Að leysa vandann með quick fix Guðbrandur Einarsson skrifar 9. maí 2024 07:01 Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Raunvextir á sumum þessara lánaforma eru því orðnir 11%. Lágvaxtalandið Ísland Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 0,75% í mars 2021 var verðbólga yfir 4%. Þetta kom sér vel fyrir suma flokka í aðdraganda síðustu kosninga sem keyrðu sína kosningabaráttu undir kjörorðinu lágvaxtalandið Ísland. Þegar maður spyr um ástæðu þess að raunvextir hafi verið gerðir neikvæðir þá hefur svarið verið alltaf verið á þann veg að það þurfti að sprauta lífi í íslenskt atvinnulíf. Niðurstaðan af því varð hins vegar sú, eins og hjá fíklinum sem þurfti quick fix, að allt fór í bál og brand. Það er svo ríkt í okkur að leysa allt með quick fixi. Nú þurfa raunvextir hins vegar að vera háir – og svo háir að enginn getur hreyft sig og hengingarólin herðist áfram um háls þeirra sem skulda. Öfug kaupmáttaraukning kjarasamninga Síðustu kjarasamningar voru undirritaðir með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það gefur augaleið að það að semja um 3,5% hækkun launa í 6% verðbólgu og vöxtum upp á 11-12% þýðir í raun kaupmáttarrýrnun hjá öllum þeim sem fengu þessa almennu hækkun. Fjármálastofnanir eru farnar að spá því að verðbólga haldist óbreytt út árið og því er enginn hvati fyrir Seðlabankann að lækka vexti á næstunni, enda hefur Seðlabankinn það eina markmið að koma verðbólgunni niður í 2,5% markmiðið. Niðurstaðan alltaf sú sama Ríkisstjórnin hefur réttlætt mikla verðbólgu með miklum hagvexti. Gott og vel. Nú hefur það hins vegar snúist við og spáð er litlum hagvexti. Samt er verðbólgan of há til að hægt sé að hreyfa við stýrivöxtum. Áfram búum við hér á Íslandi við mikla verðbólgu meðan í Danmörku er hún komin niður fyrir 1%. En við höldum samt áfram og vonumst eftir annarri niðurstöðu næst án þess að skoða þá undirliggjandi þætti sem valda þessum óstöðugleika á Íslandi. Við þurfum viðhorfsbreytingu og þurfum að viðurkenna að kerfisbreytinga er þörf hér á landi.Annars höldum við bara áfram rétt eins og fíkillinn að kaupa okkur quick fix og við ættum að vita svo vel hvernig það endar. Við höfum gert það svo oft. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Raunvextir á sumum þessara lánaforma eru því orðnir 11%. Lágvaxtalandið Ísland Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 0,75% í mars 2021 var verðbólga yfir 4%. Þetta kom sér vel fyrir suma flokka í aðdraganda síðustu kosninga sem keyrðu sína kosningabaráttu undir kjörorðinu lágvaxtalandið Ísland. Þegar maður spyr um ástæðu þess að raunvextir hafi verið gerðir neikvæðir þá hefur svarið verið alltaf verið á þann veg að það þurfti að sprauta lífi í íslenskt atvinnulíf. Niðurstaðan af því varð hins vegar sú, eins og hjá fíklinum sem þurfti quick fix, að allt fór í bál og brand. Það er svo ríkt í okkur að leysa allt með quick fixi. Nú þurfa raunvextir hins vegar að vera háir – og svo háir að enginn getur hreyft sig og hengingarólin herðist áfram um háls þeirra sem skulda. Öfug kaupmáttaraukning kjarasamninga Síðustu kjarasamningar voru undirritaðir með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það gefur augaleið að það að semja um 3,5% hækkun launa í 6% verðbólgu og vöxtum upp á 11-12% þýðir í raun kaupmáttarrýrnun hjá öllum þeim sem fengu þessa almennu hækkun. Fjármálastofnanir eru farnar að spá því að verðbólga haldist óbreytt út árið og því er enginn hvati fyrir Seðlabankann að lækka vexti á næstunni, enda hefur Seðlabankinn það eina markmið að koma verðbólgunni niður í 2,5% markmiðið. Niðurstaðan alltaf sú sama Ríkisstjórnin hefur réttlætt mikla verðbólgu með miklum hagvexti. Gott og vel. Nú hefur það hins vegar snúist við og spáð er litlum hagvexti. Samt er verðbólgan of há til að hægt sé að hreyfa við stýrivöxtum. Áfram búum við hér á Íslandi við mikla verðbólgu meðan í Danmörku er hún komin niður fyrir 1%. En við höldum samt áfram og vonumst eftir annarri niðurstöðu næst án þess að skoða þá undirliggjandi þætti sem valda þessum óstöðugleika á Íslandi. Við þurfum viðhorfsbreytingu og þurfum að viðurkenna að kerfisbreytinga er þörf hér á landi.Annars höldum við bara áfram rétt eins og fíkillinn að kaupa okkur quick fix og við ættum að vita svo vel hvernig það endar. Við höfum gert það svo oft. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun