Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær.

60 greindust með veiruna innanlands í gær
60 greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þetta kemur fram á Covid.is

Kári ræðir faraldurinn og andstöðu við sóttvarnaaðgerðir
Sprengisandur er á dagskrá frá klukkan 10 til 12 á Bylgjunni í dag.

Telur að niðurgreidd hitaveita geti hjálpað í baráttunni við veiruna
Prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla telur að hægt sé að tengja fjölgun smita við aukna kyndingu húsa og slæm loftgæði.

Að nýta hitaveituna gegn Covid
Björn Birnir hvetur stjórnvöld til að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár í baráttunni við Covid.

Þakka fyrir rólegri sólarhring í sjúkraflutningum
Síðasta sólarhring var 81 boðun í sjúkraflutninga hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Læknir forsetans segir hann ekki smita lengur
Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni.

Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins

Samkomutakmarkanir hafi gefið fólki innsýn í daglegt líf þeirra sem glíma við geðrænan vanda
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er í dag.

Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins
Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins.

Mótmæltu lokunum með gríðarlegu magni af ísmolum
Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið.

Versti leiðarinn
Á undanförnum vikum hafa sóttvarnaraðgerðir yfirvalda verið gagnrýndar í leiðurum Fréttablaðsins. Hefur sú gagnrýni aðallega beinst að aðgerðum á landamærum en einnig að hertum aðgerðum innanlands.

Yfirvöld í Ischgl hundsuðu viðvaranir íslenskra yfirvalda
Stjórnvöld í austurríska héraðinu Tíról virðast hafa hundsað viðvaranir um útbreiðslu kórónuveirunnar á skíðasvæðinu Ischgl sem bárust þeim frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum.

Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum
Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar.

Vika í lífi ríkisstjórnar
Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs.

Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár
Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður.

Akademískar hugleiðingar um frelsi best geymdar
„Kvittur um óeiningu meðal þess fólks sem er kosið til að leiða þjóðina er ekki hjálplegur. Og akademískar hugleiðingar um frelsi eru best geymdar þar til þessi plága er gengin yfir,“ skrifar Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur.

„Ég deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi“
Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag.

„Ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum.

Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví.

87 greindust með veiruna í gær
57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu.

Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar.

Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna
Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru.

Metfjöldi sjúkraflutninga annan daginn í röð
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá því í Facebook-færslu í morgun að sinna hafi þurft alls 160 sjúkraflutningum í gær og í nótt.

Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst
Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag.

Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar.

Guðni sendir þjóðinni kveðju
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hvetur Íslendinga til að standa saman gegn kórónuveirufaraldrinum í kveðju til þjóðarinnar sem birt var í kvöld.

Segir ásakanir Hauks alvarlegar og útilokar ekki að hann verði dreginn fyrir dóm
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) segir að Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafi sett fram alvarlegar ásakanir um lögbrot á hendur fyrirtækinu.

Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana
Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík.

Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir
Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana.