Korpuskóli skásti möguleikinn í afleitri stöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. september 2022 11:55 Nemendahópar við Hagaskóla þurfa næstu vikurnar að sækja nám sitt í Grafarvogi á meðan viðeigandi ráðstafanir eru gerðar í brunavarnamálum í bráðabirgðahúsnæði þeirra í Ármúla. Vísir/Vilhelm Tekin hefur verið ákvörðun um að nemendur í 8. bekk Hagaskóla verði í vikunni fluttir tímabundið í Korpuskóla í Grafarvogi. Þar mun kennsla fara fram í um 3-5 vikur á meðan leyst er úr brunavarnamálum í bráðabirgðahúsnæði þeirra í Ármúla. Formaður Foreldrafélags Hagaskóla segir þetta skásta möguleikann í annars afleitri stöðu. Upphaflega voru nemendur í 8. og 9 bekk Hagaskóla fluttir í húsnæði í Ármúla eftir að mygla fannst í álmu skólans síðasta vetur. Kennsla var hafin í Ármúla þegar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greip inn í og sagði húsnæðið ekki uppfylla brunavarnarkröfur. Vífill Harðarson, formaður Foreldrafélagsins í Hagaskóla, hefur með félaginu fundað með skólayfirvöldum, Reykjavíkurborg og slökkviliðinu síðustu tvo daga til að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. „Þessi niðurstaða með að fara með hluta nemendanna upp í Korpuskóla held ég að megi segja að sé – og við höfum metið það þannig í stjórn Foreldrafélagsins – sem það skásta í stöðunni.“ Stefnt er að því að hleypa nemendunum aftur heim í Vesturbæinn í áföngum eftir áramót. „Þá verði komnar færanlegar kennslustofur á Hagaskólalóðina sem gefur tækifæri til þess að taka annan árganginn sem lengst af hefur verið í Ármúla, aftur í Vesturbæinn. Og eitthvað eftir það en ég held að menn séu að horfa á mars að þá verði komnar fleiri færanlegar kennslustofur til að taka þá seinni árganginn sem hefur verið í Ármúla aftur í Vesturbæinn.“ Þetta er nú talsvert umrót. Hvernig finnst ykkur í foreldrafélaginu Reykjavíkurborg hafa staðið að málinu? Bara afleitlega, það verður nú bara að segjast. Allt frá því að þetta hófst þá hafa foreldrar verið með ýmsar athugasemdir við framkvæmdina á þessu; flutninguna upp í Ármúla og aðstöðuna upp í Ármúla sem nær einhvers konar hápunkti eða lágpunkti þegar upp komst að brunavarnir hafi ekki verið uppfylltar. Það er auðvitað spurning sem hlýtur að brenna á foreldrum ennþá, hvernig í ósköpunum gat það gerst að skólastarf væri hafið í byggingu sem uppfyllti ekki brunavarnakröfur?“ Mygla Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40 Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Upphaflega voru nemendur í 8. og 9 bekk Hagaskóla fluttir í húsnæði í Ármúla eftir að mygla fannst í álmu skólans síðasta vetur. Kennsla var hafin í Ármúla þegar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greip inn í og sagði húsnæðið ekki uppfylla brunavarnarkröfur. Vífill Harðarson, formaður Foreldrafélagsins í Hagaskóla, hefur með félaginu fundað með skólayfirvöldum, Reykjavíkurborg og slökkviliðinu síðustu tvo daga til að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. „Þessi niðurstaða með að fara með hluta nemendanna upp í Korpuskóla held ég að megi segja að sé – og við höfum metið það þannig í stjórn Foreldrafélagsins – sem það skásta í stöðunni.“ Stefnt er að því að hleypa nemendunum aftur heim í Vesturbæinn í áföngum eftir áramót. „Þá verði komnar færanlegar kennslustofur á Hagaskólalóðina sem gefur tækifæri til þess að taka annan árganginn sem lengst af hefur verið í Ármúla, aftur í Vesturbæinn. Og eitthvað eftir það en ég held að menn séu að horfa á mars að þá verði komnar fleiri færanlegar kennslustofur til að taka þá seinni árganginn sem hefur verið í Ármúla aftur í Vesturbæinn.“ Þetta er nú talsvert umrót. Hvernig finnst ykkur í foreldrafélaginu Reykjavíkurborg hafa staðið að málinu? Bara afleitlega, það verður nú bara að segjast. Allt frá því að þetta hófst þá hafa foreldrar verið með ýmsar athugasemdir við framkvæmdina á þessu; flutninguna upp í Ármúla og aðstöðuna upp í Ármúla sem nær einhvers konar hápunkti eða lágpunkti þegar upp komst að brunavarnir hafi ekki verið uppfylltar. Það er auðvitað spurning sem hlýtur að brenna á foreldrum ennþá, hvernig í ósköpunum gat það gerst að skólastarf væri hafið í byggingu sem uppfyllti ekki brunavarnakröfur?“
Mygla Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40 Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40
Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01