En ef þeir koma ekki aftur? Marta Eiríksdóttir skrifar 17. ágúst 2020 07:30 Mér sárnaði þegar ég horfði á fréttirnar í vikunni og sá viðtal við unga íslenska hótelstýru sem ætlar að loka hótelinu á komandi vetri og flytja með fjölskyldu sína burt því hún reiknar ekki með fleiri túristum til sín. Loka hótelinu því hún fær ekki nógu marga erlenda ferðamenn en hótelið hennar er aðallega búið að þéna vel á þeim undanfarin ár. Jú, jú hún fékk einhverja Íslendinga í sumar, sagði hún en innkoman var einungis fjórðungur af þeim tekjum sem hún var vön að fá með öllum útlendingunum. Ja, hérna, hugsaði ég, eilítið hneyksluð vegna ummæla hennar. Hvað með okkur hin, Íslendingana og allt fólkið sem býr þó enn á þessari eyju? Kærir hún sig ekkert um okkur sem gesti? En ef þeir koma ekki aftur túristarnir frá útlöndum? Er hún þá bara hætt að reka hótelið? Það læðist nefnilega að mér sá grunur að við séum að horfa fram á stórkostlegar breytingar í ferðalögum fólks um allan heim. Ekki bara á Íslandi. Og við verðum að horfast í augu við það að heimurinn er að breytast, hann verður aldrei samur aftur. Náttúran tók til sinna ráða með lítilli veiru. Gamli heimurinn er að hverfa af sjónarsviðinu á meðan sá nýi er enn í fæðingu. Sjá það ekki allir? Við sem lifum núna erum ljósmæður nýja heimsins. Forgangsröðin er að breytast, græðgin verður að lúta í lægra haldi. Það sést á öllu. Náttúran vill taka meira pláss, komast í fyrsta sæti hjá okkur. Kannski kom veiran til þess? Gamli heimurinn að deyja Einu sinni var veröld sem splundraðist á nokkrum vikum, veröld þar sem græðgi og gróði, arður og siðleysi réði oft ríkjum. Veröld þar sem markmiðið var að græða og græða sama hvað það kostaði. Náttúran varð undir. Samskipti urðu undir. Fjölskyldur urðu undir. Bilið á milli efnameiri og fátækra óx jafnt og þétt. Peningaöflin höfðu að leiðarljósi að græða og græða. Samskipti fólks urðu rýr, engin hafði tíma, margir voru á hlaupabrettinu og héldu áfram dag eftir dag af gömlum vana. Best að hugsa ekki neitt. Allir voru orðnir úttaugaðir. Einmanaleiki óx. Börn þyrstu í gæðastundir. Ruslið frá okkur kæfði náttúruna, mengaði höfin og loftið. Við vorum á endalausu fyllerí. Ferðalög jukust um allan heim. Ekkert var kyrrt. Allir voru á ferð og flugi en voru raunverulega hættir að njóta. Engin ró, engin friður. Órói magnaðist. Innst inni vissum við að þetta gengi ekki svona til lengdar en við gátum ekki stoppað. Allt varð að vera á fullri keyrslu. Við höfðum engan tíma til að hlusta á innri röddina. Nú lifum við á sögulegum tímum þar sem efnhagur margra þjóða er að leggjast í rúst vegna veirunnar. Leggjast í rúst. Hvað gerum við þegar við erum mitt í rústunum? Þá byrjum við upp á nýtt, er það ekki? Byggjum allt upp frá grunni. Gerum hlutina jafnvel öðruvísi. Við hlúum að því sem við eigum ennþá og höfum ekki misst. Við eigum ennþá hvert annað, fólkið okkar, náttúruna og ferska loftið. Allt heita vatnið í jörðu, allar sundlaugarnar. Allt ferska grænmetið, fiskinn, lambakjötið og miklu fleira. Og við lifum á eyju og getum eingangrað okkur ef við þurfum þess með. Er þetta ekki ríkidæmi? Ísland er land íbúanna fyrst og fremst Ég ferðaðist um landið mitt í sumar og naut þess í botn en ég var ein af þeim sem var annars hætt að fara í sumarfrí á Íslandi vegna þrengsla, verðlags og pirrings á því að tala ensku hvert sem ég fór. Þá gat ég allt eins farið til útlanda. Þegar ég ferðast um Ísland þá vil ég nefnilega tala íslensku. Það var dásamlegt þetta sumar að tala íslensku, á sjoppum, veitingahúsum og meira að segja í móttökunni á hótelinu en þar tók sjálfur hótelstjórinn á móti okkur, þvílíkur heiður! Allt hafði lækkað; gisting, matseðillinn á veitingahúsum, ljúfenga súkkulaðikökusneiðin, að vísu hafði hún einnig minnkað en hva, engin hefur gott af of miklum sykri. Meira að segja Bláa lónið lækkaði verðið fyrir okkur landsmenn. Vel gert! Í sumar fórum við hjónin að skoða fallega staði sem við höfðum ekki heimsótt í mörg mörg ár og uppgötvuðum einnig marga nýja staði. Frábært sumar í sumar heima á Íslandi. Við erum með plön um að ferðast innanlands í haust og vetur um helgar. Hvernig verður tekið á móti okkur þá? Nú er ekkert verið að eyða í ferðalög til útlanda því okkur langar ekki þangað á veirutímum. Allra best er að skemmta sér innanlands, vonandi fara í leikhús í sveit eða borg og á tónleika hvar sem er, út að borða, í bíó og hvaðeina sem gleður hjartað. Jafnvel í góðra vina hópi ef aðstæður leyfa? Náttúra Íslands fékk að njóta sín betur í sumar með færri ferðamönnum. Ágangurinn varð miklu miklu minni. Þvílíkur léttir fyrir náttúruna, vegakerfið og okkur fólkið sem býr hérna allt árið um kring. Ég hef ekkert á móti útlendingum en mér fannst samt voða gaman að hitta fleiri Íslendinga alls staðar og heyra ylhýra málið okkar sem hljómaði á fleiri stöðum. Allt í einu vorum við ekki gleymda litla þjóðin. Okkur var fagnað hvar sem við komum. Þakklætið sem við fundum hjá gestgjöfum, að við skyldum mæta á staðinn. Við fengum að heyra það, að þegar Íslendingar komust ekki til útlanda til að eyða, þá eyddu þeir hýrunni innanlands. Þetta kom fram í mörgum viðtölum. Frábært! Njótum þess sjálf að hlúa áfram að mannlífinu okkar, verum góð við hvert annað, stöndum saman og styðjum við innlenda verslun og innlend ævintýri í öllum landshornum! Takk fyrir mig segi ég nú bara – Áfram Ísland! Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér sárnaði þegar ég horfði á fréttirnar í vikunni og sá viðtal við unga íslenska hótelstýru sem ætlar að loka hótelinu á komandi vetri og flytja með fjölskyldu sína burt því hún reiknar ekki með fleiri túristum til sín. Loka hótelinu því hún fær ekki nógu marga erlenda ferðamenn en hótelið hennar er aðallega búið að þéna vel á þeim undanfarin ár. Jú, jú hún fékk einhverja Íslendinga í sumar, sagði hún en innkoman var einungis fjórðungur af þeim tekjum sem hún var vön að fá með öllum útlendingunum. Ja, hérna, hugsaði ég, eilítið hneyksluð vegna ummæla hennar. Hvað með okkur hin, Íslendingana og allt fólkið sem býr þó enn á þessari eyju? Kærir hún sig ekkert um okkur sem gesti? En ef þeir koma ekki aftur túristarnir frá útlöndum? Er hún þá bara hætt að reka hótelið? Það læðist nefnilega að mér sá grunur að við séum að horfa fram á stórkostlegar breytingar í ferðalögum fólks um allan heim. Ekki bara á Íslandi. Og við verðum að horfast í augu við það að heimurinn er að breytast, hann verður aldrei samur aftur. Náttúran tók til sinna ráða með lítilli veiru. Gamli heimurinn er að hverfa af sjónarsviðinu á meðan sá nýi er enn í fæðingu. Sjá það ekki allir? Við sem lifum núna erum ljósmæður nýja heimsins. Forgangsröðin er að breytast, græðgin verður að lúta í lægra haldi. Það sést á öllu. Náttúran vill taka meira pláss, komast í fyrsta sæti hjá okkur. Kannski kom veiran til þess? Gamli heimurinn að deyja Einu sinni var veröld sem splundraðist á nokkrum vikum, veröld þar sem græðgi og gróði, arður og siðleysi réði oft ríkjum. Veröld þar sem markmiðið var að græða og græða sama hvað það kostaði. Náttúran varð undir. Samskipti urðu undir. Fjölskyldur urðu undir. Bilið á milli efnameiri og fátækra óx jafnt og þétt. Peningaöflin höfðu að leiðarljósi að græða og græða. Samskipti fólks urðu rýr, engin hafði tíma, margir voru á hlaupabrettinu og héldu áfram dag eftir dag af gömlum vana. Best að hugsa ekki neitt. Allir voru orðnir úttaugaðir. Einmanaleiki óx. Börn þyrstu í gæðastundir. Ruslið frá okkur kæfði náttúruna, mengaði höfin og loftið. Við vorum á endalausu fyllerí. Ferðalög jukust um allan heim. Ekkert var kyrrt. Allir voru á ferð og flugi en voru raunverulega hættir að njóta. Engin ró, engin friður. Órói magnaðist. Innst inni vissum við að þetta gengi ekki svona til lengdar en við gátum ekki stoppað. Allt varð að vera á fullri keyrslu. Við höfðum engan tíma til að hlusta á innri röddina. Nú lifum við á sögulegum tímum þar sem efnhagur margra þjóða er að leggjast í rúst vegna veirunnar. Leggjast í rúst. Hvað gerum við þegar við erum mitt í rústunum? Þá byrjum við upp á nýtt, er það ekki? Byggjum allt upp frá grunni. Gerum hlutina jafnvel öðruvísi. Við hlúum að því sem við eigum ennþá og höfum ekki misst. Við eigum ennþá hvert annað, fólkið okkar, náttúruna og ferska loftið. Allt heita vatnið í jörðu, allar sundlaugarnar. Allt ferska grænmetið, fiskinn, lambakjötið og miklu fleira. Og við lifum á eyju og getum eingangrað okkur ef við þurfum þess með. Er þetta ekki ríkidæmi? Ísland er land íbúanna fyrst og fremst Ég ferðaðist um landið mitt í sumar og naut þess í botn en ég var ein af þeim sem var annars hætt að fara í sumarfrí á Íslandi vegna þrengsla, verðlags og pirrings á því að tala ensku hvert sem ég fór. Þá gat ég allt eins farið til útlanda. Þegar ég ferðast um Ísland þá vil ég nefnilega tala íslensku. Það var dásamlegt þetta sumar að tala íslensku, á sjoppum, veitingahúsum og meira að segja í móttökunni á hótelinu en þar tók sjálfur hótelstjórinn á móti okkur, þvílíkur heiður! Allt hafði lækkað; gisting, matseðillinn á veitingahúsum, ljúfenga súkkulaðikökusneiðin, að vísu hafði hún einnig minnkað en hva, engin hefur gott af of miklum sykri. Meira að segja Bláa lónið lækkaði verðið fyrir okkur landsmenn. Vel gert! Í sumar fórum við hjónin að skoða fallega staði sem við höfðum ekki heimsótt í mörg mörg ár og uppgötvuðum einnig marga nýja staði. Frábært sumar í sumar heima á Íslandi. Við erum með plön um að ferðast innanlands í haust og vetur um helgar. Hvernig verður tekið á móti okkur þá? Nú er ekkert verið að eyða í ferðalög til útlanda því okkur langar ekki þangað á veirutímum. Allra best er að skemmta sér innanlands, vonandi fara í leikhús í sveit eða borg og á tónleika hvar sem er, út að borða, í bíó og hvaðeina sem gleður hjartað. Jafnvel í góðra vina hópi ef aðstæður leyfa? Náttúra Íslands fékk að njóta sín betur í sumar með færri ferðamönnum. Ágangurinn varð miklu miklu minni. Þvílíkur léttir fyrir náttúruna, vegakerfið og okkur fólkið sem býr hérna allt árið um kring. Ég hef ekkert á móti útlendingum en mér fannst samt voða gaman að hitta fleiri Íslendinga alls staðar og heyra ylhýra málið okkar sem hljómaði á fleiri stöðum. Allt í einu vorum við ekki gleymda litla þjóðin. Okkur var fagnað hvar sem við komum. Þakklætið sem við fundum hjá gestgjöfum, að við skyldum mæta á staðinn. Við fengum að heyra það, að þegar Íslendingar komust ekki til útlanda til að eyða, þá eyddu þeir hýrunni innanlands. Þetta kom fram í mörgum viðtölum. Frábært! Njótum þess sjálf að hlúa áfram að mannlífinu okkar, verum góð við hvert annað, stöndum saman og styðjum við innlenda verslun og innlend ævintýri í öllum landshornum! Takk fyrir mig segi ég nú bara – Áfram Ísland! Höfundur er rithöfundur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun