Að hafa áhrif á nærumhverfi sitt Guðbrandur Einarsson skrifar 27. apríl 2024 07:00 Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra. Af þessu tilefni var eftirfarandi haft eftir bæjarstjóra Mýrdalshrepps Einari Frey Elínarsyni: „Við erum með fjölmennan hóp erlendra íbúa sem greiða fulla skatta til samfélagsins og hafa rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Sökum aðstæðna hafa ekki allir sömu tækifæri til þess að læra íslensku í ljósi þess að enska er ráðandi tungumál í ferðaþjónustu sem er okkar stærsta atvinnugrein. Okkur þótti mikilvægt jafnréttismál að allir íbúar hefðu raunveruleg tækifæri til þess að eiga aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku og enskumælandi ráðið er liður í því. Það er skipað pólitískt í þetta ráð og greitt fyrir setu á fundum á sama hátt og í öðrum ráðum.“ Eftirfarandi var jafnframt haft eftir Tomasz Chochołowicz formanni ráðsins sem sagðist í fyrstu ekki hafa trúað því hversu mikla áherslu ætti að leggja á stofnun enskumælandi ráðs: „Ég var smá tíma að átta mig á því að Einari og öðrum í sveitarstjórn væri fúlasta alvara með stofnun ráðsins. Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Að mínu mati hefur það ekkert með íslenskuna að gera að skapa leiðir fyrir erlenda íbúa samfélagsins til að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Það segir hins vegar mikið um það hversu viljug við erum að aðstoða fólk við þátttöku í samfélaginu sem hingað hefur flutt til þess að halda íslensku atvinnulífi gangandi. Þetta eru ótengdir hlutir. Við eigum að leggja miklu meiri áherslu á að fólk sem hingað kemur fái þá aðstoð sem það þarf til þess að ná tökum á íslensku – og við eigum að gæta þess að allir íbúar eigi kost á að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Við íslenskukennslu ættu ríkið, sveitarfélögin en ekki síst atvinnulífið sjálft að axla meiri ábyrgð. Ekki allir hafa möguleika á því að sækja nám eftir oft á tíðum langan vinnudag þegar sinna þarf börnum. Stéttarfélögin hafa í gegnum árin veitt félagsmönnum styrki fyrir íslenskunámi en það dugar hvergi nærri til. Fyrir fólk sem vinnur langa vinnudaga, og er jafnvel í tveimur eða fleiri vinnum, þyrfti slík kennsla að fara fram á vinnutíma. Það hefur þó strandað á atvinnulífinu sjálfu. Þessi staða ætti hins vegar ekki koma í veg fyrir möguleika íbúa af erlendu bergi til þátttöku í mótun samfélagsins. Þess vegna er það virðingarvert af Mýrdalshreppi að stíga skrefið og flýta fyrir því að erlendu íbúar hreppsins upplifi sig sem þátttakendur í samfélaginu. Það eru ekki bara þeir sem sitja í ráðinu sjálfu sem njóta góðs af þessu heldur allir sem í kringum þá eru. Þess vegna er ástæða til að óska Mýrdalshreppi til hamingju með þessa viðurkenningu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Íslensk tunga Viðreisn Alþingi Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra. Af þessu tilefni var eftirfarandi haft eftir bæjarstjóra Mýrdalshrepps Einari Frey Elínarsyni: „Við erum með fjölmennan hóp erlendra íbúa sem greiða fulla skatta til samfélagsins og hafa rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Sökum aðstæðna hafa ekki allir sömu tækifæri til þess að læra íslensku í ljósi þess að enska er ráðandi tungumál í ferðaþjónustu sem er okkar stærsta atvinnugrein. Okkur þótti mikilvægt jafnréttismál að allir íbúar hefðu raunveruleg tækifæri til þess að eiga aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku og enskumælandi ráðið er liður í því. Það er skipað pólitískt í þetta ráð og greitt fyrir setu á fundum á sama hátt og í öðrum ráðum.“ Eftirfarandi var jafnframt haft eftir Tomasz Chochołowicz formanni ráðsins sem sagðist í fyrstu ekki hafa trúað því hversu mikla áherslu ætti að leggja á stofnun enskumælandi ráðs: „Ég var smá tíma að átta mig á því að Einari og öðrum í sveitarstjórn væri fúlasta alvara með stofnun ráðsins. Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Að mínu mati hefur það ekkert með íslenskuna að gera að skapa leiðir fyrir erlenda íbúa samfélagsins til að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Það segir hins vegar mikið um það hversu viljug við erum að aðstoða fólk við þátttöku í samfélaginu sem hingað hefur flutt til þess að halda íslensku atvinnulífi gangandi. Þetta eru ótengdir hlutir. Við eigum að leggja miklu meiri áherslu á að fólk sem hingað kemur fái þá aðstoð sem það þarf til þess að ná tökum á íslensku – og við eigum að gæta þess að allir íbúar eigi kost á að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Við íslenskukennslu ættu ríkið, sveitarfélögin en ekki síst atvinnulífið sjálft að axla meiri ábyrgð. Ekki allir hafa möguleika á því að sækja nám eftir oft á tíðum langan vinnudag þegar sinna þarf börnum. Stéttarfélögin hafa í gegnum árin veitt félagsmönnum styrki fyrir íslenskunámi en það dugar hvergi nærri til. Fyrir fólk sem vinnur langa vinnudaga, og er jafnvel í tveimur eða fleiri vinnum, þyrfti slík kennsla að fara fram á vinnutíma. Það hefur þó strandað á atvinnulífinu sjálfu. Þessi staða ætti hins vegar ekki koma í veg fyrir möguleika íbúa af erlendu bergi til þátttöku í mótun samfélagsins. Þess vegna er það virðingarvert af Mýrdalshreppi að stíga skrefið og flýta fyrir því að erlendu íbúar hreppsins upplifi sig sem þátttakendur í samfélaginu. Það eru ekki bara þeir sem sitja í ráðinu sjálfu sem njóta góðs af þessu heldur allir sem í kringum þá eru. Þess vegna er ástæða til að óska Mýrdalshreppi til hamingju með þessa viðurkenningu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun