„Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. september 2024 21:49 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Stefán Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. Þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmiskonar úrræðum sem koma að greiningum og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími eftir ADHD-greiningu er tvö ár og þrjú ár þegar grunur leikur á um einhverfu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, óskaði eftir upplýsingum frá þremur ráðuneytum um hvað þau ætli að gera til að vinna í þessum biðlistum. Svar barst frá heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá sýslumanni en ekkert hefur borist frá barnamálaráðuneytinu. „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni og ætlum að skoða enn betur hvernig staðan er hjá sveitarfélögunum. Við erum að gefa ákveðna mynd af stöðunni en hún er kannski enn verri en hún birtist hjá okkur,“ segir Salvör. Það sé ekki nýtt að biðlistar séu langir en þeir séu að lengjast meira og meira með hverju árinu. „Það verði ekki bara gert átak, vegna þess að við þurfum meira en átak. Við þurfum viðvarandi aðstæður þannig að börn geti fengið þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör. Ofbeldi ungmenna hefur aldrei verið jafn áberandi og nú. Hnífaburður virðist vera síalgengari og nýlega lést sautján ára stúlka eftir hnífstungu á Menningarnótt. Grípa þurfi börn í vanda á réttum tíma. „Það er ekkert eins mikilvægt og að koma vel fram við börn og hlúa að börnunum. Það er ekkert í samfélaginu eins mikilvægt. Þannig ef við getum tekið höndum saman og virkilega tekið utan um börnin okkar. Veitt þeim rétt úrræði þegar þau þurfa á þeim að halda og stutt þau til þroska. Þá erum við að gera vel,“ segir Salvör. Börn og uppeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmiskonar úrræðum sem koma að greiningum og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími eftir ADHD-greiningu er tvö ár og þrjú ár þegar grunur leikur á um einhverfu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, óskaði eftir upplýsingum frá þremur ráðuneytum um hvað þau ætli að gera til að vinna í þessum biðlistum. Svar barst frá heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá sýslumanni en ekkert hefur borist frá barnamálaráðuneytinu. „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni og ætlum að skoða enn betur hvernig staðan er hjá sveitarfélögunum. Við erum að gefa ákveðna mynd af stöðunni en hún er kannski enn verri en hún birtist hjá okkur,“ segir Salvör. Það sé ekki nýtt að biðlistar séu langir en þeir séu að lengjast meira og meira með hverju árinu. „Það verði ekki bara gert átak, vegna þess að við þurfum meira en átak. Við þurfum viðvarandi aðstæður þannig að börn geti fengið þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör. Ofbeldi ungmenna hefur aldrei verið jafn áberandi og nú. Hnífaburður virðist vera síalgengari og nýlega lést sautján ára stúlka eftir hnífstungu á Menningarnótt. Grípa þurfi börn í vanda á réttum tíma. „Það er ekkert eins mikilvægt og að koma vel fram við börn og hlúa að börnunum. Það er ekkert í samfélaginu eins mikilvægt. Þannig ef við getum tekið höndum saman og virkilega tekið utan um börnin okkar. Veitt þeim rétt úrræði þegar þau þurfa á þeim að halda og stutt þau til þroska. Þá erum við að gera vel,“ segir Salvör.
Börn og uppeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent