Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2024 08:31 Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en það eru Aþjóðasamtökin IASP (International Association for Suicide Prevention) sem standa að deginum. Sjálfsvíg eru lýðheilsuvandi sem hefur víðtækar tilfinningalegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Áætlað er að á heimsvísu deyi yfir 700.000 manns í sjálfsvígi árlega. Hérlendis falla í sjálfsvígi að meðaltali um 39 einstaklingar á ári. Þessi tala segir ekki alla söguna því fyrir hvern þann einstakling sem við missum, fylgja gáruáhrif sorgar og vanmáttar langt út fyrir fjölskyldu og nærumhverfi hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið svipuð sl. áratugi, að jafnaði um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa og því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Gera þarf betur og er nú unnið að uppfærslu á áætlun um sjálfsvígsforvarnir sem unnið er eftir. Tölum um sjálfsvíg en vöndum umræðuna Í ár er áherslan á að hvetja til samtals um sjálfsvíg, milli einstaklinga sem og almennt í samfélaginu en jafnframt er bent á að mikilvægt er að vanda umræðuna.Við ættum að tileinka okkur og stuðla að ábyrgri orðræðu um sjálfsvíg bæði í ræðu og riti. Ágætar leiðbeiningar um efnið er að finna í bæklingnum Að finna orðin og einnig er gagnlegt að lesa bæklinginn Ástvinarmissir vegna sjálfsvígs sem ætlaður er ástvinum. Aðstandendur hafa bent á orðræðu sem kemur illa við þau; við viljum nota orðið sjálfsvíg í stað sjálfsmorðs og tala um að að deyja ísjálfsvígi eða missa í sjálfsvígi. Varast skal að nota orðið fremja sbr. að fremja glæp. Fleiri dæmi um orð sem geta komið illa við fólk í sorg er þegar talað er um að einhver hafi drepið sig eða kálað sér. Betra er að segja að einstaklingur hafi fallið fyrir eigin hendi en fallið vísar til þess hve erfitt er að sporna við sjálfsvígi. Sérstaklega er brýnt að vanda til verka þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum og hafa verið birtar sérstakar leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg. Unnið er að uppfærslu á þessum leiðbeiningum í tilefni af útgáfu nýrra leiðbeininga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni en við þýðingu og staðfæringu leiðbeininganna er leitað til fjölmiðlafólks um samráð og samvinnu. Gulur september Í íslensku vitundarvakninunni Gulur september eru sjálfsvígsforvarnir og mikilvægi geðheilbrigðis sett í öndvegi. Skilaboð Guls september vísa til samtals, samvinnu, stuðnings, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og þess að við verðum að trúa og vita að það er hjálp til staðar. Að verkefninu standa fulltrúar frá embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Í ár er spurningin Er allt í gulu í þínum skóla? notuð til að koma skilaboðum til skólasamfélagsins og settar fram hugmyndir um hvernig leik-, grunn- og framhaldsskólar geti nýtt átakið til að flétta vellíðan og geðheilbrigði inn í skólastarfið. Á dagskrá Guls september eru viðburðir t.d. fræðsluerindi, samtalsfundir, kyrrðarstundir og göngur og er hér með hvatt til þáttöku. Lífsbrú Í ár var Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna stofnuð. Lífsbrú starfar undir merkjum embættis landlæknis að því markmiði að fækka sjálfsvígum á Íslandi í samræmi við áætlun stjórnvalda. Einnig að þróa og innleiða verklag, fræðsluefni og leiðbeiningar til að nota á öllum stigum forvarna, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu og símenntun. Stofnaður hefur verið sjóður með sama nafni til að styðja enn frekar við verkefnið. Í lógói Lífsbrúar er semikomma; hún vísar til framhalds og endurspeglar seiglu og von. Táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum og er líka notað sem kennimerki fyrir Gulan september. Lífsbrú veitti nýlega Wilhelm Norðförð og Píeta samtökunum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna. Þá veitti forseti Íslands Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur, sem nú stýrir verkefnum Lífsbrúar, Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2024, fyrir m.a. að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Það er eins og með svo margt annað að það eru engar einfaldar lausnir á svo flóknu verkefni sem sjálfsvígsforvarnir eru. Hér þurfa öll að leggjast á eitt, fagfólk, almenningur, stofnanir, félagasamtök og sjórnvöld. Við erum nefnilega öll sjálfsvígsforvarnir. Það er hjálp að fá Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Geðheilbrigði Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en það eru Aþjóðasamtökin IASP (International Association for Suicide Prevention) sem standa að deginum. Sjálfsvíg eru lýðheilsuvandi sem hefur víðtækar tilfinningalegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Áætlað er að á heimsvísu deyi yfir 700.000 manns í sjálfsvígi árlega. Hérlendis falla í sjálfsvígi að meðaltali um 39 einstaklingar á ári. Þessi tala segir ekki alla söguna því fyrir hvern þann einstakling sem við missum, fylgja gáruáhrif sorgar og vanmáttar langt út fyrir fjölskyldu og nærumhverfi hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið svipuð sl. áratugi, að jafnaði um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa og því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Gera þarf betur og er nú unnið að uppfærslu á áætlun um sjálfsvígsforvarnir sem unnið er eftir. Tölum um sjálfsvíg en vöndum umræðuna Í ár er áherslan á að hvetja til samtals um sjálfsvíg, milli einstaklinga sem og almennt í samfélaginu en jafnframt er bent á að mikilvægt er að vanda umræðuna.Við ættum að tileinka okkur og stuðla að ábyrgri orðræðu um sjálfsvíg bæði í ræðu og riti. Ágætar leiðbeiningar um efnið er að finna í bæklingnum Að finna orðin og einnig er gagnlegt að lesa bæklinginn Ástvinarmissir vegna sjálfsvígs sem ætlaður er ástvinum. Aðstandendur hafa bent á orðræðu sem kemur illa við þau; við viljum nota orðið sjálfsvíg í stað sjálfsmorðs og tala um að að deyja ísjálfsvígi eða missa í sjálfsvígi. Varast skal að nota orðið fremja sbr. að fremja glæp. Fleiri dæmi um orð sem geta komið illa við fólk í sorg er þegar talað er um að einhver hafi drepið sig eða kálað sér. Betra er að segja að einstaklingur hafi fallið fyrir eigin hendi en fallið vísar til þess hve erfitt er að sporna við sjálfsvígi. Sérstaklega er brýnt að vanda til verka þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum og hafa verið birtar sérstakar leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg. Unnið er að uppfærslu á þessum leiðbeiningum í tilefni af útgáfu nýrra leiðbeininga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni en við þýðingu og staðfæringu leiðbeininganna er leitað til fjölmiðlafólks um samráð og samvinnu. Gulur september Í íslensku vitundarvakninunni Gulur september eru sjálfsvígsforvarnir og mikilvægi geðheilbrigðis sett í öndvegi. Skilaboð Guls september vísa til samtals, samvinnu, stuðnings, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og þess að við verðum að trúa og vita að það er hjálp til staðar. Að verkefninu standa fulltrúar frá embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Í ár er spurningin Er allt í gulu í þínum skóla? notuð til að koma skilaboðum til skólasamfélagsins og settar fram hugmyndir um hvernig leik-, grunn- og framhaldsskólar geti nýtt átakið til að flétta vellíðan og geðheilbrigði inn í skólastarfið. Á dagskrá Guls september eru viðburðir t.d. fræðsluerindi, samtalsfundir, kyrrðarstundir og göngur og er hér með hvatt til þáttöku. Lífsbrú Í ár var Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna stofnuð. Lífsbrú starfar undir merkjum embættis landlæknis að því markmiði að fækka sjálfsvígum á Íslandi í samræmi við áætlun stjórnvalda. Einnig að þróa og innleiða verklag, fræðsluefni og leiðbeiningar til að nota á öllum stigum forvarna, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu og símenntun. Stofnaður hefur verið sjóður með sama nafni til að styðja enn frekar við verkefnið. Í lógói Lífsbrúar er semikomma; hún vísar til framhalds og endurspeglar seiglu og von. Táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum og er líka notað sem kennimerki fyrir Gulan september. Lífsbrú veitti nýlega Wilhelm Norðförð og Píeta samtökunum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna. Þá veitti forseti Íslands Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur, sem nú stýrir verkefnum Lífsbrúar, Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2024, fyrir m.a. að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Það er eins og með svo margt annað að það eru engar einfaldar lausnir á svo flóknu verkefni sem sjálfsvígsforvarnir eru. Hér þurfa öll að leggjast á eitt, fagfólk, almenningur, stofnanir, félagasamtök og sjórnvöld. Við erum nefnilega öll sjálfsvígsforvarnir. Það er hjálp að fá Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun