Viðreisn

Fréttamynd

Hvaðan kom ég og hvert er ég að fara?

Viðreisn ætlar í kosningabaráttunni að leggja megin áherslu á nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem aflaheimildir verði innkallaðar með fyrningarleið og seldar hæstbjóðanda. Að vísu vantar alla útfærslu í tillögunum en í grunninn eru þetta sennilega vitlausustu tillögur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram á lýðveldistímanum og óframkvæmanlegar með góðu móti.

Skoðun
Fréttamynd

Lán fyrir á­hættu­fíkla eða venju­legt fólk

Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir.

Skoðun
Fréttamynd

Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni)

Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­mál eru leiðin­leg og koma mér ekki við

Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Sjávar­út­vegs­stefna Við­reisnar II

Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum.

Skoðun
Fréttamynd

Sveigjanleiki í landbúnaði - Vannýtt auðlind

Í hugum okkar flestra er íslenska sveitin órjúfanlegur hluti tilverunnar í þessu annars kalda landi. En þróunin hefur verið hröð og breytingarnar miklar. Sumar búgreinar hafa dvínað, aðrar sótt fram. Og enn eru mikil tækifæri í íslenskum landbúnaði. Sem dæmi má nefna heimavinnslu afurða, kornrækt, próteinvinnslu og fjöldamargt annað.

Skoðun
Fréttamynd

Við misstum boltann

Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Látum markaðinn ráða – en ekki Sjálf­stæðis­flokkinn

Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað dvelur hrað­prófin?

Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja.

Skoðun
Fréttamynd

Um spænska togara og hræðsluáróður II

Þann 11. ágúst birti ég á Vísi greinina „Um spænska togara og hræðsluáróður“ en markmiðið með þeim skrifum var fyrst og fremst að svara þeim ógnarrökum sem iðulega heyrast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar sem vilja meina að framtíð íslensks sjávarútvegs væri það svört innan sambandsins að það er ekki einu sinni þess virði að halda áfram aðildarviðræðum. 

Skoðun
Fréttamynd

Eigum við öll rétt til mennsku?

Mig setur hljóðan þessa dagana.Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur.Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Sjávarútvegsstefna Viðreisnar

Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan.

Skoðun
Fréttamynd

Ég á vin...

Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11

Skoðun
Fréttamynd

Viðreisn er komin til að vera

Ólafur Þ. Harðarson birti ágæta greiningu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann að það væri mikil einföldun að kalla Viðreisn klofningsflokk úr Sjálfstæðisflokki. Þegar Viðreisn bauð fyrst fram komu rúm 30% kjósenda flokksins frá Sjálfstæðisflokki og tæp 30% úr Samfylkingu. Samtals um 60%. Restin eða um 40% kom frá öðrum flokkum, Framsóknarflokki, Pírötum og meira að segja VG eða hreinlega nýjum kjósendum. Hann bendir á að viðhorf kjósenda Viðreisnar sé mjög frábrugðin viðhorfum kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Skoðun
Fréttamynd

Heilsa og heil­brigðis­varnir, út fyrir boxið

Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er fram­tíðar­planið um lífið með CO­VID?

Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst.

Skoðun
Fréttamynd

Gefum heil­brigðis­þjónustunni tæki­færi

Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Að selja frá sér hug­vitið

Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi.

Skoðun
Fréttamynd

Hið raun­veru­lega lím ríkis­stjórnar

Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg.

Skoðun
Fréttamynd

Að ræna komandi kyn­slóðir

Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum.

Skoðun
Fréttamynd

Um spænska togara og hræðsluáróður

„Sameiginleg sjávarútvegsstefna heitir sameiginleg sjávarútvegsstefna af því að hún er sameiginleg.“ Þessi fleygu orð lét Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra falla á Alþingi í vor þegar umræða fór fram um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frumkvæði þingflokks Viðreisnar.

Skoðun
Fréttamynd

Skima, skima, skima!

Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis.

Skoðun
Fréttamynd

Setjum frelsið á dagskrá

Ég tilheyri þeirri kynslóð sem var mjög ung þegar hrunið átti sér stað. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en miklu síðar hve mikil áhrif það hafði á líf mitt að alast upp á þessum skrýtnu tímum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Búsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra

Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru.Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða.

Skoðun