Jovana Djamnjanovic kom Bayern í forsytu á 12. mínútu, og aðeins tveimur mínútum síðar var Maximiliane Rall búin að koma gestunum í 2-0.
Carina Wenninger og Jovana Djamnjanovic sáu svo til þess að staðan var 4-0 þegar að flautað var til hálfleiks með sitthvoru markinu stuttu fyrir hlé.
Jovana Djamnjanovic fullkomnaði svo þrennu sína á 57. mínútu, áður en Sarah Zadrazil tryggði 6-0 sigur þýsku meistaranna og sæti í þriðju umferð bikarsins.