Mamma bara María þegar mæðgurnar eru saman á vakt Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2024 07:03 María, til vinstri, og Inga, til hægri, í vinnunni á geðsviði Landspítalans. Vísir/Vilhelm Mæðgurnar María Sveinsdóttir og Inga Rún Snorradóttir vinna saman á móttökugeðdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum. María segir starf sitt á deildinni hafa haft áhrif á uppeldi barna sinna og viðhorf til fíknisjúkdómsins. Báðar segja þær starfið á deildinni hafa mikil áhrif á líf sitt og þær ákvarðanir sem þær taka. María hóf fyrst störf þar árið 2005 sem sjúkraliði en fór svo í nám og vinnur nú þar sem hjúkrunarfræðingur. Mörgum árum síðar byrjaði svo dóttir hennar, Inga Rún Snorradóttir, líka að vinna á deildinni og nú vinna þær þar saman. „Það raðast auðvitað stundum þannig,“ segir María um það að mæðgurnar séu saman á vakt. „Okkur finnst það æði,“ segir María og Inga tekur undir það. „Ég kalla hana Maríu, ég passa mig að vera ekki að kalla hana mömmu. Ég treysti henni auðvitað 100 prósent þannig það veitir mér bara aukið öryggi að vera með henni á vakt,“ segir Inga og að yfirleitt sé það þannig að mamma hennar sé vaktstjóri. Lokaákvörðunin liggi því yfirleitt hjá henni. „Ég myndi aldrei vera eitthvað: „nei, mamma, ég ætla ekki að gera það“. Maður fer í faglegan gír,“ segir Inga létt. Styðja hvor aðra María og Inga vinna ekki bara saman á fíknigeðdeildinni heldur vinna þær einnig saman í fyrirtæki Maríu, Aderma, þar sem boðið er upp á ýmsar húðmeðferðir og fyllingar. En þar sem Inga hefur að mestu verið í skóla hefur hún verið meira bak við tjöldin, eins og að aðstoða við gerð heimasíðunnar. En staðan í dag er þannig að lögin um fylliefni eru ekki tilbúin í landinu svo María hefur ákveðið að setja fyrirtækið á ís, „Það er erfitt að reka svona fyrirtæki án laga.“ Inga, til hægri, segir starf móður sinnar hafa haft mikil áhrif á sig.Vísir/Vilhelm Þær segja að því fylgi ótrúlegur stuðningur að vinna saman, hvort sem það er á Aderma eða á geðdeildinni. Móttökugeðdeild fíknimeðferðar er staðsett á Hringbraut eins og bráðamóttaka geðsviðs. Til að leggjast inn á deildina þarf fólk að vera með tvígreiningu, fíkniheilkenni af völdum neyslu og geðsjúkdómagreiningu. Öll mál eru skoðuð og metin af teymi geðsviðs. María segir oft koma upp misskilning varðandi það hver eigi heima á deildinni og hverjir hafi aðgang að henni. Til dæmis gildi ekki það sama um innlögn á fíknigeðdeild og um innlögn á Vogi. Á deildinni eru 16 rúm fyrir öll kyn, aldurstakmarkið er 18 ára og eldri. Í sama húsi, við Hringbraut, er þó einnig að finna afeitrunardeild ungmenna sem þær sinna líka. „Fólk kemur á deildina okkar til að afeitrast. Svo getur það farið í framhaldsmeðferð. Það þarf í sumum tilfellum að stilla geðlyf, komast í gegnum fráhvörf eða að komast út úr geðrofi. Þegar fólk er komið í betra jafnvægi getur það svo tekið ákvörðun hvort það vilji hætta í neyslu. Þá getur til dæmis Teigur tekið við þeim,“ ef sú meðferð hentar viðkomandi segir María. Teigur er dagdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum fyrir einstaklinga með tvíþættan vanda. Á vef spítalans segir að meðferðin á Teigi sé fyrir einstaklinga sem hafa hætt notkun vímugjafa og stefna að áframhaldandi edrúmennsku. Ekki allir sem vilja hætta Þær segja alls ekki alla sem leggjast inn á fíknigeðdeild vilja hætta í neyslu. Þær taka því fagnandi aukinni áherslu innan heilbrigðiskerfisins á skaðaminnkandi úrræði. Það sé jákvætt að í það minnsta sé hægt að mæta fólki þar sem það er statt til að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem fylgir notkun vímuefna, fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa. „Að auki er þannig hægt að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða. Sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni,“ segir María. María segir vinnuna á deildinni hafa kennt sér svakalega mikið um geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir, hvernig atlæti, umhverfi og uppeldi hafi áhrif. Hún segir vinnuna líka hafa gefið henni mikla innsýn í vanlíðan annarra. Hún eigi auðvelt með að skynja og sjá hvað geti mögulega verið að hrjá fólk. Hún segir líka margt hafa breyst frá því að hún byrjaði fyrst 2005. Hún upplifi meira ofbeldi innan þessa heims, auk þess sem aukin neysla ópíóíða hafi breytt miklu. Maður þarf að vera meðvitaður um það að fólk er stundum ekki með innsæi í sín eigin veikindi. Þá þarf maður að vera vakandi fyrir einkennum til dæmis geðsjúkdóms. Inga Sneri aftur 2020 María vann á deildinni til 2009 en ákvað þá að söðla um í kjölfar barneigna. Þá fór hún í hjúkrunarfræðinám. Hún sneri svo aftur á deildina 2020 og hefur verið þar síðan. „Þegar ég fór og lærði áfengis- og vímuefnaráðgjafann var Inga níu ára. Ég hef auðvitað mikið talað um deildina heima og tel mikið forvarnargildi í því að vinna þarna,“ segir María. Þess vegna hafi hún alltaf lagt mikla áherslu á opið og fræðandi samtal á sínu heimili við börnin sín þrjú. „Mér hefur þótt mikill munur á því að vera með strák og stelpu,“ segir María og að heimur ungmenna sé líka annar í dag en hann var þegar stelpurnar hennar ólust upp. Mæðgurnar segja það alls ekki erfitt að vinna saman. Þær lendi stundum saman á vakt en þá sé mamma María.Vísir/Vilhelm „Ég hef rætt starf mitt mikið við Ingu og systur hennar, um fíkniefni og áfengi,“ segir María og að hún hafi sömuleiðis sett reglur sem þeim líkaði ekki endilega. „Ég hætti að leyfa þeim að gista eftir að ég byrjaði að vinna þarna, af því að skjólstæðingar voru að segja manni fullt. En það mátti gista hjá okkur, það voru allir velkomnir.“ Inga segist að sama skapi reyna að vera bróður sínum góð fyrirmynd. „Hann veit alveg að ég hef ekki löngun í að prófa eitthvað sterkara en áfengi. En þetta er dálítið algengt, miklu algengara en maður heldur. Ég verð vör við þetta en hef ekki áhuga á að prófa og þar spilar vinnan mín á fíknigeðdeild líka inn í,“ segir Inga. Vissi meira en barn en aðrir Inga segir ákvörðunina um að koma að vinna á deildinni auðvitað tengjast mömmu sinni og vinnu hennar þar. „Ég hef alla tíð heyrt mikið talað um deildina. Mamma fræddi okkur um vímuefni og hvað þau geta gert. Mér finnst fólk ekki endilega átta sig á því, hafa líklega ekki fengið jafn mikla fræðslu og ég sem krakki. Fólk vill bara prófa og er ekki endilega að spá í afleiðingarnar, eins og að fara í neyslutengt geðrof. Ég hef svo oft séð það á deildinni,“ segir Inga. „Fólk sem er í þessu lifir svo allt öðruvísi lífi. Ég þekki það ekki í mínu nærumhverfi,“ segir Inga og að hún hafi, þegar hún hóf nám í hjúkrunarfræði, alltaf verið ákveðin í því að sækja um starf á deildinni. Hún er núna á sínu síðasta ári en er búin að vinna samhliða náminu á deildinni frá nærri upphafi og alltaf á sumrin. „Ég hef verið að fara í verknám á öðrum deildum en mér finnst þetta alltaf áhugaverðast. Mér finnst þetta líka bara virka sem forvörn fyrir mig. Það er það sem ég tek úr þessu. Ég hef ekki áhuga á að prófa.“ Mæðgurnar telja ungt fólk ekki endilega gera sér grein fyrir mögulegum og alvarlegum afleiðingum þess að neyta vímuefna. Þú getur reykt einu sinni og farið í neyslutengt geðrof. Það er oft verið að fegra kannabisneyslu en hún hefur svakaleg áhrif á unga heila. María Inga hefur á þriðja ári í hjúkrunarfræðinni verið með fræðslu fyrir ungmenni um vímuefni sem var hluti af hennar verknámi og segir það flókið og vandmeðfarið því svona fræðsla geti farið í hina áttina og þau ekki endilega geta meðtekið það sem þarf að segja. „Krakkar á unglingsaldri eru ekkert endilega að nenna að hlusta. Ég var til dæmis að tala um geðrof og mörg þeirra vissu ekki hvað það var. Þannig ég byrjaði á að útskýra það. Ég talaði um ranghugmyndir og ofskynjanir og gat komið með dæmi. En ég var líka að segja þeim að ef þau byrja að reykja svona ung gætu þau staðnað í þroska. Þau væru kannski orðin 25 ára en heilinn væri eins og á 16 ára krakka,“ segir Inga. Foreldra skortir stuðning María tekur undir þetta en segir á sama tíma vandmeðfarið að fjalla um kannabisneyslu meðal ungmenna. Þá telur hún mikla þörf á því að foreldrar fái aukinn stuðning til að geta átt opin samtöl við börn sín um neyslu vímuefna og mögulegar afleiðingar þess. „Fólk sér ekki það sem við sjáum,“ segir María. Skjólstæðingar þeirra á deildinni eru hluti af afar viðkvæmum hópi sem glímir við bæði geðsjúkdóm og fíknisjúkdóm. Þær segja hópinn fjölbreyttan og ekkert endilega neitt eitt sem einkenni hann. Sumir komi oft aftur og þurfi nokkrar tilraunir. Mæðgurnar við störf.Vísir/Vilhelm „Ef fólk er komið í harða neyslu er oft eitthvað trauma undir. Fólk er búið að eiga erfitt og neyslan er bjargráð,“ segir María og að það spili líka inn í hversu fá úrræði standa fólki í þessari stöðu til boða. Það séu allir samt að reyna að gera sitt besta. „Það hefur líka alltaf í okkar samfélagi verið skömm í kringum þetta andlega. Þeir sem koma oft. Maður tengist alveg þessu fólki og hefur áhyggjur af því.“ Vilja öllum vel Mæðgurnar segjast hafa upplifað dauðsföll í starfinu og það sé alltaf jafn sorglegt. „Maður kynnist fólkinu auðvitað vel og heldur með þeim og vill að þeim takist að verða edrú. Þannig það er alltaf erfitt,“ segir Inga. Hún útskýrir að fíknilínan á Landspítalanum, það er þær deildir þar sem fólk fær aðstoð við fíkn, sé afar stór. Þar er legudeildin þeirra, svo er göngudeild fíknimeðferðar, Teigur og afeitrunardeild ungmenna. Allt er þetta staðsett á spítalanum á Hringbraut. Þær segja fólk leita til þeirra vegna margra ólíkra greininga. Það sé vegna kvíða og þunglyndis en líka vegna geðrofs, geðklofa eða annarra geðsjúkdóma. „Þú getur verið kominn með geðgreiningu áður en þú byrjar í einhverri neyslu en svo eykur það einkennin,“ segir María en að það geti líka verið þannig að einkennin komi fram eftir að neyslan hefst eða að fólk sé einfaldlega að neyta vímuefna og sé með einhverja greiningu á geðsjúkdómi. Þær segja alla sem til þeirra koma fara fyrst í gegnum bráðamóttöku geðsviðs en eftir klukkan 17 fari það á bráðamóttöku í Fossvogi. Í flestum tilfellum sé fólk ekki tekið inn á fíknigeðdeild nema vera með tvígreiningu. Það séu aðrar deildir fyrir fólk sem glími við annan geðrænan vanda án fíknivandans. Fólk dvelji að meðaltali í fimm daga hjá þeim. Þá sé verið að rétta af lyf eða aðstoða fólk úr einhverju ástandi og að ná jafnvægi. „Við hjálpum viðkomandi að komast í þannig ástand að það geti farið svo eitthvað annað. Við erum í samskiptum við Vog en það er ekkert alltaf markmiðið. Það fer bara eftir því hvað það langar,“ segir María. Inga segir auk þess læknana meta það með sjúklingunum hvert sé viðeigandi að þau fari eftir að hafa legið inni hjá þeim. Það séu mörg teymi starfandi á spítalanum eins og geðrofsteymi, þunglyndis- og kvíðateymi, samfélagsgeðteymi eða Laufeyjarteymið sem veitir fólki með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi. Það séu allt teymi sem geti haldið utan um viðkomandi og veitt þeim stuðning. Biðin of löng „Teymin eru þétt setin en við reynum að koma fólki inn í þau. Það vantar auðvitað meiri pening í þennan málaflokk og fleiri úrræði,“ segir María. „Þau eru tilbúin að takast á við sín mál en biðin getur oft verið svo löng.“ María segir margt í boði fyrir fólk þegar það er búið að rétta sig af hjá þeim en það sé algjörlega undir fólki sjálfu komið. Þau aðstoði það við að komast að en víða séu biðlistar. „Sumir fara bara heim, sumir vilja fara á AA-fund á meðan aðrir vilja bara ekki hætta. Það eru ekkert allir að leggjast inn til að hætta. Það er sérhæfð meðferð á deildinni, fólk er að jafna sig og tekur svo ákvörðun um framhaldið.“ María segir það vonbrigði að geðsvið Landspítalans hafi ekki verið með í á plani í Nýja-Landspítalanum. Húsnæði geðsviðs sé úr sér gengið.Vísir/Vilhelm Mættu þær ráða einhverju segja þær báðar að þær myndu bæta aðstöðuna á geðsviði, hafa meira pláss og að aðstaðan væri hlýlegri. Að skjólstæðingar hefðu aðgang að sundlaug, saunu og heitum potti. Að útisvæðið væri betra. „Maður var auðvitað mjög svekktur að sjá að geðsviðið var ekki á skipuriti fyrir Nýja-Landspítalann. Það er svo leiðinlegt að það hafi ekki verið lögð meiri áhersla á þetta. Það vantar svo. Það er búið að laga fullt inni á deildinni en húsið er barn síns tíma. Ef andlega hliðin er í jafnvægi þá fylgir oft líkamlega hliðin og þetta hefur mjög mikil áhrif. Svo væri gott að hafa aðgang að fleiri úrræðum, sálfræðingum, læknum, hjúkrunarfræðingum og fleira sérhæfðu starfsfólki í þessum málaflokki. Það væri meira aðhald utan um þennan hóp til að veita þeim meiri stuðning.“ Fíkn Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Helgarviðtal Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Ekki hægt að fara í skurðaðgerð til að losna við fíknisjúkdóminn Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ segir nýjan samning samtakanna við Sjúkratryggingar Íslands tímamótasamning. Samningurinn felur í sér fimmfalda aukningu á aðgengi að lyfjameðferð hjá SÁÁ fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóðafíkn. 6. september 2024 06:45 Ná að stytta biðlista og kynjaskipta meðferðinni Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Elías Guðmundsson, segir það afar ánægjulegt að geta fjölgað meðferðarrýmum hjá sér í 29 á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Með því verði hægt að styrkja kvennastarf samtakanna og kynjaskipta meðferðinni. 6. júlí 2024 07:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
María hóf fyrst störf þar árið 2005 sem sjúkraliði en fór svo í nám og vinnur nú þar sem hjúkrunarfræðingur. Mörgum árum síðar byrjaði svo dóttir hennar, Inga Rún Snorradóttir, líka að vinna á deildinni og nú vinna þær þar saman. „Það raðast auðvitað stundum þannig,“ segir María um það að mæðgurnar séu saman á vakt. „Okkur finnst það æði,“ segir María og Inga tekur undir það. „Ég kalla hana Maríu, ég passa mig að vera ekki að kalla hana mömmu. Ég treysti henni auðvitað 100 prósent þannig það veitir mér bara aukið öryggi að vera með henni á vakt,“ segir Inga og að yfirleitt sé það þannig að mamma hennar sé vaktstjóri. Lokaákvörðunin liggi því yfirleitt hjá henni. „Ég myndi aldrei vera eitthvað: „nei, mamma, ég ætla ekki að gera það“. Maður fer í faglegan gír,“ segir Inga létt. Styðja hvor aðra María og Inga vinna ekki bara saman á fíknigeðdeildinni heldur vinna þær einnig saman í fyrirtæki Maríu, Aderma, þar sem boðið er upp á ýmsar húðmeðferðir og fyllingar. En þar sem Inga hefur að mestu verið í skóla hefur hún verið meira bak við tjöldin, eins og að aðstoða við gerð heimasíðunnar. En staðan í dag er þannig að lögin um fylliefni eru ekki tilbúin í landinu svo María hefur ákveðið að setja fyrirtækið á ís, „Það er erfitt að reka svona fyrirtæki án laga.“ Inga, til hægri, segir starf móður sinnar hafa haft mikil áhrif á sig.Vísir/Vilhelm Þær segja að því fylgi ótrúlegur stuðningur að vinna saman, hvort sem það er á Aderma eða á geðdeildinni. Móttökugeðdeild fíknimeðferðar er staðsett á Hringbraut eins og bráðamóttaka geðsviðs. Til að leggjast inn á deildina þarf fólk að vera með tvígreiningu, fíkniheilkenni af völdum neyslu og geðsjúkdómagreiningu. Öll mál eru skoðuð og metin af teymi geðsviðs. María segir oft koma upp misskilning varðandi það hver eigi heima á deildinni og hverjir hafi aðgang að henni. Til dæmis gildi ekki það sama um innlögn á fíknigeðdeild og um innlögn á Vogi. Á deildinni eru 16 rúm fyrir öll kyn, aldurstakmarkið er 18 ára og eldri. Í sama húsi, við Hringbraut, er þó einnig að finna afeitrunardeild ungmenna sem þær sinna líka. „Fólk kemur á deildina okkar til að afeitrast. Svo getur það farið í framhaldsmeðferð. Það þarf í sumum tilfellum að stilla geðlyf, komast í gegnum fráhvörf eða að komast út úr geðrofi. Þegar fólk er komið í betra jafnvægi getur það svo tekið ákvörðun hvort það vilji hætta í neyslu. Þá getur til dæmis Teigur tekið við þeim,“ ef sú meðferð hentar viðkomandi segir María. Teigur er dagdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum fyrir einstaklinga með tvíþættan vanda. Á vef spítalans segir að meðferðin á Teigi sé fyrir einstaklinga sem hafa hætt notkun vímugjafa og stefna að áframhaldandi edrúmennsku. Ekki allir sem vilja hætta Þær segja alls ekki alla sem leggjast inn á fíknigeðdeild vilja hætta í neyslu. Þær taka því fagnandi aukinni áherslu innan heilbrigðiskerfisins á skaðaminnkandi úrræði. Það sé jákvætt að í það minnsta sé hægt að mæta fólki þar sem það er statt til að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem fylgir notkun vímuefna, fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa. „Að auki er þannig hægt að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða. Sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni,“ segir María. María segir vinnuna á deildinni hafa kennt sér svakalega mikið um geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir, hvernig atlæti, umhverfi og uppeldi hafi áhrif. Hún segir vinnuna líka hafa gefið henni mikla innsýn í vanlíðan annarra. Hún eigi auðvelt með að skynja og sjá hvað geti mögulega verið að hrjá fólk. Hún segir líka margt hafa breyst frá því að hún byrjaði fyrst 2005. Hún upplifi meira ofbeldi innan þessa heims, auk þess sem aukin neysla ópíóíða hafi breytt miklu. Maður þarf að vera meðvitaður um það að fólk er stundum ekki með innsæi í sín eigin veikindi. Þá þarf maður að vera vakandi fyrir einkennum til dæmis geðsjúkdóms. Inga Sneri aftur 2020 María vann á deildinni til 2009 en ákvað þá að söðla um í kjölfar barneigna. Þá fór hún í hjúkrunarfræðinám. Hún sneri svo aftur á deildina 2020 og hefur verið þar síðan. „Þegar ég fór og lærði áfengis- og vímuefnaráðgjafann var Inga níu ára. Ég hef auðvitað mikið talað um deildina heima og tel mikið forvarnargildi í því að vinna þarna,“ segir María. Þess vegna hafi hún alltaf lagt mikla áherslu á opið og fræðandi samtal á sínu heimili við börnin sín þrjú. „Mér hefur þótt mikill munur á því að vera með strák og stelpu,“ segir María og að heimur ungmenna sé líka annar í dag en hann var þegar stelpurnar hennar ólust upp. Mæðgurnar segja það alls ekki erfitt að vinna saman. Þær lendi stundum saman á vakt en þá sé mamma María.Vísir/Vilhelm „Ég hef rætt starf mitt mikið við Ingu og systur hennar, um fíkniefni og áfengi,“ segir María og að hún hafi sömuleiðis sett reglur sem þeim líkaði ekki endilega. „Ég hætti að leyfa þeim að gista eftir að ég byrjaði að vinna þarna, af því að skjólstæðingar voru að segja manni fullt. En það mátti gista hjá okkur, það voru allir velkomnir.“ Inga segist að sama skapi reyna að vera bróður sínum góð fyrirmynd. „Hann veit alveg að ég hef ekki löngun í að prófa eitthvað sterkara en áfengi. En þetta er dálítið algengt, miklu algengara en maður heldur. Ég verð vör við þetta en hef ekki áhuga á að prófa og þar spilar vinnan mín á fíknigeðdeild líka inn í,“ segir Inga. Vissi meira en barn en aðrir Inga segir ákvörðunina um að koma að vinna á deildinni auðvitað tengjast mömmu sinni og vinnu hennar þar. „Ég hef alla tíð heyrt mikið talað um deildina. Mamma fræddi okkur um vímuefni og hvað þau geta gert. Mér finnst fólk ekki endilega átta sig á því, hafa líklega ekki fengið jafn mikla fræðslu og ég sem krakki. Fólk vill bara prófa og er ekki endilega að spá í afleiðingarnar, eins og að fara í neyslutengt geðrof. Ég hef svo oft séð það á deildinni,“ segir Inga. „Fólk sem er í þessu lifir svo allt öðruvísi lífi. Ég þekki það ekki í mínu nærumhverfi,“ segir Inga og að hún hafi, þegar hún hóf nám í hjúkrunarfræði, alltaf verið ákveðin í því að sækja um starf á deildinni. Hún er núna á sínu síðasta ári en er búin að vinna samhliða náminu á deildinni frá nærri upphafi og alltaf á sumrin. „Ég hef verið að fara í verknám á öðrum deildum en mér finnst þetta alltaf áhugaverðast. Mér finnst þetta líka bara virka sem forvörn fyrir mig. Það er það sem ég tek úr þessu. Ég hef ekki áhuga á að prófa.“ Mæðgurnar telja ungt fólk ekki endilega gera sér grein fyrir mögulegum og alvarlegum afleiðingum þess að neyta vímuefna. Þú getur reykt einu sinni og farið í neyslutengt geðrof. Það er oft verið að fegra kannabisneyslu en hún hefur svakaleg áhrif á unga heila. María Inga hefur á þriðja ári í hjúkrunarfræðinni verið með fræðslu fyrir ungmenni um vímuefni sem var hluti af hennar verknámi og segir það flókið og vandmeðfarið því svona fræðsla geti farið í hina áttina og þau ekki endilega geta meðtekið það sem þarf að segja. „Krakkar á unglingsaldri eru ekkert endilega að nenna að hlusta. Ég var til dæmis að tala um geðrof og mörg þeirra vissu ekki hvað það var. Þannig ég byrjaði á að útskýra það. Ég talaði um ranghugmyndir og ofskynjanir og gat komið með dæmi. En ég var líka að segja þeim að ef þau byrja að reykja svona ung gætu þau staðnað í þroska. Þau væru kannski orðin 25 ára en heilinn væri eins og á 16 ára krakka,“ segir Inga. Foreldra skortir stuðning María tekur undir þetta en segir á sama tíma vandmeðfarið að fjalla um kannabisneyslu meðal ungmenna. Þá telur hún mikla þörf á því að foreldrar fái aukinn stuðning til að geta átt opin samtöl við börn sín um neyslu vímuefna og mögulegar afleiðingar þess. „Fólk sér ekki það sem við sjáum,“ segir María. Skjólstæðingar þeirra á deildinni eru hluti af afar viðkvæmum hópi sem glímir við bæði geðsjúkdóm og fíknisjúkdóm. Þær segja hópinn fjölbreyttan og ekkert endilega neitt eitt sem einkenni hann. Sumir komi oft aftur og þurfi nokkrar tilraunir. Mæðgurnar við störf.Vísir/Vilhelm „Ef fólk er komið í harða neyslu er oft eitthvað trauma undir. Fólk er búið að eiga erfitt og neyslan er bjargráð,“ segir María og að það spili líka inn í hversu fá úrræði standa fólki í þessari stöðu til boða. Það séu allir samt að reyna að gera sitt besta. „Það hefur líka alltaf í okkar samfélagi verið skömm í kringum þetta andlega. Þeir sem koma oft. Maður tengist alveg þessu fólki og hefur áhyggjur af því.“ Vilja öllum vel Mæðgurnar segjast hafa upplifað dauðsföll í starfinu og það sé alltaf jafn sorglegt. „Maður kynnist fólkinu auðvitað vel og heldur með þeim og vill að þeim takist að verða edrú. Þannig það er alltaf erfitt,“ segir Inga. Hún útskýrir að fíknilínan á Landspítalanum, það er þær deildir þar sem fólk fær aðstoð við fíkn, sé afar stór. Þar er legudeildin þeirra, svo er göngudeild fíknimeðferðar, Teigur og afeitrunardeild ungmenna. Allt er þetta staðsett á spítalanum á Hringbraut. Þær segja fólk leita til þeirra vegna margra ólíkra greininga. Það sé vegna kvíða og þunglyndis en líka vegna geðrofs, geðklofa eða annarra geðsjúkdóma. „Þú getur verið kominn með geðgreiningu áður en þú byrjar í einhverri neyslu en svo eykur það einkennin,“ segir María en að það geti líka verið þannig að einkennin komi fram eftir að neyslan hefst eða að fólk sé einfaldlega að neyta vímuefna og sé með einhverja greiningu á geðsjúkdómi. Þær segja alla sem til þeirra koma fara fyrst í gegnum bráðamóttöku geðsviðs en eftir klukkan 17 fari það á bráðamóttöku í Fossvogi. Í flestum tilfellum sé fólk ekki tekið inn á fíknigeðdeild nema vera með tvígreiningu. Það séu aðrar deildir fyrir fólk sem glími við annan geðrænan vanda án fíknivandans. Fólk dvelji að meðaltali í fimm daga hjá þeim. Þá sé verið að rétta af lyf eða aðstoða fólk úr einhverju ástandi og að ná jafnvægi. „Við hjálpum viðkomandi að komast í þannig ástand að það geti farið svo eitthvað annað. Við erum í samskiptum við Vog en það er ekkert alltaf markmiðið. Það fer bara eftir því hvað það langar,“ segir María. Inga segir auk þess læknana meta það með sjúklingunum hvert sé viðeigandi að þau fari eftir að hafa legið inni hjá þeim. Það séu mörg teymi starfandi á spítalanum eins og geðrofsteymi, þunglyndis- og kvíðateymi, samfélagsgeðteymi eða Laufeyjarteymið sem veitir fólki með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi. Það séu allt teymi sem geti haldið utan um viðkomandi og veitt þeim stuðning. Biðin of löng „Teymin eru þétt setin en við reynum að koma fólki inn í þau. Það vantar auðvitað meiri pening í þennan málaflokk og fleiri úrræði,“ segir María. „Þau eru tilbúin að takast á við sín mál en biðin getur oft verið svo löng.“ María segir margt í boði fyrir fólk þegar það er búið að rétta sig af hjá þeim en það sé algjörlega undir fólki sjálfu komið. Þau aðstoði það við að komast að en víða séu biðlistar. „Sumir fara bara heim, sumir vilja fara á AA-fund á meðan aðrir vilja bara ekki hætta. Það eru ekkert allir að leggjast inn til að hætta. Það er sérhæfð meðferð á deildinni, fólk er að jafna sig og tekur svo ákvörðun um framhaldið.“ María segir það vonbrigði að geðsvið Landspítalans hafi ekki verið með í á plani í Nýja-Landspítalanum. Húsnæði geðsviðs sé úr sér gengið.Vísir/Vilhelm Mættu þær ráða einhverju segja þær báðar að þær myndu bæta aðstöðuna á geðsviði, hafa meira pláss og að aðstaðan væri hlýlegri. Að skjólstæðingar hefðu aðgang að sundlaug, saunu og heitum potti. Að útisvæðið væri betra. „Maður var auðvitað mjög svekktur að sjá að geðsviðið var ekki á skipuriti fyrir Nýja-Landspítalann. Það er svo leiðinlegt að það hafi ekki verið lögð meiri áhersla á þetta. Það vantar svo. Það er búið að laga fullt inni á deildinni en húsið er barn síns tíma. Ef andlega hliðin er í jafnvægi þá fylgir oft líkamlega hliðin og þetta hefur mjög mikil áhrif. Svo væri gott að hafa aðgang að fleiri úrræðum, sálfræðingum, læknum, hjúkrunarfræðingum og fleira sérhæfðu starfsfólki í þessum málaflokki. Það væri meira aðhald utan um þennan hóp til að veita þeim meiri stuðning.“
Fíkn Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Helgarviðtal Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Ekki hægt að fara í skurðaðgerð til að losna við fíknisjúkdóminn Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ segir nýjan samning samtakanna við Sjúkratryggingar Íslands tímamótasamning. Samningurinn felur í sér fimmfalda aukningu á aðgengi að lyfjameðferð hjá SÁÁ fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóðafíkn. 6. september 2024 06:45 Ná að stytta biðlista og kynjaskipta meðferðinni Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Elías Guðmundsson, segir það afar ánægjulegt að geta fjölgað meðferðarrýmum hjá sér í 29 á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Með því verði hægt að styrkja kvennastarf samtakanna og kynjaskipta meðferðinni. 6. júlí 2024 07:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01
Ekki hægt að fara í skurðaðgerð til að losna við fíknisjúkdóminn Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ segir nýjan samning samtakanna við Sjúkratryggingar Íslands tímamótasamning. Samningurinn felur í sér fimmfalda aukningu á aðgengi að lyfjameðferð hjá SÁÁ fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóðafíkn. 6. september 2024 06:45
Ná að stytta biðlista og kynjaskipta meðferðinni Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Elías Guðmundsson, segir það afar ánægjulegt að geta fjölgað meðferðarrýmum hjá sér í 29 á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Með því verði hægt að styrkja kvennastarf samtakanna og kynjaskipta meðferðinni. 6. júlí 2024 07:00