Trúir þessu einhver? María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. apríl 2024 10:30 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar