Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2024 08:02 Dagur Bjarnason yfirlæknir á Heilaörvunarmiðstöðinni. Vísir/Bjarni Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig. Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig.
Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira