Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar 5. desember 2025 08:47 „Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Samgöngur Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
„Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun