„Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. september 2024 21:49 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Stefán Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. Þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmiskonar úrræðum sem koma að greiningum og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími eftir ADHD-greiningu er tvö ár og þrjú ár þegar grunur leikur á um einhverfu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, óskaði eftir upplýsingum frá þremur ráðuneytum um hvað þau ætli að gera til að vinna í þessum biðlistum. Svar barst frá heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá sýslumanni en ekkert hefur borist frá barnamálaráðuneytinu. „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni og ætlum að skoða enn betur hvernig staðan er hjá sveitarfélögunum. Við erum að gefa ákveðna mynd af stöðunni en hún er kannski enn verri en hún birtist hjá okkur,“ segir Salvör. Það sé ekki nýtt að biðlistar séu langir en þeir séu að lengjast meira og meira með hverju árinu. „Það verði ekki bara gert átak, vegna þess að við þurfum meira en átak. Við þurfum viðvarandi aðstæður þannig að börn geti fengið þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör. Ofbeldi ungmenna hefur aldrei verið jafn áberandi og nú. Hnífaburður virðist vera síalgengari og nýlega lést sautján ára stúlka eftir hnífstungu á Menningarnótt. Grípa þurfi börn í vanda á réttum tíma. „Það er ekkert eins mikilvægt og að koma vel fram við börn og hlúa að börnunum. Það er ekkert í samfélaginu eins mikilvægt. Þannig ef við getum tekið höndum saman og virkilega tekið utan um börnin okkar. Veitt þeim rétt úrræði þegar þau þurfa á þeim að halda og stutt þau til þroska. Þá erum við að gera vel,“ segir Salvör. Börn og uppeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmiskonar úrræðum sem koma að greiningum og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími eftir ADHD-greiningu er tvö ár og þrjú ár þegar grunur leikur á um einhverfu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, óskaði eftir upplýsingum frá þremur ráðuneytum um hvað þau ætli að gera til að vinna í þessum biðlistum. Svar barst frá heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá sýslumanni en ekkert hefur borist frá barnamálaráðuneytinu. „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni og ætlum að skoða enn betur hvernig staðan er hjá sveitarfélögunum. Við erum að gefa ákveðna mynd af stöðunni en hún er kannski enn verri en hún birtist hjá okkur,“ segir Salvör. Það sé ekki nýtt að biðlistar séu langir en þeir séu að lengjast meira og meira með hverju árinu. „Það verði ekki bara gert átak, vegna þess að við þurfum meira en átak. Við þurfum viðvarandi aðstæður þannig að börn geti fengið þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör. Ofbeldi ungmenna hefur aldrei verið jafn áberandi og nú. Hnífaburður virðist vera síalgengari og nýlega lést sautján ára stúlka eftir hnífstungu á Menningarnótt. Grípa þurfi börn í vanda á réttum tíma. „Það er ekkert eins mikilvægt og að koma vel fram við börn og hlúa að börnunum. Það er ekkert í samfélaginu eins mikilvægt. Þannig ef við getum tekið höndum saman og virkilega tekið utan um börnin okkar. Veitt þeim rétt úrræði þegar þau þurfa á þeim að halda og stutt þau til þroska. Þá erum við að gera vel,“ segir Salvör.
Börn og uppeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira