Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Sjö greindust með veiruna innanlands
Sjö greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Indland ætlar að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni
Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós.

Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar
Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar.

„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna
Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“
Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna.

Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir
Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum.

Vöxtur seinni bylgjunnar hægari en óvissan mikil
Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani.

Heiðarlegra að tala um lokun landsins
Þungt hljóð er í íslenskri ferðaþjónustu þessa stundina eftir að ný útfærsla á landamæraskimun var kynnt til leiks í dag.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn
Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta.

Múlalundur ósáttur við grímukönnun ASÍ
Framkvæmdastóri vinnustofunnar Múlalundar segir nýlega verðkönnun ASÍ á grímum vera ranga. ASÍ fagnar því hins vegar að Múlalundur hafi lækkað verðið eftir heimsóknina.

Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa
Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt.

Allir farþegar í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví
Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst.

Fjögur smituð hjá Torgi
Eftir að einstaklingur smitaður af kórónuveirunni sat ritstjórnarfund hjá DV í liðinni viku hafa þrír samstarfsmenn hans hjá Torgi greinst með veiruna

Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana
Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Gæti Ísland orðið að paradís fyrir fjarvinnufólk?
Sjálf vonast ég til þess að geta á endanum unnið fyrir bandarískan vinnuveitanda minn en haft fasta búsetu á Íslandi.

Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið
Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag.

Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn
Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast.

Einn greindist með veiruna í gær
Einn greindist með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindist hann hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Hálfan milljarð vantaði upp á og þörf íþróttafélaganna aukist
Alls bárust ÍSÍ umsóknir um yfir 700 milljónir króna frá íþróttafélögum og sérsamböndum vegna fjárhagslegs tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins í vor. ÍSÍ hefur hins vegar 150 milljónir til að deila út.

Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag
Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður.

Blaðamannafundur vegna landamæraskimunar
Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Allt of margir hafa smitast af veirunni á djamminu
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir allt of mörg dæmi um það að fólk hafi smitast af kórónuveirunni, eða þurft að fara í sóttkví eftir nánd við smitaðan einstakling, á djamminu.

Áskorun frá KSÍ: Allt samfélagið horfir til okkar og fylgist með
KSÍ sendi frá sér skilaboð til síns fólks í gær og þar kemur meðal annars fram að allir þurfi nú að snúa bökum saman og sýna að íslenka knattspyrnufjölskyldan sé traustsins verð.

Bretar keppast við að komast heim vegna nýrra reglna
Bretar á ferðalagi í Frakklandi og Hollandi keppast nú við að komast til síns heima áður en nýjar sóttvarnarreglur taka gildi á laugardag.

Framlengir reglur um takmarkanir um tólf daga
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands hefur framlengt reglur um takmarkanir vegna faraldurs kórónuveirunnar um tólf daga eftir að smittilfellum fjölgaði í 29.

Öllum starfsmönnum b5 sagt upp
Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins.

Skikka ferðalanga frá Frakklandi og Hollandi í sóttkví
Á meðan að Bretar vinna nú að því að koma samfélaginu í samt horf eftir sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að taka sex ríki af lista yfir örugg lönd.

Segist fegin að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili á tímum heimsfaraldurs
Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskaps á hjúkrunarheimili núna.

Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir
Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu.

Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára
Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma.