Kouadio Kone kom heimamönnum í 1-0 strax á annarri mínútu áður en Ramy Bensebaini tvöfaldaði forystu Mönchengladbach eftir 15 mínútna leik.
Bensenaini var svo aftur á ferðinni þegar hann breytti stöðunni í 3-0 sex mínútum síðar af vítapunktinum.
Þannig var staðan í hálfleik, en á 51. mínútu bætti Breel Embolo fjórða marki Mönchengladbach við. Hann var svo aftur á ferðinni þegar hann skoraði sitt annað mark, og fimmta mark heimamanna sex mínútum síðar.
Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan því 5-0 sigur Borussia Mönchengladbach. Bayern München er því úr leik, en Mönchengladbach heldur áfram í 16-liða úrslit.
Not quite sure what to say. Just soaking it all in 🥰#DieFohlen #BMGFCB 5-0 pic.twitter.com/0nnHE9r3wA
— Gladbach (@borussia_en) October 27, 2021