Birgir Leifur áfram

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika á tveimur höggum undir pari þegar tveimur hringjum er lokið á áskorendamótinu í Toulouse í Frakklandi. Birgir lék annan hringinn á pari í dag og komst því í gegn um niðurskurðinn á þessu mikilvæga móti.