Íþróttir Sigur hjá Lemgo Alexander Petterson skoraði fjögur mörk og Einar Hólmgeirsson tvö fyrir Grosswallstadt sem sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til Lemgo í gær og tapaði 30-23. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með Lemgo en komust ekki á blað í leiknum. Tomas Mocsai var markahæstur heimamanna með níu mörk en Florian Kehrmann var með sjö. Sport 7.10.2006 21:20 Frábær frammistaða Svía Sænska landsliðið vann glæsilegan sigur á Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins. Markvörðurinn Rami Shaaban átti sannkallaðan stórleik. Sport 7.10.2006 21:19 Hlynur og Anton dæmdu Íslenska dómaraparið Hlynur Leifsson og Anton Pálsson dæmdu leik Barcelona og Hammarby í Meistaradeildinni sem fram fór í gær og samkvæmt spjallsíðu stuðningsmanna Barcelona. þóttu dómararnir standa sig vel. Þetta var langstærsta verkefni sem þeir Hlynur og Anton hafa fengið á alþjóðlegum vettvangi og svo virðist sem að þeir hafi nýtt það vel. Handbolti 7.10.2006 21:19 Englendingar mjög slakir Enskir fjölmiðlar voru mjög óánægðir með frammistöðu landsliðs síns í leiknum gegn Makedóníu í undankeppni EM í gær. Lokatölur urðu 0-0 í leik sem gestirnir frá Makedóníu hefðu vel getað unnið. Helstu ensku miðlarnir fóru hörðum orðum um enska liðið og sagði það einfaldlega vera lélegt um þessar mundir. Enski boltinn 7.10.2006 21:19 Sverre þarf að fara í aðgerð Varnartröllið Sverre Jakobsson hjá Gummersbach fer í aðgerð á ökkla á morgun til að ráða bót á meiðslum sem hafa hrjáð hann síðustu vikur. Sverre hefur ekki getað tekið þátt í síðustu leikjum Gummersbach vegna meiðslanna og kom meðal annars hingað til lands í gifsi þegar Gummersbach heimsótti Fram í Meistaradeildinni í síðustu viku. Sú hvíld gerði ekki sitt gagn og segir Sverrir að aðgerð sé óumflýjanleg. Sport 7.10.2006 21:19 Tek annað markið á mig Leikurinn í gær var mjög köflóttur hjá Ívari Ingimarssyni og hann lenti í leiðinlega atviki í fyrri hálfleik þegar hann gefur Lettunum hreinlega mark. "Boltinn skoppaði og ég ætlaði að skalla til Árna og gerði mér ekki grein fyrir að Lettarnir væru komnir svona nálægt mér. Ég verð að taka markið á mig og lítið annað um það að segja. Sport 7.10.2006 21:20 4-0 fyrir Lettum Eiður Smári misnotar góð færi og okkur er refsað um hæl. Enn ein varnarmistökin, Indriði rennur til, Visnjakovs fær frítt skot fyrir utan teig og skorar. Íslenski boltinn 7.10.2006 19:13 Stuðningurinn metinn á 40 milljónir Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. Handbolti 7.10.2006 17:57 Byrjunarlið Íslands gegn Lettum Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt liðið sem byrjar inná fyrir Íslands hönd gegn Lettum í undankeppni EM 2008 í Riga í kvöld. Eyjólfur stillir upp í leikkerfið 4-4-1-1 og verður með Jóhannes Karl Guðjónsson fyrir aftan Eið Smára sem leikur í fremstu víglínu. Sport 7.10.2006 15:12 Saha verður á bekknum gegn Skotum Framherjinn skæði Louis Saha hjá Manchester United verður ekki í byrjunarliði Frakka á Hamden Park á morgun þegar silfurliðið frá HM mætir Skotum í undankeppni EM. Miðjumaðurinn Patrick Vieira kom aftur vel út úr læknisskoðun í kvöld og hefur verið dæmdur nógu heill til að spila á morgun. Sport 6.10.2006 19:36 Tainio verður frá í mánuð Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Tainio verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Tainio verður því ekki með Finnum í landsleikjunum gegn Armeníu og Kazakstan á næstu viku og ljóst er að fjölhæfni hans og baráttugleði verður sárt saknað í herbúðum Tottenham. Enski boltinn 6.10.2006 21:05 Mandaric íhugar að kaupa Leicester Serbneski viðskiptajöfurinn Milan Mandaric, sem nýverið seldi hlut sinn í úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth, segist vera að íhuga að kaupa annað félag á Englandi og viðurkennir að um helmings líkur séu á að hann geri tilboð í Leicester City. Enski boltinn 6.10.2006 21:15 Birgir Leifur áfram Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika á tveimur höggum undir pari þegar tveimur hringjum er lokið á áskorendamótinu í Toulouse í Frakklandi. Birgir lék annan hringinn á pari í dag og komst því í gegn um niðurskurðinn á þessu mikilvæga móti. Golf 6.10.2006 21:09 Ætlum að vinna allt í vetur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur, segðist sáttur við sigurinn á Skallagrími í gærkvöldi þó leikmenn eigi enn eftir að slípa sig betur saman. Hann segir stefnu Keflvíkinga hiklaust setta á að vinna alla titla sem í boði eru í vetur og þar sé Evrópukeppnin engin undantekning. Körfubolti 6.10.2006 18:54 Clippers vann sigur í Moskvu NBA lið Los Angeles Clippers vann sigur á rússneska liðinu BC Khimki í æfingaleik í Moskvu í dag 89-91. Shaun Livingston skoraði 19 stig fyrir bandaríska liðið sem hefur verið í Rússlandi síðan um mánaðamót í æfingabúðum. Körfubolti 6.10.2006 20:22 Hoeness og Mihajlovic í bann Uli Hoeness stjórnarformaður Bayern Munchen og Sinisa Mihajlovic aðstoðarþjálfari Inter Milan voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann fyrir að ausa blótsyrðum hvor á annan á leik Inter og Bayern í Meistaradeildinni á dögunum. Fótbolti 6.10.2006 18:06 Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld Undanúrslitaleikirnir í Powerade bikar kvenna í körfubolta fara fram í kvöld en nú klukkan 19 mætast Íslandsmeistarar Hauka og ÍS og klukkan 21 eigast við grannaliðin Keflavík og Grindavík. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. Körfubolti 6.10.2006 18:46 Frábærum ferli Jorge Costa lokið Fyrrum landsliðsmaðurinn Jorge Costa frá Portúgal hefur tilkynnt að hann sé hættur knattspyrnuiðkun. Þessi 34 ára gamli Portúgali spilaði lengst af með Porto, þar sem hann vann 8 meistaratitla, 5 bikarkeppnir, Evrópukeppni félagsliða árið 2003 og Meistaradeildina árið 2004. Sport 6.10.2006 17:04 Leikmenn ráða engu um leikaðferð liðsins Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að enska landsliðið spili nákvæmlega eins og hann vill gegn Makedóníu á morgun, en fregnir höfðu borist af því í morgun að leikmenn liðsins hefðu mótmælt því að þjálfarinn ætlaði að spila 3-5-2 gegn Makedóníu. Enski boltinn 6.10.2006 16:52 Tommy Nielsen framlengir við FH Danski varnarmaðurinn Tommy Nielsen hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara FH til tveggja ára, en þetta staðfesti Pétur Stephensen framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH við NFS nú síðdegis. Íslenski boltinn 6.10.2006 16:38 Tröllið Valuev í beinni annað kvöld Rússneska þungavigtartröllið Nikolay Valuev verður í eldlínunni á Sýn annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin sýnir beint frá titilvörn hans gegn Bandaríkjamanninum Monte Barrett í Chicago, en hér fyrir neðan má sjá myndaalbúm af tröllinu. Sport 6.10.2006 16:14 Skaut af byssu til að skakka leikinn Villingurinn Stephen Jackson og nokkrir félagar hans frá NBA liði Indiana Pacers lentu í vandræðum fyrir utan súlustað í Indianapolis í gærkvöldi þar sem þeir áttu í deilum við nokkra aðra gesti staðarins. Jackson fór verst út úr þessum viðskiptum en hann fékk hnefahögg og því næst var ekið á hann. Jackson stillti sjálfur til friðar með því að skjóta fimm skotum upp í loftið af skammbyssu sinni. Körfubolti 6.10.2006 15:32 Schumacher er yfir í sálfræðistríðinu Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir hinn sigursæla Michael Schumacher ekki hafa verið íþróttinni til mikils sóma á ferlinum, en þykist nokkuð viss um að hann muni enda ferilinn á meistaratitli. Formúla 1 6.10.2006 15:08 Bóndinn heimsmeistari annað árið í röð Jón "Bóndi" Gunnarsson varði í gærkvöld heimsmeistaratitil sinn í öldungaflokki í kraftlyftingum, en mótið var haldið í Texas að þessu sinni. Jón keppti í 90 kg flokki og hafði betur eftir gríðarlega spennandi keppni þar sem hann varð hlutskarpastur með 802,5 kg í samanlögðu. Sport 6.10.2006 14:04 NBA lið í eldlínunni í Evrópu Um þessar mundir eru fjögur lið úr NBA deildinni í körfubolta á æfingaferðalögum um Evrópu undir yfirskriftinni NBA Europe Live ´06. Körfuboltaáhugamenn geta fylgst með fjórum þessara leikja í beinni útsendingu á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ. Körfubolti 6.10.2006 13:37 Njarðvík og Keflavík leika til úrslita Það verða grannarnir Keflvíkingar og Njarðvíkingar sem spila til úrslita í Powerade bikarnum í karlaflokki eftir að Njarðvíkingar skelltu KR 102-95 í skemmtilegum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. KR-ingar höfðu frumkvæðið meira og minna fram í fjórða leikhluta, en Íslandsmeistararnir reyndust sterkari á lokasprettinum. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn. Körfubolti 5.10.2006 22:42 Njarðvíkingar leiða í hálfleik Njarðvíkingar hafa nauma forystu gegn KR 47-45 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll. Jeb Ivey er stigahæstur í liði Njarðvíkur með 12 stig og Friðrik Stefánsson hefur skorað 10 stig, en hjá KR er Jeremiah Sola að fara á kostum og er kominn með 19 stig. Körfubolti 5.10.2006 21:46 Segir Tevez og Mascherano að fara frá West Ham Nýráðinn landsliðsþjálfari Argentínu er ekki að skafa af því í viðtali á vefsíðu þar í landi í dag og segir að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez ættu að hypja sig frá West Ham því það henti þeim alls ekki að spila fyrir liðið. Enski boltinn 5.10.2006 21:39 Auðveldur sigur hjá Gummersbach Þýska handknattleiksliðið Gummersbach vann í kvöld auðveldan 36-25 sigur á norsku meisturunum Sandefjord í Meistaradeildinni, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 15-15. Leikurinn fór fram í Leverkusen þar sem heimavöllur Gummersbach er ekki löglegur í Evrópukeppnum. Handbolti 5.10.2006 21:25 Keflvíkingar í úrslit Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Powerade bikarnum í körfubolta með því að leggja Skallagrímsmenn 88-81í Laugardalshöll. Keflvíkingar höfðu undirtökin í fyrsta leikhluta en eftir að hafa verið undir fram í byrjun lokaleikhlutans, spýttu suðurnesjamenn í lófana og unnu sannfærandi sigur á Borgnesingum. Körfubolti 5.10.2006 20:37 « ‹ 126 127 128 129 130 131 132 133 134 … 334 ›
Sigur hjá Lemgo Alexander Petterson skoraði fjögur mörk og Einar Hólmgeirsson tvö fyrir Grosswallstadt sem sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til Lemgo í gær og tapaði 30-23. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með Lemgo en komust ekki á blað í leiknum. Tomas Mocsai var markahæstur heimamanna með níu mörk en Florian Kehrmann var með sjö. Sport 7.10.2006 21:20
Frábær frammistaða Svía Sænska landsliðið vann glæsilegan sigur á Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins. Markvörðurinn Rami Shaaban átti sannkallaðan stórleik. Sport 7.10.2006 21:19
Hlynur og Anton dæmdu Íslenska dómaraparið Hlynur Leifsson og Anton Pálsson dæmdu leik Barcelona og Hammarby í Meistaradeildinni sem fram fór í gær og samkvæmt spjallsíðu stuðningsmanna Barcelona. þóttu dómararnir standa sig vel. Þetta var langstærsta verkefni sem þeir Hlynur og Anton hafa fengið á alþjóðlegum vettvangi og svo virðist sem að þeir hafi nýtt það vel. Handbolti 7.10.2006 21:19
Englendingar mjög slakir Enskir fjölmiðlar voru mjög óánægðir með frammistöðu landsliðs síns í leiknum gegn Makedóníu í undankeppni EM í gær. Lokatölur urðu 0-0 í leik sem gestirnir frá Makedóníu hefðu vel getað unnið. Helstu ensku miðlarnir fóru hörðum orðum um enska liðið og sagði það einfaldlega vera lélegt um þessar mundir. Enski boltinn 7.10.2006 21:19
Sverre þarf að fara í aðgerð Varnartröllið Sverre Jakobsson hjá Gummersbach fer í aðgerð á ökkla á morgun til að ráða bót á meiðslum sem hafa hrjáð hann síðustu vikur. Sverre hefur ekki getað tekið þátt í síðustu leikjum Gummersbach vegna meiðslanna og kom meðal annars hingað til lands í gifsi þegar Gummersbach heimsótti Fram í Meistaradeildinni í síðustu viku. Sú hvíld gerði ekki sitt gagn og segir Sverrir að aðgerð sé óumflýjanleg. Sport 7.10.2006 21:19
Tek annað markið á mig Leikurinn í gær var mjög köflóttur hjá Ívari Ingimarssyni og hann lenti í leiðinlega atviki í fyrri hálfleik þegar hann gefur Lettunum hreinlega mark. "Boltinn skoppaði og ég ætlaði að skalla til Árna og gerði mér ekki grein fyrir að Lettarnir væru komnir svona nálægt mér. Ég verð að taka markið á mig og lítið annað um það að segja. Sport 7.10.2006 21:20
4-0 fyrir Lettum Eiður Smári misnotar góð færi og okkur er refsað um hæl. Enn ein varnarmistökin, Indriði rennur til, Visnjakovs fær frítt skot fyrir utan teig og skorar. Íslenski boltinn 7.10.2006 19:13
Stuðningurinn metinn á 40 milljónir Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. Handbolti 7.10.2006 17:57
Byrjunarlið Íslands gegn Lettum Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt liðið sem byrjar inná fyrir Íslands hönd gegn Lettum í undankeppni EM 2008 í Riga í kvöld. Eyjólfur stillir upp í leikkerfið 4-4-1-1 og verður með Jóhannes Karl Guðjónsson fyrir aftan Eið Smára sem leikur í fremstu víglínu. Sport 7.10.2006 15:12
Saha verður á bekknum gegn Skotum Framherjinn skæði Louis Saha hjá Manchester United verður ekki í byrjunarliði Frakka á Hamden Park á morgun þegar silfurliðið frá HM mætir Skotum í undankeppni EM. Miðjumaðurinn Patrick Vieira kom aftur vel út úr læknisskoðun í kvöld og hefur verið dæmdur nógu heill til að spila á morgun. Sport 6.10.2006 19:36
Tainio verður frá í mánuð Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Tainio verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Tainio verður því ekki með Finnum í landsleikjunum gegn Armeníu og Kazakstan á næstu viku og ljóst er að fjölhæfni hans og baráttugleði verður sárt saknað í herbúðum Tottenham. Enski boltinn 6.10.2006 21:05
Mandaric íhugar að kaupa Leicester Serbneski viðskiptajöfurinn Milan Mandaric, sem nýverið seldi hlut sinn í úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth, segist vera að íhuga að kaupa annað félag á Englandi og viðurkennir að um helmings líkur séu á að hann geri tilboð í Leicester City. Enski boltinn 6.10.2006 21:15
Birgir Leifur áfram Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika á tveimur höggum undir pari þegar tveimur hringjum er lokið á áskorendamótinu í Toulouse í Frakklandi. Birgir lék annan hringinn á pari í dag og komst því í gegn um niðurskurðinn á þessu mikilvæga móti. Golf 6.10.2006 21:09
Ætlum að vinna allt í vetur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur, segðist sáttur við sigurinn á Skallagrími í gærkvöldi þó leikmenn eigi enn eftir að slípa sig betur saman. Hann segir stefnu Keflvíkinga hiklaust setta á að vinna alla titla sem í boði eru í vetur og þar sé Evrópukeppnin engin undantekning. Körfubolti 6.10.2006 18:54
Clippers vann sigur í Moskvu NBA lið Los Angeles Clippers vann sigur á rússneska liðinu BC Khimki í æfingaleik í Moskvu í dag 89-91. Shaun Livingston skoraði 19 stig fyrir bandaríska liðið sem hefur verið í Rússlandi síðan um mánaðamót í æfingabúðum. Körfubolti 6.10.2006 20:22
Hoeness og Mihajlovic í bann Uli Hoeness stjórnarformaður Bayern Munchen og Sinisa Mihajlovic aðstoðarþjálfari Inter Milan voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann fyrir að ausa blótsyrðum hvor á annan á leik Inter og Bayern í Meistaradeildinni á dögunum. Fótbolti 6.10.2006 18:06
Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld Undanúrslitaleikirnir í Powerade bikar kvenna í körfubolta fara fram í kvöld en nú klukkan 19 mætast Íslandsmeistarar Hauka og ÍS og klukkan 21 eigast við grannaliðin Keflavík og Grindavík. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. Körfubolti 6.10.2006 18:46
Frábærum ferli Jorge Costa lokið Fyrrum landsliðsmaðurinn Jorge Costa frá Portúgal hefur tilkynnt að hann sé hættur knattspyrnuiðkun. Þessi 34 ára gamli Portúgali spilaði lengst af með Porto, þar sem hann vann 8 meistaratitla, 5 bikarkeppnir, Evrópukeppni félagsliða árið 2003 og Meistaradeildina árið 2004. Sport 6.10.2006 17:04
Leikmenn ráða engu um leikaðferð liðsins Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að enska landsliðið spili nákvæmlega eins og hann vill gegn Makedóníu á morgun, en fregnir höfðu borist af því í morgun að leikmenn liðsins hefðu mótmælt því að þjálfarinn ætlaði að spila 3-5-2 gegn Makedóníu. Enski boltinn 6.10.2006 16:52
Tommy Nielsen framlengir við FH Danski varnarmaðurinn Tommy Nielsen hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara FH til tveggja ára, en þetta staðfesti Pétur Stephensen framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH við NFS nú síðdegis. Íslenski boltinn 6.10.2006 16:38
Tröllið Valuev í beinni annað kvöld Rússneska þungavigtartröllið Nikolay Valuev verður í eldlínunni á Sýn annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin sýnir beint frá titilvörn hans gegn Bandaríkjamanninum Monte Barrett í Chicago, en hér fyrir neðan má sjá myndaalbúm af tröllinu. Sport 6.10.2006 16:14
Skaut af byssu til að skakka leikinn Villingurinn Stephen Jackson og nokkrir félagar hans frá NBA liði Indiana Pacers lentu í vandræðum fyrir utan súlustað í Indianapolis í gærkvöldi þar sem þeir áttu í deilum við nokkra aðra gesti staðarins. Jackson fór verst út úr þessum viðskiptum en hann fékk hnefahögg og því næst var ekið á hann. Jackson stillti sjálfur til friðar með því að skjóta fimm skotum upp í loftið af skammbyssu sinni. Körfubolti 6.10.2006 15:32
Schumacher er yfir í sálfræðistríðinu Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir hinn sigursæla Michael Schumacher ekki hafa verið íþróttinni til mikils sóma á ferlinum, en þykist nokkuð viss um að hann muni enda ferilinn á meistaratitli. Formúla 1 6.10.2006 15:08
Bóndinn heimsmeistari annað árið í röð Jón "Bóndi" Gunnarsson varði í gærkvöld heimsmeistaratitil sinn í öldungaflokki í kraftlyftingum, en mótið var haldið í Texas að þessu sinni. Jón keppti í 90 kg flokki og hafði betur eftir gríðarlega spennandi keppni þar sem hann varð hlutskarpastur með 802,5 kg í samanlögðu. Sport 6.10.2006 14:04
NBA lið í eldlínunni í Evrópu Um þessar mundir eru fjögur lið úr NBA deildinni í körfubolta á æfingaferðalögum um Evrópu undir yfirskriftinni NBA Europe Live ´06. Körfuboltaáhugamenn geta fylgst með fjórum þessara leikja í beinni útsendingu á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ. Körfubolti 6.10.2006 13:37
Njarðvík og Keflavík leika til úrslita Það verða grannarnir Keflvíkingar og Njarðvíkingar sem spila til úrslita í Powerade bikarnum í karlaflokki eftir að Njarðvíkingar skelltu KR 102-95 í skemmtilegum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. KR-ingar höfðu frumkvæðið meira og minna fram í fjórða leikhluta, en Íslandsmeistararnir reyndust sterkari á lokasprettinum. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn. Körfubolti 5.10.2006 22:42
Njarðvíkingar leiða í hálfleik Njarðvíkingar hafa nauma forystu gegn KR 47-45 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll. Jeb Ivey er stigahæstur í liði Njarðvíkur með 12 stig og Friðrik Stefánsson hefur skorað 10 stig, en hjá KR er Jeremiah Sola að fara á kostum og er kominn með 19 stig. Körfubolti 5.10.2006 21:46
Segir Tevez og Mascherano að fara frá West Ham Nýráðinn landsliðsþjálfari Argentínu er ekki að skafa af því í viðtali á vefsíðu þar í landi í dag og segir að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez ættu að hypja sig frá West Ham því það henti þeim alls ekki að spila fyrir liðið. Enski boltinn 5.10.2006 21:39
Auðveldur sigur hjá Gummersbach Þýska handknattleiksliðið Gummersbach vann í kvöld auðveldan 36-25 sigur á norsku meisturunum Sandefjord í Meistaradeildinni, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 15-15. Leikurinn fór fram í Leverkusen þar sem heimavöllur Gummersbach er ekki löglegur í Evrópukeppnum. Handbolti 5.10.2006 21:25
Keflvíkingar í úrslit Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Powerade bikarnum í körfubolta með því að leggja Skallagrímsmenn 88-81í Laugardalshöll. Keflvíkingar höfðu undirtökin í fyrsta leikhluta en eftir að hafa verið undir fram í byrjun lokaleikhlutans, spýttu suðurnesjamenn í lófana og unnu sannfærandi sigur á Borgnesingum. Körfubolti 5.10.2006 20:37