Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2020 12:38 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga að hluta skýra þennan mikla fjölda sjúkraflutninga. Vísir/Vilhelm Síðasta sólarhring var áttatíu og ein boðun í sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Var dagurinn nokkuð rólegri en dagana þar á undan þar sem met voru slegin þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga, fyrst 148 á fimmtudag og 160 á föstudag. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga skýra þennan mikla fjölda að hluta. Síðustu dagar hafi verið mjög þungir og að reynt hafi á mannskapinn. Það hafi þó hjálpað til að slökkvilið hafi misst fáa niður í einangrun og fáa í sóttkví. Það skýrist að hluta til af heppni en einnig að starfsmenn hafi farið varlega. „Það eru náttúrulega allir slegnir yfir því að þurfa að glíma við þetta aftur frá í vor. Menn eru mjög einbeittir í að klára þetta og takast á við þetta. Við höfum verið að vinna í því að fjölga bílum hjá okkur og fjölga mannskap. Kíkja á bakvarðasveitina hjá okkur. Við höfum verið að hringja í mannskap og það eru allir reiðubúnir að koma um leið og kallið kemur.“ Jón Viðar leggur áherslu á að þrátt fyrir að álag sé á slökkvilið þá eigi fólk ekki að hætta við að hringja eftir sjúkrabíl ef þörf krefur. „Það er enginn að trufla þó það hringi eftir sjúkraflutning. Sama og landlæknir hefur verið að predika að það þarf að sinna öllum. Covidið er til viðbótar en það þarf að sinna öllu og fólk má ekki hætta við að leita sér aðstoðar,“ segir Jón Viðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Síðasta sólarhring var áttatíu og ein boðun í sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Var dagurinn nokkuð rólegri en dagana þar á undan þar sem met voru slegin þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga, fyrst 148 á fimmtudag og 160 á föstudag. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga skýra þennan mikla fjölda að hluta. Síðustu dagar hafi verið mjög þungir og að reynt hafi á mannskapinn. Það hafi þó hjálpað til að slökkvilið hafi misst fáa niður í einangrun og fáa í sóttkví. Það skýrist að hluta til af heppni en einnig að starfsmenn hafi farið varlega. „Það eru náttúrulega allir slegnir yfir því að þurfa að glíma við þetta aftur frá í vor. Menn eru mjög einbeittir í að klára þetta og takast á við þetta. Við höfum verið að vinna í því að fjölga bílum hjá okkur og fjölga mannskap. Kíkja á bakvarðasveitina hjá okkur. Við höfum verið að hringja í mannskap og það eru allir reiðubúnir að koma um leið og kallið kemur.“ Jón Viðar leggur áherslu á að þrátt fyrir að álag sé á slökkvilið þá eigi fólk ekki að hætta við að hringja eftir sjúkrabíl ef þörf krefur. „Það er enginn að trufla þó það hringi eftir sjúkraflutning. Sama og landlæknir hefur verið að predika að það þarf að sinna öllum. Covidið er til viðbótar en það þarf að sinna öllu og fólk má ekki hætta við að leita sér aðstoðar,“ segir Jón Viðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira