Löng bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu ekki ásættanleg Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 13:44 Íris Dögg Harðardóttir er framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Aðsend Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu barna innan heilsugæslunnar er langt umfram framboð. Starfsfólki hefur verið fjölgað og auknar fjárveitingar til málaflokksins en það ekki haldið í við þróun. Í ágúst 2024 biðu 2.020 börn eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna samanborið við 738 í desember 2021. Tilvísanir hafa sömuleiðis tvöfaldast á tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fjallað var um bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslunni í samantekt embættis umboðsmanns barna í gær. „Við höfum unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn. Starfsfólki hefur fjölgað mikið og heilbrigðisyfirvöld aukið fjárveitingar til málaflokksins. Því miður hefur uppbyggingin ekki náð að halda í við gríðarmikla aukningu í eftirspurn eftir þjónustunni, þrátt fyrir aukin afköst með fjölgun starfsmanna og breytingu á verkferlum og vinnulagi,“ segir Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningu. Fram kom í samantekt umboðsmanns að árið 2021 hafi borist um 61 tilvísun á mánuði til miðstöðvarinnar en að þær hafi verið orðnar 134 tveimur árum seinna. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem rekur miðstöðina, eru vísbendingar um að þær séu enn fleiri í ár. Þar kemur einnig fram að á síðustu 12 mánuðum hafi verið tekin inn 73 ný mál á mánuði að meðaltali hjá miðstöðinni, um helmingi færri en tilvísanir. Meiri vanlíðan barna Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ýmsar skýringar á því hvers vegna svo mikil aukning er á tilvísunum til miðstöðvarinnar. Það hafi orðið vitundarvakning í samfélaginu um geðheilsu, auk þess sem foreldrar og starfsfólk skóla séu meðvitaðri um frávik í þroska og líðan barna. Þá hafi á sama tíma vanlíðan barna aukist vegna aukinna áhrifa samfélagsmiðla og skjánotkunar auk þess sem heimsfaraldur Covid-19 hafði áhrif á líðan barna og ungmenna. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga að 18 ára aldri. Hún heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en starfar á landsvísu. „Það er ekki ásættanlegt að börn bíði jafn lengi og raunin er eftir geðheilbrigðisþjónustu. Við erum sífellt að leita leiða til að stytta biðtíma eftir þjónustu og auka samvinnu milli þjónustustiga,“ segir Íris Dögg. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að starfsfólki miðstöðvarinnar hafi fjölgað úr 34 stöðugildum í september 2022 í 47 stöðugildi í dag. Færri bíða eftir sálfræðingi Í umfjöllum umboðsmanna var einnig fjallað um bið barna eftir viðtali hjá sálfræðingum en þar hefur gengið að stytta biðlista. Í tilkynningu kemur fram að sálfræðingar eru nú starfandi á flestum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alls biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslustöðvum í ágúst síðastliðnum. „Mikill árangur hefur náðst í að stytta biðina á undanförnum árum, en rúmlega 600 börn biðu eftir þessari þjónustu í ágúst 2022. Áfram verður unnið að því að auka þjónustuna og stytta biðina,“ segir í tilkynningu. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fjallað var um bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslunni í samantekt embættis umboðsmanns barna í gær. „Við höfum unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn. Starfsfólki hefur fjölgað mikið og heilbrigðisyfirvöld aukið fjárveitingar til málaflokksins. Því miður hefur uppbyggingin ekki náð að halda í við gríðarmikla aukningu í eftirspurn eftir þjónustunni, þrátt fyrir aukin afköst með fjölgun starfsmanna og breytingu á verkferlum og vinnulagi,“ segir Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningu. Fram kom í samantekt umboðsmanns að árið 2021 hafi borist um 61 tilvísun á mánuði til miðstöðvarinnar en að þær hafi verið orðnar 134 tveimur árum seinna. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem rekur miðstöðina, eru vísbendingar um að þær séu enn fleiri í ár. Þar kemur einnig fram að á síðustu 12 mánuðum hafi verið tekin inn 73 ný mál á mánuði að meðaltali hjá miðstöðinni, um helmingi færri en tilvísanir. Meiri vanlíðan barna Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ýmsar skýringar á því hvers vegna svo mikil aukning er á tilvísunum til miðstöðvarinnar. Það hafi orðið vitundarvakning í samfélaginu um geðheilsu, auk þess sem foreldrar og starfsfólk skóla séu meðvitaðri um frávik í þroska og líðan barna. Þá hafi á sama tíma vanlíðan barna aukist vegna aukinna áhrifa samfélagsmiðla og skjánotkunar auk þess sem heimsfaraldur Covid-19 hafði áhrif á líðan barna og ungmenna. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga að 18 ára aldri. Hún heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en starfar á landsvísu. „Það er ekki ásættanlegt að börn bíði jafn lengi og raunin er eftir geðheilbrigðisþjónustu. Við erum sífellt að leita leiða til að stytta biðtíma eftir þjónustu og auka samvinnu milli þjónustustiga,“ segir Íris Dögg. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að starfsfólki miðstöðvarinnar hafi fjölgað úr 34 stöðugildum í september 2022 í 47 stöðugildi í dag. Færri bíða eftir sálfræðingi Í umfjöllum umboðsmanna var einnig fjallað um bið barna eftir viðtali hjá sálfræðingum en þar hefur gengið að stytta biðlista. Í tilkynningu kemur fram að sálfræðingar eru nú starfandi á flestum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alls biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslustöðvum í ágúst síðastliðnum. „Mikill árangur hefur náðst í að stytta biðina á undanförnum árum, en rúmlega 600 börn biðu eftir þessari þjónustu í ágúst 2022. Áfram verður unnið að því að auka þjónustuna og stytta biðina,“ segir í tilkynningu.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30