Sjúkraþyrlu sem allra fyrst, kerfi sem veitir lífsbjörg Gunnar Svanur Einarsson skrifar 2. júní 2025 13:00 Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun