Þýski boltinn

Sancho skaut Dortmund áfram
Borussia Dortmund vann 0-1 útisigur Borussia Mönchengladbach í 8-liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld.

Öruggir sigrar hjá Bayern og Dortmund
Þýsku meistararnir í Bayern Munchen buðu til veislu gegn FC Köln í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 5-1 sigur Bæjara.

Yngsti Englendingurinn til að skora mark í Meistaradeildinni spilar líklegast fyrir þýska landsliðið
Jamal Musiala er ekki orðinn átján ára gamall en þarf væntanlega að ákveða það á næstunni hvort hann vilji vera enskur eða þýskur landsliðsmaður á sínum fótboltaferli.

Dortmund vann og Håland heldur uppteknum hætti
Dortmund vann 4-0 sigur á botnliði Schalke er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Óvænt tap Bayern gæti opnað titilbaráttuna upp á gátt
Þýskalandsmeistarar Bayern München töpuðu nokkuð óvænt á útivelli fyrir Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í dag, lokatölur 2-1 heimamönnum í vil.

„Coco“ gæti misst af EM
Corentin Tolisso, miðjumaður Bayern Munchen, er meiddur illa á læri og gæti þar af leiðandi misst af Evrópumótinu sem fer fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu í sumar.

Sandra ólétt en Leverkusen bíður með dyrnar opnar
Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, er ólétt og á von á sínu fyrsta barni í ágúst. Hún hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir Leverkusen, að minnsta kosti í bili.

Sky segir mikinn áhuga Man. Utd ekki duga til að Coman fari í sumar
Manchester United er tilbúið að greiða Kingsley Coman 260.000 pund á viku, jafnvirði tæplega 50 milljóna króna, til að fá hann frá Bayern München en franski landsliðsmaðurinn telur að hann verði áfram hjá Bayern í nánustu framtíð.

Alaba staðfestir að hann sé á förum
David Alaba, varnarmaður heims-, Evrópu- og Þýskalandsmeistara Bayern München, staðfesti í dag það sem hefur verið vitað undanfarnar vikur. Að hann muni yfirgefa félagið í sumar er samningur hans rennur út.

Bayern bjargaði stigi á heimavelli
Sex mörk litu dagsins ljós er Bayern Munchen og Arminia Bielefeld gerðu 3-3 jafntefli. Bæjarar lentu 1-0 og 3-1 undir en náðu að bjarga andlitinu á heimavelli.

Sigursæl Íslendingalið víða um Evrópu
Þónokkrir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni með liðum sínum í evrópskum fótbolta í dag.

Viggó fór á kostum gegn landsliðsþjálfaranum og Ómar gerði ellefu mörk
Fimm leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Alexander Petersson lék ekki með Flensburg er liðið vann sjö marka sigur á Hannover-Burgdorf, 33-26 í fyrsta leik dagins. Flensburg er á toppi deildarinnar með 27 stig, fjórum stigum á undan Rhein-Neckar Löwen.

Bæjarar segjast búnir að ná samkomulagi um Upamecano
Allt bendir til þess að franski varnarmaðurinn Dayot Upamecano gangi í raðir þýska stórveldisins Bayern Munchen í sumar.

Håland bjargaði stigi fyrir Dortmund
Dortmund er að hellast úr lestinni í baráttunni um fjögur efstu sætin í þýsku úrvalsdeildinni. Dortmund gerði í dag jafntefli við Hoffenheim á heimavelli, 2-2.

Einn eftirsóttasti varnarmaður Evrópu á leið til Bayern
Heims- og Evrópumeistarar Bayern München hafa svo gott sem tryggt sér þjónustu miðvarðarðarins Dayot Upamecano á næstu leiktíð. Upamecano hefur verið orðaður við nær öll stórlið Evrópu undanfarna mánuði.

Flick nú með fleiri titla en töp og kom Bayern í hóp með 2009 liði Barca
Hansi Flick gerði Bayern München að heimsmeisturum félagsliða í Katar í gær en liðið vann þá Tigres frá Mexíkó í úrslitaleiknum.

Hlaðborð fyrir stórlið Evrópu ef Dortmund kemst ekki í Meistaradeild Evrópu
Gengi Borussia Dortmund hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Fari svo að liðið komist ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti það neyðst til að selja sína bestu leikmenn.

Bayern sigri frá fullkomnu ári
Bayern Munchen er komið í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða eftir 2-0 sigur á Al Ahly í Dúbaí í dag.

Landin hugsi yfir stöðunni í Þýskalandi
Niklas Landin, heimsmeistari og markvörður Kiel í þýsku deildinni, óttast um að erfitt verði að klára deildina í Þýskalandi eftir að enn eitt smitið kom upp í herbúðum liðsins um helgina.

Evrópumeistararnir þurftu að eyða nóttinni úti í flugvél
Evrópumeistarar Bayern München áttu að ferðast til Katar á föstudagskvöldið þar sem liðið keppir á heimsmeistarakeppni félagsliða í vikunni. Ferðalagið fór ekki alveg eftir plönum þeirra þýsku.

Mikilvægur sigur hjá Alberti og félögum á meðan Guðlaugur Victor mátti þola súrt tap
Albert Guðmundsson og AZ Alkmaar vann mikilvægan sigur í Evrópubaráttunni í Hollandi. Á sama tíma eru Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Darmstadt að sogast niður í fallbaráttu þýsku B-deildarinnar.

Bayern vann í snjónum í Berlín
Bayern München er með tíu stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Herthu Berlín í höfuðborg Þýskalands í kvöld.

Bayern sektaði leikmann fyrir að fá sér nýtt húðflúr
Franskur heimsmeistari varð að fá sér nýtt húðflúr í miðjum heimsfaraldri og yfirmenn hans voru allt annað en sáttir.

Enginn Alfreð í tapi gegn Dortmund og stórsigur Bayern
Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg vegna meiðsla sem tapaði 3-1 fyrir Dortmund á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern Munchen vann á sama tíma 4-1 sigur á Hoffenheim.

Håland skoraði tvívegis er Dortmund tapaði gegn Gladbach
Borussia Dortmund tapaði 4-2 gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fyrir leikinn hafði Dortmund unnið ellefu leiki í röð gegn Gladbach. Þar með fer Gladbach upp fyrir Dortmund í töflunni en liðin eru nú í 4. og 5. sæti.

Vítaklúður Alfreðs hjálpaði Neuer að jafna met Kahn
Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, jafnaði um helgina met Oliver Kahn yfir fjölda leikja án þess að fá á sig mark. Getur hann þakkað Alfreð Finnbogasyni fyrir að þurfa ekki að bíða lengur.

Bayern staðfestir kaup á Karólínu: „Getur ekki sagt nei við svona félag“
Bayern München hefur gengið frá kaupunum á íslensku landsliðskonunni Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur frá Breiðabliki. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við þýska stórliðið.

Sara Björk sannfærði Alexöndru um að þetta væri rétta skrefið fyrir hana
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir átti sinn þátt í því að liðfélagi hennar, inn á miðju íslenska landsliðsins, valdi þýsku deildina þegar hún leitaði að sínu fyrsta félagi í atvinnumennsku.

Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri
Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leverkusen upp í annað sætið eftir sigur á Dortmund
Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Bayer Leverkusen lagði Borussia Dortmund af velli og er þar með komið upp í 2. sæti deildarinnar. Lokatölur á BayArena 2-1 heimamönnum í vil.