. Innherji 10.2.2022 07:01
Árgangur sendur í húsnæði KSÍ: Enn meiri mygla í Laugalækjarskóla Mygla hefur greinst í fimm stofum Laugalækjarskóla til viðbótar við þrjár stofur sem þegar voru til viðgerðar. Nemendur í níunda bekk eru á leið í skrifstofuhúsnæði í stúkunni í Laugardalshöll þar sem þeim verður kennt á næstu fimm til sex vikum. Innlent 12.1.2022 21:31
Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. Innlent 4.1.2022 13:07
Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. Innlent 12.12.2021 17:16
Hraunbergi lokað vegna myglu Starfsemi Hraunbergs hefur verið flutt vegna myglu sem fundist hefur í húsnæði þess. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg stendur til að flytja starfsemina í varanlegt húsnæði á næstu mánuðum. Innlent 10.12.2021 15:18
Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. Innlent 2.12.2021 20:01
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. Innlent 30.11.2021 17:11
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. Innlent 30.11.2021 07:01
Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. Innlent 22.11.2021 08:12
Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. Innlent 18.11.2021 17:36
Starfsemi Myllubakkaskóla flutt á fjóra staði Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag að leggja nítján milljónir króna í að flytja starfsemi Myllubakkaskóla á fjóra staði í bænum tímabundið á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana síðan. Þær aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri, því enn greindist mygla í skólanum í síðasta mánuði. Innlent 4.11.2021 18:20
Borgin setur 25 til 30 milljarða í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. Stendur til að verja 25 til 30 milljörðum til málaflokksins sem er áætluð fjárþörf átaksins á næstu fimm til sjö árum. Innlent 4.11.2021 13:22
Bein útsending: Kynna 30 milljarða áætlun um viðhald skólabygginga í Reykjavík Oddvitar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa boðað til blaðamannafundar í RáðhúsiReykjavíkur í dag þar sem áætlun um viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík verður kynnt. Fundurinn hefst klukkan 13:15. Innlent 4.11.2021 12:31
Leita að hentugra bráðabirgðahúsnæði fyrir börnin á Efstahjalla Kópavogsbær vinnur nú að því að finna nemendum í leikskólanum Efstahjalla í Kópavogi húsnæði innan hverfis, en börnunum hefur verið ekið með rútu á þrjá staði síðan myglu varð vart í húsnæði skólans fyrr í mánuðinum. Innlent 20.10.2021 16:50
Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. Innlent 20.10.2021 13:47
Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. Innlent 19.10.2021 23:48
Loka leikskólanum Efstahjalla í Kópavogi vegna myglu Leikskólinn Efstihjalli í Kópavogi verður lokaður frá og með morgundeginum vegna myglu og rakaskemmda sem komið hafa í ljós í skólanum. Bæjaryfirvöld segja að starfsemi skólans falli niður í tvo daga meðan unnið er að endurskipulagningu. Innlent 4.10.2021 19:08
Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Skoðun 18.9.2021 07:01
Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. Innlent 15.9.2021 11:46
Mygla, viðhald og ábyrgð Veruleiki okkar um allt land er að reglulega kemur upp mygla í húsnæði hins opinbera og auðvitað einkaaðila sem rekja má til rakaskemmda. Vitund um þennan vanda er góðu heilli meiri en á árum áður og þekking líka en þó er það svo að skortur er á skýrum og óyggjandi mælikvörðum um tengsl myglu og heilsufarsvanda, orsakasamhengi og úrræði. Skoðun 25.8.2021 08:01