Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 12:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira