Ekki vera í mannfjölda, ekki gista í tjaldi og helst ekki stíga út úr bílnum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 19:34 Það verður að ýmsu að huga fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands eftir að nýju reglurnar taka gildi. Vísir/Vilhelm Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira