Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 10:09 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira