Sjúkraflutningar

Fréttamynd

Slökkvi­liðs- og sjúkra­flutninga­menn á leið í verk­fall

Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu boðun verkfalls með yfirgnæfandi meihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 88 prósent þeirra samþykktu aðgerðirnar vegna pattstöðu í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu verk­fall með yfir­burðum

Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli

Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli.

Innlent
Fréttamynd

Lending í Naut­hóls­vík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur

Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli.

Innlent
Fréttamynd

Enginn reyk­skynjari í húsinu

Enginn reykskynjari var í húsnæðinu í Skipholti sem kviknaði í í gær. Enginn var heima þegar eldurinn kviknaði og sá gangandi vegfarandi um að tilkynna um eldsvoðann. 

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraþyrlur

Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði.

Skoðun
Fréttamynd

Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru.

Skoðun
Fréttamynd

Ár­nes­sýsla án sjúkra­bíls í 46 tíma

Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi og vel­ferð í Upp­sveitum

Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í.

Skoðun
Fréttamynd

Nyrsta sjúkraflug sögunnar

Norskir þyrluflugmenn fóru nýverið í nyrsta sjúkraflug sögunnar. Veikur sjómaður var sóttur í rússneskt rannsóknaskip sem var statt nærri norðurpólnum.

Erlent
Fréttamynd

Hvar liggur björgunar­viljinn?

Allt frá árinu 2019 hefur verið í bígerð tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu með það að markmiði að veita bráðveikum og slösuðum sérhæfða þjónustu með sem skjótustum hætti.

Skoðun