Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 23:00 Dr. Anthony Fauci, er ósáttur við framboð Bandaríkjaforseta. AP/Kevin Dietsch Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna er ósáttur við að orð hans hafi verið notuð í auglýsingu fyrir framboð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann segir þau hafa verið slitin úr samhengi og að hann hafi ekki samþykkt að taka þátt í henni. Umrædd auglýsing var sett í loftið í síðustu viku og fjallar hún um aðgerðir ríkisstjórnar hans til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Ég get ekki ímyndað mér að einhver gæti verið að gera meira,“ heyrist Fauci segja í auglýsingunni en um er að ræða hljóðbrot úr viðtali sem tekið var við hann í mars síðastliðnum, þar sem hann ræddi almennt um þær aðgerðir sem verið væri að ráðast, og virðist miðað við heildarsamhengi ummælanna aðallega hafa verið að tala um sjálfan sig, en CNN birtir ummælin í heild sinni. Í yfirlýsingu sem Fauci sendi CNN vegna málsins segir hann að á þeim rúmlega fimm áratugum sem hann hafi starfað sem opinber starfsmaður hafi hann aldrei stutt tiltekin framboð eða stjórnmálamenn opinberlega. Segir hann ummælin sem framboð Trumps hafi nýtt sér hafi verið slitin úr samhengi þar sem hann hafi verið að ræða um heildarframlag opinberra starfsmanna gegn kórónuveirufaraldrinum. Þetta hafi verið gert að honum forspurðum og án þess að spyrja leyfis. Framboð Trumps virðist þó vera nokkuð sama um að Fauci sé ósáttur og í svari við fyrirspurn CNN segir Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðsins að einfaldlega sé um að ræða eigin orð Fauci. „Myndbandið er tekið úr viðtali sem birt var á landsvísu í sjónvarpi þar sem Dr. Fauci hrósar starfi ríkisstjórnar Trump. Það sem heyrist er það sem Dr. Fauci sagði,“ segir Murtaugh. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna er ósáttur við að orð hans hafi verið notuð í auglýsingu fyrir framboð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann segir þau hafa verið slitin úr samhengi og að hann hafi ekki samþykkt að taka þátt í henni. Umrædd auglýsing var sett í loftið í síðustu viku og fjallar hún um aðgerðir ríkisstjórnar hans til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Ég get ekki ímyndað mér að einhver gæti verið að gera meira,“ heyrist Fauci segja í auglýsingunni en um er að ræða hljóðbrot úr viðtali sem tekið var við hann í mars síðastliðnum, þar sem hann ræddi almennt um þær aðgerðir sem verið væri að ráðast, og virðist miðað við heildarsamhengi ummælanna aðallega hafa verið að tala um sjálfan sig, en CNN birtir ummælin í heild sinni. Í yfirlýsingu sem Fauci sendi CNN vegna málsins segir hann að á þeim rúmlega fimm áratugum sem hann hafi starfað sem opinber starfsmaður hafi hann aldrei stutt tiltekin framboð eða stjórnmálamenn opinberlega. Segir hann ummælin sem framboð Trumps hafi nýtt sér hafi verið slitin úr samhengi þar sem hann hafi verið að ræða um heildarframlag opinberra starfsmanna gegn kórónuveirufaraldrinum. Þetta hafi verið gert að honum forspurðum og án þess að spyrja leyfis. Framboð Trumps virðist þó vera nokkuð sama um að Fauci sé ósáttur og í svari við fyrirspurn CNN segir Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðsins að einfaldlega sé um að ræða eigin orð Fauci. „Myndbandið er tekið úr viðtali sem birt var á landsvísu í sjónvarpi þar sem Dr. Fauci hrósar starfi ríkisstjórnar Trump. Það sem heyrist er það sem Dr. Fauci sagði,“ segir Murtaugh.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira