Drög að málefnasamningi liggi fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 18:31 Fimm oddvitar vinstri flokka í borginni hafa lokið við drög að málefnasamningi. Þær hyggjast kynna hann fyrir grasrót og íbúum á næstunni. Vísir/Vilhelm Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira