Geðheilbrigði

Fréttamynd

Er nauð­syn­legt að líða vel?

Á þessu tímabili þar sem dagsbirtan er í lágmarki, snjór í hámarki og færðin oft slæm er auðvelt að detta í vanlíðan og margir reyna einfaldlega að tóra í gegnum þetta tímabil. Þ.e. tímabilið eftir hátíðarnar miklu sem er oft hið dimmasta og veðurharðasta.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr þing­maður leitar sér hjálpar vegna þung­lyndis

John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Endurtekur leikinn fyrir Píeta: „Í ár stefnum við bara enn hærra“

Tölvuleikjaspilarinn Rósa Björk stendur fyrir góðgerðarstreymi í sólarhring til styrktar Píeta samtakanna á morgun. Í fyrra safnaði hún 1,4 milljónum króna og stefnir enn hærra í ár með stútfullri dagskrá. Hún segir Píeta eiga sérstakan stað í hjarta hennar og stefnir á að þetta verði árlegur viðburður. 

Lífið
Fréttamynd

Þakklæti

Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin.

Skoðun
Fréttamynd

Guð hvað mér líður illa!

Mig langar til að byrja þessa grein á stuttri könnun á meðal lesenda: Rétt upp hönd ef þú hefur hreint og beint logið til um einhvers konar líkamleg veikindi á borð við ælupest eða flensu til að geta verið heima frá skóla eða vinnu af því að þér líður bara rosalega illa andlega?

Skoðun
Fréttamynd

Von

Í dag taka um 61.000 manns lyf við þunglyndi. Um 24.000 manns búa við örorku eða eru í endurhæfingu og þar af um 10.000 af völdum lyndisraskana. Geðheilsa (andleg líðan) ungmenna (8.-10. bekkur) hefur samkvæmt gögnum Rannsókna og greininga (R&G) ekki verið verri þau ár sem R&G hafa framkvæmt þær kannanir.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta kemur eins og himna­sending inn í ung­linga­heiminn sem er svo harður“

Jákvæð sálfræði verður viðfangsefni fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar næstu árin. Þær Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir, sem standa á bak við dagbókina Gleðiskrudduna, gengu til liðs við Þjóðkirkjuna og tóku að sér það mikilvæga verkefni að kynna fermingarbörn fyrir viðfangsefnum á borð við núvitund og sjálfsvinsemd. 

Lífið
Fréttamynd

Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för

Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var á barmi þess að fyrir­fara mér“

Fyrir sjö árum síðan fór íslensk kona á fimmtugsaldri í svokallað „ferðalag“ með hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Eftir ferðalagið segist hún hafa hún náð botninum andlega og fór hún sjálfviljug á geðdeild Landspítalans vegna afleiðinga ferðalagsins. Hún var með sjálfsvígshugsanir og var hún greind í djúpri geðlægð.

Lífið
Fréttamynd

Mælir alls ekki með því að fólk prófi hug­víkkandi efni heima hjá sér

Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna.

Innlent
Fréttamynd

Löggan mætir á ráð­stefnu um hug­víkkandi efni

Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína.

Innlent
Fréttamynd

Sprengdi sig frá höfuð­kvölum, þung­lyndi og lyfja­fíkn með hjálp hug­víkkandi efna

Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur fólk til þess að sýna sjálfu sér mildi á nýju ári

Á nýju ári ætla sér margir stóra hluti. Fólk ætlar sér ýmist að verða grennra eða ríkara, vakna fyrr á morgnanna, skara fram úr, afreka meira og stefna í átt að fullkomnun. Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes hefur áhyggjur af þeim skaðlegu áhrifum sem þessi menning hefur í för með sér.

Lífið
Fréttamynd

Þegar ein­mana­leikinn sveltir okkur

Einmanaleiki er sár líðan. Mannveran er félagsleg í eðli sínu og höfum við ríka þörf til að tilheyra samfélaginu. Félagslegar þarfir okkar hafa áhrif á það hvernig við hugsum, hegðum okkur og hvernig við tengjumst öðrum. Til að fá þarfir okkar uppfylltar viljum við flest eiga í reglulegum samskiptum sem einkennast af jákvæðu viðmóti og fela í sér umhyggju fyrir öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Ertu að gleyma þér?

Gleðilegt nýtt ár! Hvernig vilt þú hafa árið fyrir þig? Við fyllum stundarskránna af alls konar vinnu/námi, rækt/tómstundum, fjölskyldutíma, vinahittingum ... en ertu að taka tíma til að hlúa að þér?

Skoðun