Menningarveturinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:15 Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar