Samdi lag til eiginmannsins þegar hann lá í öndunarvél Sylvía Hall skrifar 15. ágúst 2020 18:19 Jenný segir William enn vera örlítið orkulausan eftir kórónuveiruveikindin en hann sé þó allur að koma til. Aðsend Jenný Guðnadóttir segir það hafa verið mikinn létti þegar eiginmaður hennar, William Thomas Möller, var laus úr öndunarvél og hafði orku til þess að tala við hana. William var lagður inn á gjörgæsludeild eftir að hann greindist með Covid-19 og var honum haldið sofandi. Á meðan William lá á sjúkrahúsi í einangrun var Jenný sjálf í sóttkví og fékk því ekkert að sjá hann á meðan. Hún samdi lag til hans þar sem hún fjallaði um veikindin og vonina um bata á fallegan hátt. „Ég sjálf hef verið merkilega róleg en auðvitað kvíðin og hrædd þegar það var ekkert að frétta og þangað til hann vaknaði svo. Það var mikill léttir og lífið allt annað eftir að hann fór að hafa orku og ráð til að tala við mig sjálfur,“ segir Jenný í samtali við Vísi. Hún lýsir fyrsta símtalinu þeirra eftir að hann losnaði úr öndunarvél sem besta símtali lífs síns og lífið sé nú allt annað en það var á meðan honum var haldið sofandi. Nú taki við bataferli og segir Jenný útlitið batna með hverjum degi þrátt fyrir orkuleysi eftir veikindin. „Litlu sigrarnir eru orðnir nokkrir, allt skref í rétta átt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kominn úr öndunarvél Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. 13. ágúst 2020 14:12 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jenný Guðnadóttir segir það hafa verið mikinn létti þegar eiginmaður hennar, William Thomas Möller, var laus úr öndunarvél og hafði orku til þess að tala við hana. William var lagður inn á gjörgæsludeild eftir að hann greindist með Covid-19 og var honum haldið sofandi. Á meðan William lá á sjúkrahúsi í einangrun var Jenný sjálf í sóttkví og fékk því ekkert að sjá hann á meðan. Hún samdi lag til hans þar sem hún fjallaði um veikindin og vonina um bata á fallegan hátt. „Ég sjálf hef verið merkilega róleg en auðvitað kvíðin og hrædd þegar það var ekkert að frétta og þangað til hann vaknaði svo. Það var mikill léttir og lífið allt annað eftir að hann fór að hafa orku og ráð til að tala við mig sjálfur,“ segir Jenný í samtali við Vísi. Hún lýsir fyrsta símtalinu þeirra eftir að hann losnaði úr öndunarvél sem besta símtali lífs síns og lífið sé nú allt annað en það var á meðan honum var haldið sofandi. Nú taki við bataferli og segir Jenný útlitið batna með hverjum degi þrátt fyrir orkuleysi eftir veikindin. „Litlu sigrarnir eru orðnir nokkrir, allt skref í rétta átt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kominn úr öndunarvél Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. 13. ágúst 2020 14:12 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Kominn úr öndunarvél Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. 13. ágúst 2020 14:12