Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 18. september 2024 09:02 Hugmyndina um að mannrófið fúnkerar á ólíkum bylgjulengdum má taka mjög bókstaflega. Flest fólk er stillt á taugatýpíska-rás og ná fullkominni útsendingu af henni. Ef þetta fólk reynir að stilla sig á skynsegin-rás þá er sú rás mjög óskýr hjá þeim og mikill skruðningur. Til þess að skilja skynsegin-rás þyrfti að spyrja mjög margra spurninga til að reyna að fylla í allar eyðurnar. Það myndi kosta gífurlega orku að reyna að skilja hvað er í gangi á einhverri skynsegin-rás. Skiljanlega kjósa flestir taugatýpískir að halda sig bara á sínum rásum og spekúlera ekkert í skynsegin-rásunum. Prófum aðeins að ímynda okkur að meirihluti fólks fúnkeri á skynsegin-rás. Það væru gífurleg forréttindi að vera skynsegin. Ef atvinnuauglýsing óskar t.d. eftir starfsmanni með framúrskarandi félagsfærni, þá er að sjálfsögðu verið að meina skynsegin-félagsfærni. Í þessum heimi er mikið af fullorðnu taugatýpísku fólki andlega veikt. Flestir þeirra hafa ekki fengið greiningu á taugatýpísku rófi og því þurft að harka sig í gegnum lífið á skynsegin forsendum. Þeir glíma við allskyns geðræn vandamál sem eru fylgikvillar af því að reyna að passa inn í skynsegin samfélag. Þeir hafa margir lagt sig alla fram við að reyna að skilja þessar skynsegin-rásir en það er samt aldrei nógu gott. Væri það ekki hagur samfélagsins í heild bæði í raunveruleikanum og í þessum ímyndaða heimi ef fólk væri meðvitaðra um taugafjölbreytileika, fagnaði honum í stað þess að reyna að troða öllum í sama boxið? Innlögnum á geðdeild myndu fækka og það myndi spara hellings fé. Að auki væri þetta fólk að gefa af sér til samfélagsins í stað þess að vera veikt. Þau sem eru skynsegin eru alls ekkert síðri en hin taugatýpísku. Þau hafa bara ólíkar þarfir og samfélagið gæti gert svo miklu meira til að koma til móts við þær. Fögnum taugafjölbreytileika! Höfundur greinarinnar er skynsegin einhverf baráttukona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Hugmyndina um að mannrófið fúnkerar á ólíkum bylgjulengdum má taka mjög bókstaflega. Flest fólk er stillt á taugatýpíska-rás og ná fullkominni útsendingu af henni. Ef þetta fólk reynir að stilla sig á skynsegin-rás þá er sú rás mjög óskýr hjá þeim og mikill skruðningur. Til þess að skilja skynsegin-rás þyrfti að spyrja mjög margra spurninga til að reyna að fylla í allar eyðurnar. Það myndi kosta gífurlega orku að reyna að skilja hvað er í gangi á einhverri skynsegin-rás. Skiljanlega kjósa flestir taugatýpískir að halda sig bara á sínum rásum og spekúlera ekkert í skynsegin-rásunum. Prófum aðeins að ímynda okkur að meirihluti fólks fúnkeri á skynsegin-rás. Það væru gífurleg forréttindi að vera skynsegin. Ef atvinnuauglýsing óskar t.d. eftir starfsmanni með framúrskarandi félagsfærni, þá er að sjálfsögðu verið að meina skynsegin-félagsfærni. Í þessum heimi er mikið af fullorðnu taugatýpísku fólki andlega veikt. Flestir þeirra hafa ekki fengið greiningu á taugatýpísku rófi og því þurft að harka sig í gegnum lífið á skynsegin forsendum. Þeir glíma við allskyns geðræn vandamál sem eru fylgikvillar af því að reyna að passa inn í skynsegin samfélag. Þeir hafa margir lagt sig alla fram við að reyna að skilja þessar skynsegin-rásir en það er samt aldrei nógu gott. Væri það ekki hagur samfélagsins í heild bæði í raunveruleikanum og í þessum ímyndaða heimi ef fólk væri meðvitaðra um taugafjölbreytileika, fagnaði honum í stað þess að reyna að troða öllum í sama boxið? Innlögnum á geðdeild myndu fækka og það myndi spara hellings fé. Að auki væri þetta fólk að gefa af sér til samfélagsins í stað þess að vera veikt. Þau sem eru skynsegin eru alls ekkert síðri en hin taugatýpísku. Þau hafa bara ólíkar þarfir og samfélagið gæti gert svo miklu meira til að koma til móts við þær. Fögnum taugafjölbreytileika! Höfundur greinarinnar er skynsegin einhverf baráttukona
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar