Ríkisstjórn þurfi að gera meira í þágu vopnahlés Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 19:02 Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að utanríkisráðherra verði falið að fordæma tafarlaust þau mannréttindabrot sem framin hafa verið í Palestínu og kalla eftir vopnahléi á svæðinu. Auk þessa er lagt til að Alþingi álykti að forsætis- og utanríkisráðherra beiti sér á alþjóðavettvangi fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð, að Hamas samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa-ströndinni verði aukin. Ástandið á Gasa heldur áfram að versna. Greint var frá því í dag að Ísraelsmenn hafi látið til skarar skríða í landamæraborginni Rafah, sem er sú eina sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni sögðu þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. „Flutningsmenn tillögu þessarar telja að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnin þurfi að leggja enn meira af mörkum til að reyna að stuðla að vopnahléi og aukinni mannúðaraðstoð á Gaza-ströndinni,“ segir í tillögunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan: „Í fyrsta lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma hvers konar mannréttindabrot sem hafi verið framin. Má þar nefna árásir sem er ekki beint að hernaðarlegum skotmörkum og aðgerðir sem fela í sér hóprefsingu almennra borgara. Í öðru lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi milli hinna stríðandi fylkinga. Enn einar viðræður um vopnahlé runnu nýlega út í sandinn þegar Ísrael hafnaði sáttatillögu milligönguaðila frá Katar og Egyptalandi og hélt áfram fyrirætlunum sínum um árásir á Rafah-borg. Þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu gegnir lykilhlutverki í því að fá stríðandi fylkingar til að fallast á vopnahlé. Í þriðja lagi er lagt til að Alþingi feli forsætisráðherra og utanríkisráðherra að beita sér fyrir aukinni mannúðaraðstoð á svæðinu, bæði með auknum stuðningi frá Íslandi og með því að greiða fyrir frekari stuðningi á grundvelli alþjóðasamstarfs, og sömuleiðis að þeir beiti sér fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð og að Hamas-samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða. „Flutningsmenn telja mjög mikilvægt að Ísland standi staðfastlega með almennum borgurum í Ísrael og Palestínu. Í því ljósi eru árásir og morð á almennum borgurum fordæmd og mikilvægi þess að framfylgja alþjóðalögum og mannréttindum undirstrikað. Ísland á að gangast fyrir því á alþjóðavettvangi að lausn verði fundin á yfirstandandi átökum á þessu svæði sem byggist á tveimur sjálfstæðum ríkjum Ísraels og Palestínu.“ Viðreisn Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Auk þessa er lagt til að Alþingi álykti að forsætis- og utanríkisráðherra beiti sér á alþjóðavettvangi fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð, að Hamas samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa-ströndinni verði aukin. Ástandið á Gasa heldur áfram að versna. Greint var frá því í dag að Ísraelsmenn hafi látið til skarar skríða í landamæraborginni Rafah, sem er sú eina sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni sögðu þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. „Flutningsmenn tillögu þessarar telja að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnin þurfi að leggja enn meira af mörkum til að reyna að stuðla að vopnahléi og aukinni mannúðaraðstoð á Gaza-ströndinni,“ segir í tillögunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan: „Í fyrsta lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma hvers konar mannréttindabrot sem hafi verið framin. Má þar nefna árásir sem er ekki beint að hernaðarlegum skotmörkum og aðgerðir sem fela í sér hóprefsingu almennra borgara. Í öðru lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi milli hinna stríðandi fylkinga. Enn einar viðræður um vopnahlé runnu nýlega út í sandinn þegar Ísrael hafnaði sáttatillögu milligönguaðila frá Katar og Egyptalandi og hélt áfram fyrirætlunum sínum um árásir á Rafah-borg. Þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu gegnir lykilhlutverki í því að fá stríðandi fylkingar til að fallast á vopnahlé. Í þriðja lagi er lagt til að Alþingi feli forsætisráðherra og utanríkisráðherra að beita sér fyrir aukinni mannúðaraðstoð á svæðinu, bæði með auknum stuðningi frá Íslandi og með því að greiða fyrir frekari stuðningi á grundvelli alþjóðasamstarfs, og sömuleiðis að þeir beiti sér fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð og að Hamas-samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða. „Flutningsmenn telja mjög mikilvægt að Ísland standi staðfastlega með almennum borgurum í Ísrael og Palestínu. Í því ljósi eru árásir og morð á almennum borgurum fordæmd og mikilvægi þess að framfylgja alþjóðalögum og mannréttindum undirstrikað. Ísland á að gangast fyrir því á alþjóðavettvangi að lausn verði fundin á yfirstandandi átökum á þessu svæði sem byggist á tveimur sjálfstæðum ríkjum Ísraels og Palestínu.“
Viðreisn Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira