Hinn 34 ára gamli Nagelsmann tók við þjálfun Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar. Hann segir að fótboltinn þurfi að hætta að fela sig á bakvið hefðir og þurfi að tæknivæða sig sem fyrst.
Nagelsmann wants football to take a page out of the NFL pic.twitter.com/IWaweTNJJp
— B/R Football (@brfootball) September 17, 2021
Hann nefnir NFL-deildina sem dæmi þar sem leikstjórnendur deildarinnar eru með heyrnatól inn í hjálmum sínum og geti þar með fengið skilaboð frá þjálfarateyminu á meðan leik stendur.
„Ég tel að fótboltinn hafi misst af tækifærum til að lagfæra ákveðna hluti sem hefðu gert íþróttina nútímavænni. Það er þörf á breytingum í fótbolta, sérstaklega þegar kemur að samskiptum leikmanna og þjálfara. Helst þar sem leikmenn geta talað við þjálfarann til baka.“
„Þú verður bara að stíga upp og segjast vilja breytingar. Eitthvað í eða á treyjuna sem gerir það að verkum að leikmenn og þjálfarar geta talað saman.“
Hvort Nagelsmann fái sínu framgengt veður að koma í ljós. Hann virðist ekki þurfa á þessu að halda eins og staðan er í dag þar sem Bayern vann 7-0 sigur á Bochum á laugardag og 3-0 sigur á Barcelona fyrr í vikunni er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu.