Árgangur sendur í húsnæði KSÍ: Enn meiri mygla í Laugalækjarskóla Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 21:31 Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugarlækjaskóla. Vísir Mygla hefur greinst í fimm stofum Laugalækjarskóla til viðbótar við þrjár stofur sem þegar voru til viðgerðar. Nemendur í níunda bekk eru á leið í skrifstofuhúsnæði í stúkunni í Laugardalshöll þar sem þeim verður kennt á næstu fimm til sex vikum. Í Laugalækjarskóla eru sautján skólastofur og virðist vandinn því umfangsmeiri en talið var í fyrstu. Myglan fannst upphaflega undir gólfdúkum í skólastofum í nóvember í fyrra en Jón Páll Haraldsson, skólastjóri í Laugalækjarskóla, segir gott að málið sé komið í farveg. „Það voru hérna nemendur sem voru farnir að finna fyrir óþægindum þannig að okkur grunaði að hér væri eitthvað að, en umfangið kemur aðeins á óvart. Það er gott að það sé verið að gera við þetta,“ segir Jón Páll. Aðspurður segir Jón Páll að myglan setji skólastarfið eðli málsins samkvæmt í uppnám næstu vikurnar: „Það er heill árgangur sem er að fara á morgun, eða á föstudaginn líklega, upp í KSÍ-aðstöðuna hérna undir stúkuna á Laugardalsvellinum. Það er hérna rétt hjá og væsir ekkert um okkur en það þarf svolítið að skipuleggja og breyta töflum hjá kennurum og nemendum,“ segir Jón Páll. Mygla í skólum á höfuðborgarsvæðinu virðist algengt vandamál en skólastjórinn í Laugalækjarskóla segist ekki vita hvað valdi. Hann grunar að vanræksla á viðhaldi á árunum eftir hrun spili inn í en segir þó að með tjáningunni sé hann kominn út fyrir sitt sérsvið. „Ég er voðalega feginn að það er verið að ganga í þetta og gera þetta,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla. Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Heilsa Grunnskólar KSÍ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Í Laugalækjarskóla eru sautján skólastofur og virðist vandinn því umfangsmeiri en talið var í fyrstu. Myglan fannst upphaflega undir gólfdúkum í skólastofum í nóvember í fyrra en Jón Páll Haraldsson, skólastjóri í Laugalækjarskóla, segir gott að málið sé komið í farveg. „Það voru hérna nemendur sem voru farnir að finna fyrir óþægindum þannig að okkur grunaði að hér væri eitthvað að, en umfangið kemur aðeins á óvart. Það er gott að það sé verið að gera við þetta,“ segir Jón Páll. Aðspurður segir Jón Páll að myglan setji skólastarfið eðli málsins samkvæmt í uppnám næstu vikurnar: „Það er heill árgangur sem er að fara á morgun, eða á föstudaginn líklega, upp í KSÍ-aðstöðuna hérna undir stúkuna á Laugardalsvellinum. Það er hérna rétt hjá og væsir ekkert um okkur en það þarf svolítið að skipuleggja og breyta töflum hjá kennurum og nemendum,“ segir Jón Páll. Mygla í skólum á höfuðborgarsvæðinu virðist algengt vandamál en skólastjórinn í Laugalækjarskóla segist ekki vita hvað valdi. Hann grunar að vanræksla á viðhaldi á árunum eftir hrun spili inn í en segir þó að með tjáningunni sé hann kominn út fyrir sitt sérsvið. „Ég er voðalega feginn að það er verið að ganga í þetta og gera þetta,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla.
Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Heilsa Grunnskólar KSÍ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira