Þegar þú vilt miklu meira bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. apríl 2024 10:01 Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess. Mjög sérstakt er fyrir vikið þegar forystumenn Viðreisnar gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumáls hans taka mið af og hann var beinlínis stofnaður í kringum, er að Ísland gangi í Evrópusambandið. Nú síðast Gabríel Ingimarsson, forseti ungliðahreyfingar flokksins, í grein á Vísir.is fyrir helgi. Full ástæða er til þess að veita umsvifum hins opinbera öflugt aðhald en gagnrýni í þeim efnum úr röðum Viðreisnar er hins vegar fullkomlega ótrúverðug. „Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Til að mynda er fjallað um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að hérlend stjórnsýsla sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Miðast við tugmilljónaþjóðir Með öðrum orðum er deginum ljósara að farið yrði úr öskunni í eldinn og vel rúmlega það þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Það sem sambandið telur allt of lítið vilja forystumenn Viðreisnar telja kjósendum trú um að þeir telji þvert á móti allt of stórt. Sú afstaða Evrópusambandsins þarf þó ekki að koma mjög á óvart enda miðast regluverk þess við stjórnsýslu milljóna- og tugmilljónaþjóðir sem þó þykir mörgum nóg um regluverksframleiðslu sambandsins. Til að mynda er ekki langt síðan Jesper Berg, forstjóri danska fjármálaeftirlitsins, sagði við Financial Times að regluverk Evrópusambandsins um fjármálamarkaði væri orðið of umfangsmikið og fyrir vikið væri hætta á því að týnast í smáatriðum í stað þess að leggja áherzlu á mögulegar áhættur. Þrátt fyrir hundruð starfsmanna gæti stofnunin ekki bæði haft umsjón með innleiðingu á flóknu regluverki og staðið fullnægjandi vörð um fjármálakerfið. Tók Morten Baltzersen, forstjóri norska fjármálaeftirlitsins, í sama streng. Krafizt vaxandi framsals valds Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun vegna aðildarinnar að EES-samningnum enda fylgir samningurinn samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði þess, með tilheyrandi vaxandi kröfum um meira framsal valds og upptöku íþyngjandi regluverks sem gjarnan kallar á aukið umfang hins opinbera. Rannsóknir benda til þess að stærstur hluti íþyngjandi löggjafar á Íslandi komi frá sambandinu í gegnum saminginn og að svonefnd gullhúðun eigi sér stað í minnihluta tilfella. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar á enga samleið með þeirri stefnu að ganga í Evrópusambandið. Sama gildir um áframhaldandi aðild að EES-samningnum. Sé raunverulegur vilji til þess að draga úr yfirbyggingunni hér á landi er ekki aðeins mikilvægt að standa áfram utan sambandsins heldur einnig að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning sem er sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti. Þar á meðal af hálfu Evrópusambandsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Danmörk Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess. Mjög sérstakt er fyrir vikið þegar forystumenn Viðreisnar gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumáls hans taka mið af og hann var beinlínis stofnaður í kringum, er að Ísland gangi í Evrópusambandið. Nú síðast Gabríel Ingimarsson, forseti ungliðahreyfingar flokksins, í grein á Vísir.is fyrir helgi. Full ástæða er til þess að veita umsvifum hins opinbera öflugt aðhald en gagnrýni í þeim efnum úr röðum Viðreisnar er hins vegar fullkomlega ótrúverðug. „Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Til að mynda er fjallað um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að hérlend stjórnsýsla sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Miðast við tugmilljónaþjóðir Með öðrum orðum er deginum ljósara að farið yrði úr öskunni í eldinn og vel rúmlega það þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Það sem sambandið telur allt of lítið vilja forystumenn Viðreisnar telja kjósendum trú um að þeir telji þvert á móti allt of stórt. Sú afstaða Evrópusambandsins þarf þó ekki að koma mjög á óvart enda miðast regluverk þess við stjórnsýslu milljóna- og tugmilljónaþjóðir sem þó þykir mörgum nóg um regluverksframleiðslu sambandsins. Til að mynda er ekki langt síðan Jesper Berg, forstjóri danska fjármálaeftirlitsins, sagði við Financial Times að regluverk Evrópusambandsins um fjármálamarkaði væri orðið of umfangsmikið og fyrir vikið væri hætta á því að týnast í smáatriðum í stað þess að leggja áherzlu á mögulegar áhættur. Þrátt fyrir hundruð starfsmanna gæti stofnunin ekki bæði haft umsjón með innleiðingu á flóknu regluverki og staðið fullnægjandi vörð um fjármálakerfið. Tók Morten Baltzersen, forstjóri norska fjármálaeftirlitsins, í sama streng. Krafizt vaxandi framsals valds Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun vegna aðildarinnar að EES-samningnum enda fylgir samningurinn samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði þess, með tilheyrandi vaxandi kröfum um meira framsal valds og upptöku íþyngjandi regluverks sem gjarnan kallar á aukið umfang hins opinbera. Rannsóknir benda til þess að stærstur hluti íþyngjandi löggjafar á Íslandi komi frá sambandinu í gegnum saminginn og að svonefnd gullhúðun eigi sér stað í minnihluta tilfella. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar á enga samleið með þeirri stefnu að ganga í Evrópusambandið. Sama gildir um áframhaldandi aðild að EES-samningnum. Sé raunverulegur vilji til þess að draga úr yfirbyggingunni hér á landi er ekki aðeins mikilvægt að standa áfram utan sambandsins heldur einnig að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning sem er sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti. Þar á meðal af hálfu Evrópusambandsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun