Í tilkynningu á vef sambandsins segir að þessi samningur sé um margt áþekkur þeim sem felldur var fyrr á þessu ári en inn séu komnar ákveðnar breytingar, í samræmi við niðurstöðu könnunar sem landsambandið gerði á meðal félagsmanna sinna.
Stefnt er að því að atkvæðagreiðsla um samninginn fari fram í lok þessa mánaðar.
En þótt samningagerð við sveitarfélögin sé í höfn hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum þá virðist allt í lás í viðræðum við ríkið.
Á dögunum samþykktu félagsmenn LSS sem starfa við sjúkraflutninga hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni verkfallsboðun, sem þýðir að verkföll hefjast að óbreyttu í öllum fjórðungum landsins þann 7. apríl næstkomandi.
Gengið var til atkvæðagreiðslu um verkföll á hverri stofnun fyrir sig og var tillagan samþykkt á þeim öllum með yfignæfandi mun.