Píratar

Fréttamynd

Fjórar myndir af Ís­landi

Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Ára­tugur í borginni

Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16.

Skoðun
Fréttamynd

Sanna orðin vin­sælust

Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Af­tengja sig Pírataspjallinu

Hópnum „Pírataspjallið 2“ hefur verið læst og nafninu breytt í „Vettvangurinn.“ Píratar hafa ákveðið að aftengja hreyfinguna við hópinn sem var með tæplega tólf þúsund meðlimi.

Innlent
Fréttamynd

Kjós­endur hafi nýtt for­seta­kosningar til að senda pólitíkinni skila­boð

Stefán Einar Stefánsson þáttastjórnandi segir mikla þreytu meðal almennings á núverandi ríkisstjórn og niðurstöður kannanna endurspegli það. Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu er Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 14,7 prósenta fylgi og Samfylkingin með mest fylgi, 27,1 prósent. Miðflokkurinn er með 12,7 prósent í sömu könnun og Vinstri græn fimm prósent. 

Innlent
Fréttamynd

Sjókvíeldi: að­för gegn náttúrunni

Ímyndið ykkur læk á íslandi, með sínum fallegum láa gróðri kringum hann, hrossagaukur syngjandi sitt fallegasta eða kannski lóa. Maður standandi í miðjuni með sína veiðistöng í sínum vaðbuxum, fylgjandi íslenskri hefð sem hefur verið stunduð í áratugi í samlyndi við náttúruna, kynslóðum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Mið­flokkurinn nartar í hæla Sjálf­stæðis­flokksins

Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sýni­legi maðurinn á Austur­velli

Á 80 ára lýðveldisafmælinu felldi ég tár innra með mér á Austurvelli. Tilefnið var þó ekki girðingin sem að valdið telur að þurfi að reisa til að verja sig frá okkur. Gjáin er nefnilega víðar sem við þurfum öll að taka þátt í að brúa.

Skoðun
Fréttamynd

Leitt ef ríkis­stjórn er ekki treystandi í kjara­­samnings­við­ræðum

Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp um bætta stöðu leigj­enda strandar hjá ríkis­stjórn

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingkona Framsóknarflokksins segir það stefnu velferðarnefndar að ljúka meðferð á frumvarpi innviðaráðherra um húsaleigulög fyrir þinglok. Frumvarpið hefur það markmið að bæta réttarstöðu leigjenda. Þingmaður stjórnarandstöðu segir málið stranda á ríkisstjórninni sjálfri. Þau geti ekki komið sér saman um hvernig eigi að ljúka þingi og það tefji þetta mál, eins og önnur.

Innlent
Fréttamynd

Sér fyrir sér 2031 án hval­veiða og sjókvíaeldis

Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja sinna Ís­lendingum á Spáni betur

Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan þurfi nauð­syn­lega auknar rann­sóknar­heimildir

Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Píratar hafa á­hyggjur af skorti á eftir­liti með lög­reglu

Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp.

Innlent
Fréttamynd

Heim­sótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið

Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum loftslagsaðgerðir, ekki grænþvott

Ríkisstjórnin starfar enn þá eftir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur ekki verið uppfærð í fjögur ár – það er á síðasta kjörtímabili. Stutta svarið er því að loftslagsstefnan er hvergi til þó hún birtist hins vegar í ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju bara hálft skref á­fram?

Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu.

Skoðun