Kosningar og kíghósti Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. maí 2024 10:01 Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar