Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 5. desember 2025 10:04 Þegar horft er yfir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 blasir við skýr mynd af bæjarfélagi í sókn. Sem formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sem og menningar- og ferðamálanefndar, fyllist ég stolti yfir þeim metnaði sem birtist í áætluninni sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn 3. desember. Við erum nefnilega að gera hvort tveggja í senn; að byggja upp nýtt og spennandi samfélag til framtíðar, en jafnframt að hlúa vel að þeim verðmætum sem við eigum nú þegar. Uppbygging og innviðir Framkvæmdagleðin er mikil í Hafnarfirði. Stærsta einstaka verkefnið á komandi ári er bygging Hamranesskóla, en til þess verkefnis verja bæjaryfirvöld tveimur milljörðum króna. Þetta er fjárfesting í framtíðinni og styrkir nýjasta hverfið. En við gleymum ekki grunninum. Við leggjum aukna áherslu á viðhald fasteigna og innviða bæjarins með 10% hækkun framlags til málaflokksins. Við munum halda áfram að fegra bæinn, bæta götur og stíga, og tryggja öflugan snjómokstur og hálkuvarnir. Markmiðið er skýrt: Bærinn okkar á að vera snyrtilegur, öruggur og aðlaðandi, hvort sem er í skammdeginu eða á björtum sumardögum. Menningarbærinn eflist Það er stutt á milli framkvæmda og menningar. Skýrasta dæmið um það er nýtt og glæsilegt Bókasafn Hafnarfjarðar sem opnar í verslunarmiðstöðinni Firði á vormánuðum. Þetta verður ekki bara bókasafn, heldur lifandi samkomuhús og hjartað í miðbænum. Hafnarfjörður skorar hæst allra sveitarfélaga í ánægju íbúa með menningu og við ætlum að standa undir því. Heildarframlög til menningarmála eru áætluð 890 milljónir króna. Við ætlum að stórefla viðburðahald og ætlum að skapa festu í grasrótarstarfinu með langtímasamningum við burðarása í menningarlífinu eins og Víkingahátíðina og Lúðrasveit Hafnarfjarðar auk þess að stofna nýjan kórsjóð. Björt framtíð Þessi fjárhagsáætlun er til marks um trú okkar á Hafnarfjörð. Við erum að fjárfesta í innviðunum, í umhverfinu, en fyrst og fremst í fólkinu. Við mætum nýju ári með bjartsýni, ábyrgð og krafti. Hafnarfjörður er bær í blóma. Höfundur er bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 blasir við skýr mynd af bæjarfélagi í sókn. Sem formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sem og menningar- og ferðamálanefndar, fyllist ég stolti yfir þeim metnaði sem birtist í áætluninni sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn 3. desember. Við erum nefnilega að gera hvort tveggja í senn; að byggja upp nýtt og spennandi samfélag til framtíðar, en jafnframt að hlúa vel að þeim verðmætum sem við eigum nú þegar. Uppbygging og innviðir Framkvæmdagleðin er mikil í Hafnarfirði. Stærsta einstaka verkefnið á komandi ári er bygging Hamranesskóla, en til þess verkefnis verja bæjaryfirvöld tveimur milljörðum króna. Þetta er fjárfesting í framtíðinni og styrkir nýjasta hverfið. En við gleymum ekki grunninum. Við leggjum aukna áherslu á viðhald fasteigna og innviða bæjarins með 10% hækkun framlags til málaflokksins. Við munum halda áfram að fegra bæinn, bæta götur og stíga, og tryggja öflugan snjómokstur og hálkuvarnir. Markmiðið er skýrt: Bærinn okkar á að vera snyrtilegur, öruggur og aðlaðandi, hvort sem er í skammdeginu eða á björtum sumardögum. Menningarbærinn eflist Það er stutt á milli framkvæmda og menningar. Skýrasta dæmið um það er nýtt og glæsilegt Bókasafn Hafnarfjarðar sem opnar í verslunarmiðstöðinni Firði á vormánuðum. Þetta verður ekki bara bókasafn, heldur lifandi samkomuhús og hjartað í miðbænum. Hafnarfjörður skorar hæst allra sveitarfélaga í ánægju íbúa með menningu og við ætlum að standa undir því. Heildarframlög til menningarmála eru áætluð 890 milljónir króna. Við ætlum að stórefla viðburðahald og ætlum að skapa festu í grasrótarstarfinu með langtímasamningum við burðarása í menningarlífinu eins og Víkingahátíðina og Lúðrasveit Hafnarfjarðar auk þess að stofna nýjan kórsjóð. Björt framtíð Þessi fjárhagsáætlun er til marks um trú okkar á Hafnarfjörð. Við erum að fjárfesta í innviðunum, í umhverfinu, en fyrst og fremst í fólkinu. Við mætum nýju ári með bjartsýni, ábyrgð og krafti. Hafnarfjörður er bær í blóma. Höfundur er bæjarfulltrúi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun