Þegar þú vilt miklu meira bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. apríl 2024 10:01 Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess. Mjög sérstakt er fyrir vikið þegar forystumenn Viðreisnar gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumáls hans taka mið af og hann var beinlínis stofnaður í kringum, er að Ísland gangi í Evrópusambandið. Nú síðast Gabríel Ingimarsson, forseti ungliðahreyfingar flokksins, í grein á Vísir.is fyrir helgi. Full ástæða er til þess að veita umsvifum hins opinbera öflugt aðhald en gagnrýni í þeim efnum úr röðum Viðreisnar er hins vegar fullkomlega ótrúverðug. „Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Til að mynda er fjallað um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að hérlend stjórnsýsla sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Miðast við tugmilljónaþjóðir Með öðrum orðum er deginum ljósara að farið yrði úr öskunni í eldinn og vel rúmlega það þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Það sem sambandið telur allt of lítið vilja forystumenn Viðreisnar telja kjósendum trú um að þeir telji þvert á móti allt of stórt. Sú afstaða Evrópusambandsins þarf þó ekki að koma mjög á óvart enda miðast regluverk þess við stjórnsýslu milljóna- og tugmilljónaþjóðir sem þó þykir mörgum nóg um regluverksframleiðslu sambandsins. Til að mynda er ekki langt síðan Jesper Berg, forstjóri danska fjármálaeftirlitsins, sagði við Financial Times að regluverk Evrópusambandsins um fjármálamarkaði væri orðið of umfangsmikið og fyrir vikið væri hætta á því að týnast í smáatriðum í stað þess að leggja áherzlu á mögulegar áhættur. Þrátt fyrir hundruð starfsmanna gæti stofnunin ekki bæði haft umsjón með innleiðingu á flóknu regluverki og staðið fullnægjandi vörð um fjármálakerfið. Tók Morten Baltzersen, forstjóri norska fjármálaeftirlitsins, í sama streng. Krafizt vaxandi framsals valds Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun vegna aðildarinnar að EES-samningnum enda fylgir samningurinn samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði þess, með tilheyrandi vaxandi kröfum um meira framsal valds og upptöku íþyngjandi regluverks sem gjarnan kallar á aukið umfang hins opinbera. Rannsóknir benda til þess að stærstur hluti íþyngjandi löggjafar á Íslandi komi frá sambandinu í gegnum saminginn og að svonefnd gullhúðun eigi sér stað í minnihluta tilfella. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar á enga samleið með þeirri stefnu að ganga í Evrópusambandið. Sama gildir um áframhaldandi aðild að EES-samningnum. Sé raunverulegur vilji til þess að draga úr yfirbyggingunni hér á landi er ekki aðeins mikilvægt að standa áfram utan sambandsins heldur einnig að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning sem er sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti. Þar á meðal af hálfu Evrópusambandsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Danmörk Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess. Mjög sérstakt er fyrir vikið þegar forystumenn Viðreisnar gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumáls hans taka mið af og hann var beinlínis stofnaður í kringum, er að Ísland gangi í Evrópusambandið. Nú síðast Gabríel Ingimarsson, forseti ungliðahreyfingar flokksins, í grein á Vísir.is fyrir helgi. Full ástæða er til þess að veita umsvifum hins opinbera öflugt aðhald en gagnrýni í þeim efnum úr röðum Viðreisnar er hins vegar fullkomlega ótrúverðug. „Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Til að mynda er fjallað um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að hérlend stjórnsýsla sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Miðast við tugmilljónaþjóðir Með öðrum orðum er deginum ljósara að farið yrði úr öskunni í eldinn og vel rúmlega það þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Það sem sambandið telur allt of lítið vilja forystumenn Viðreisnar telja kjósendum trú um að þeir telji þvert á móti allt of stórt. Sú afstaða Evrópusambandsins þarf þó ekki að koma mjög á óvart enda miðast regluverk þess við stjórnsýslu milljóna- og tugmilljónaþjóðir sem þó þykir mörgum nóg um regluverksframleiðslu sambandsins. Til að mynda er ekki langt síðan Jesper Berg, forstjóri danska fjármálaeftirlitsins, sagði við Financial Times að regluverk Evrópusambandsins um fjármálamarkaði væri orðið of umfangsmikið og fyrir vikið væri hætta á því að týnast í smáatriðum í stað þess að leggja áherzlu á mögulegar áhættur. Þrátt fyrir hundruð starfsmanna gæti stofnunin ekki bæði haft umsjón með innleiðingu á flóknu regluverki og staðið fullnægjandi vörð um fjármálakerfið. Tók Morten Baltzersen, forstjóri norska fjármálaeftirlitsins, í sama streng. Krafizt vaxandi framsals valds Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun vegna aðildarinnar að EES-samningnum enda fylgir samningurinn samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði þess, með tilheyrandi vaxandi kröfum um meira framsal valds og upptöku íþyngjandi regluverks sem gjarnan kallar á aukið umfang hins opinbera. Rannsóknir benda til þess að stærstur hluti íþyngjandi löggjafar á Íslandi komi frá sambandinu í gegnum saminginn og að svonefnd gullhúðun eigi sér stað í minnihluta tilfella. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar á enga samleið með þeirri stefnu að ganga í Evrópusambandið. Sama gildir um áframhaldandi aðild að EES-samningnum. Sé raunverulegur vilji til þess að draga úr yfirbyggingunni hér á landi er ekki aðeins mikilvægt að standa áfram utan sambandsins heldur einnig að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning sem er sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti. Þar á meðal af hálfu Evrópusambandsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar