Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 5. mars 2025 06:32 Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Kveðið er á um innviðaúrbætur í þágu dýravelferðar sem varða stækkun selalaugar og uppbyggingu þjónustuhúss í Húsdýragarðinum. Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað og við viljum geta verið stolt af okkar meðhöndlun á dýrum. Dýravelferðarlög leyfa ekki að selunum sé sleppt í náttúruna enda eru þeir aldir upp í haldi allt sitt líf, líklegt er að þeir ungu selir sem þarna dvelja muni lifa í fleiri áratugi. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hafa auk þess lagaskyldu gagnvart villtum dýrum í neyð og dýrum á vergangi sem dýraþjónusta Reykjavíkur sinnir sem staðsett er í Húsdýragarðinum. Þannig að garðurinn og aðstaðan mun hafa þjónustuhlutverki að gegna alveg óháð selunum eða dýrahaldinu sem nú er og bætt aðstaða snýr því að dýravelferð í víðum skilningi. Hún gagnast selunum og gerir þeirra langa líf betra en hún gagnast líka dýrum garðsins sem eru veik sem og til þess að sinna villtum dýrum í hremmingum eins og fuglum sem lent hafa í háska eða villtum selum sem koma reglulega inn og þurfa aðhlynningu. Í raun er mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn er ekki fullnægjandi. Ég er efasemdaradda á meðal og það er alltaf hægt að deila um tilvist dýragarða - en þeir sem halda dýr á annað borð verða að gera það vel og eins og áður sagði er ekki heimilt að sleppa selunum. Við erum auk þess að þróa Húsdýragarðinn áfram sem dýraathvarf fyrir villt og veikburða dýr. Með þessu erum við að uppfæra selalaugina í takt við alþjóðleg viðmið og nútímakröfur um dýravelferð en lítið hefur verið fjárfest í garðinum síðan hann var opnaður 1990 en síðan þá hafa viðmið um dýravelferð breyst mikið. Verkefnið er reyndar ekki nýtt af nálinni en það var boðið út árið 2022 og þá fóru undirbúningsframkvæmdir af stað. Því var svo frestað og hefur verið í frestun síðan. Það er ábyrgðarhluti að klára verkefnið, standa við gefin heit og veita dýrunum nauðsynlega aðstöðu. Þúsundir nemenda taka árlega þátt í skipulögðu fræðslustarfi í Húsdýragarðinum, enda er garðurinn órjúfanlegur hluti af dýra- og náttúrufræðslu í skólum borgarinnar og er þannig hluti af menntakerfinu. Það er því ekki óeðlilegt að fjárfest sé í þessari starfsemi enda hluti af almennum rekstri borgarinnar. Þessar úrbætur eru hluti af stærri vegferð sem er að þjónusta betur dýr og dýraeigendur í borginni með stofnun Dýraþjónustu Reykjavíkur í húsdýragarðinum til að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Í samhengi við þetta voru málefni katta flutt frá Meindýraeftirlitinu, Hundaeftirlitið var lagt niður og hundahald formlega leyft í Reykjavík og kominn tími til. Húsdýragarðurinn er þannig orðin þjónustumiðstöð fyrir dýratengd málefni – dýraþjónusta - og var verkefni sem við Píratar komum í meirihlutasáttmála. Þarna erum við að taka betur utan um ábyrgð sveitarfélagsins þegar kemur að dýravelferð og rétt fólks til að halda gæludýr í sátt við samfélagið, að rýmka þol borgarinnar gagnvart gæludýrahaldi og gera þjónustuna við gæludýraeigendur notendavænni á forsendum íbúans og dýranna frekar en að hún snúist eingöngu um hömlur, eftirlit, reglugerðir og kerfið sjálft. Gagnrýnendur samstarfsflokkanna fimm í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr þessum fyrirhuguðu úrbótum í þágu dýravelferðar en það er engin dyggð að sýna af sér fálæti og lítilsvirðingu í garð þeirra sem minna mega sín. Við stöndum vörð um þau sem eiga erfitt með að tala sjálf sínu máli og erum stolt af því. Við stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum. Dýr skipta máli og eiga sinn rétt, auðga lífið, styðja við góða lýðheilsu og skipta miklu máli í öllu samhengi. Dýr eru sjálfsagður, mikilvægur og velkominn hluti af borginni okkar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Píratar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Kveðið er á um innviðaúrbætur í þágu dýravelferðar sem varða stækkun selalaugar og uppbyggingu þjónustuhúss í Húsdýragarðinum. Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað og við viljum geta verið stolt af okkar meðhöndlun á dýrum. Dýravelferðarlög leyfa ekki að selunum sé sleppt í náttúruna enda eru þeir aldir upp í haldi allt sitt líf, líklegt er að þeir ungu selir sem þarna dvelja muni lifa í fleiri áratugi. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hafa auk þess lagaskyldu gagnvart villtum dýrum í neyð og dýrum á vergangi sem dýraþjónusta Reykjavíkur sinnir sem staðsett er í Húsdýragarðinum. Þannig að garðurinn og aðstaðan mun hafa þjónustuhlutverki að gegna alveg óháð selunum eða dýrahaldinu sem nú er og bætt aðstaða snýr því að dýravelferð í víðum skilningi. Hún gagnast selunum og gerir þeirra langa líf betra en hún gagnast líka dýrum garðsins sem eru veik sem og til þess að sinna villtum dýrum í hremmingum eins og fuglum sem lent hafa í háska eða villtum selum sem koma reglulega inn og þurfa aðhlynningu. Í raun er mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn er ekki fullnægjandi. Ég er efasemdaradda á meðal og það er alltaf hægt að deila um tilvist dýragarða - en þeir sem halda dýr á annað borð verða að gera það vel og eins og áður sagði er ekki heimilt að sleppa selunum. Við erum auk þess að þróa Húsdýragarðinn áfram sem dýraathvarf fyrir villt og veikburða dýr. Með þessu erum við að uppfæra selalaugina í takt við alþjóðleg viðmið og nútímakröfur um dýravelferð en lítið hefur verið fjárfest í garðinum síðan hann var opnaður 1990 en síðan þá hafa viðmið um dýravelferð breyst mikið. Verkefnið er reyndar ekki nýtt af nálinni en það var boðið út árið 2022 og þá fóru undirbúningsframkvæmdir af stað. Því var svo frestað og hefur verið í frestun síðan. Það er ábyrgðarhluti að klára verkefnið, standa við gefin heit og veita dýrunum nauðsynlega aðstöðu. Þúsundir nemenda taka árlega þátt í skipulögðu fræðslustarfi í Húsdýragarðinum, enda er garðurinn órjúfanlegur hluti af dýra- og náttúrufræðslu í skólum borgarinnar og er þannig hluti af menntakerfinu. Það er því ekki óeðlilegt að fjárfest sé í þessari starfsemi enda hluti af almennum rekstri borgarinnar. Þessar úrbætur eru hluti af stærri vegferð sem er að þjónusta betur dýr og dýraeigendur í borginni með stofnun Dýraþjónustu Reykjavíkur í húsdýragarðinum til að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Í samhengi við þetta voru málefni katta flutt frá Meindýraeftirlitinu, Hundaeftirlitið var lagt niður og hundahald formlega leyft í Reykjavík og kominn tími til. Húsdýragarðurinn er þannig orðin þjónustumiðstöð fyrir dýratengd málefni – dýraþjónusta - og var verkefni sem við Píratar komum í meirihlutasáttmála. Þarna erum við að taka betur utan um ábyrgð sveitarfélagsins þegar kemur að dýravelferð og rétt fólks til að halda gæludýr í sátt við samfélagið, að rýmka þol borgarinnar gagnvart gæludýrahaldi og gera þjónustuna við gæludýraeigendur notendavænni á forsendum íbúans og dýranna frekar en að hún snúist eingöngu um hömlur, eftirlit, reglugerðir og kerfið sjálft. Gagnrýnendur samstarfsflokkanna fimm í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr þessum fyrirhuguðu úrbótum í þágu dýravelferðar en það er engin dyggð að sýna af sér fálæti og lítilsvirðingu í garð þeirra sem minna mega sín. Við stöndum vörð um þau sem eiga erfitt með að tala sjálf sínu máli og erum stolt af því. Við stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum. Dýr skipta máli og eiga sinn rétt, auðga lífið, styðja við góða lýðheilsu og skipta miklu máli í öllu samhengi. Dýr eru sjálfsagður, mikilvægur og velkominn hluti af borginni okkar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun