Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar 18. febrúar 2025 12:33 Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Þann 8. febrúar 2025 ákvað Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, að slíta samstarfinu við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Ástæðan? Ágreiningur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er næstum því fyndið að hugsa til þess að flugvöllurinn, sem hefur staðið eins og fasti í borgarlandslaginu, sé nú orðinn táknmynd fyrir flokk sem virðist ekki geta ákveðið sig um neitt nema að vera ósammála. Þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir samstarfsflokkana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, lýsti því yfir að "konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám." Það er kaldhæðnislegt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn, sem einu sinni var talinn miðjumoðsflokkur, hefur nú þróast í pólitískan klaufabárð sem þarf stöðugt á hjálp að halda til að hreinsa upp eftir sig. Píratar hafa setið í borgarstjórn í tæp ellefu ár og hafa á þeim tíma tekið þátt í þremur mismunandi meirihlutum. Dóra Björt, oddviti Pírata, hefur setið í borgarstjórn í sjö ár og tekið virkan þátt í stjórn borgarinnar, fjárhagsáætlanagerð og skipulagsbreytingum, og verið óhrædd við að koma fram fyrir hönd meirihlutans í erfiðum málum og taka ábyrgð af auðmýkt og festu. Píratar eru öflugir umbótasinnar sem leitt hafa innleiðingu á auknu íbúalýðræði, skaðaminnkandi nálgun í vímuefnamálum, auknu gagnsæi í stjórnsýslu, og eflt stafræna innviði til að bæta þjónustu við íbúa - og í senn gera hana skilvirkari og ódýrari fyrir borgina. Píratar ganga ekki frá borðinu þótt á móti blási. Þau eru tilbúin að axla ábyrgð, miðla málum, og sjá til þess að borgarbúar fái þá þjónustu, það gagnsæi og þá skýru framtíðarsýn sem þau eiga skilið. Píratar hafa verið góður samstarfsflokkur, sveigjanleg þar sem það er nauðsynlegt, en staðföst í sínum kjarnaáherslum. Af þeim oddvitum sem nú eru í viðræðum hefur enginn verið jafn lengi oddviti í meirihluta en Dóra Björt. Hún hefur góða reynslu af flóknu samstarfi og að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Það er nú einu sinni tilgangur Pírata að leiða saman ólík sjónarmið til þess að mynda farsæla lausn fyrir almenning. Í nýju samstarfi er mikilvægt að þessi verðmæta reynsla sé vel nýtt og að því sögðu tel ég farsælast að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, taki við embætti borgarstjóra út þetta kjörtímabil. Píratar leggja það svo í hendur kjósenda í næstu borgarstjórnarkosningum hvort að vel hafi tekist. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Guðni Freyr Öfjörð Píratar Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Þann 8. febrúar 2025 ákvað Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, að slíta samstarfinu við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Ástæðan? Ágreiningur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er næstum því fyndið að hugsa til þess að flugvöllurinn, sem hefur staðið eins og fasti í borgarlandslaginu, sé nú orðinn táknmynd fyrir flokk sem virðist ekki geta ákveðið sig um neitt nema að vera ósammála. Þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir samstarfsflokkana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, lýsti því yfir að "konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám." Það er kaldhæðnislegt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn, sem einu sinni var talinn miðjumoðsflokkur, hefur nú þróast í pólitískan klaufabárð sem þarf stöðugt á hjálp að halda til að hreinsa upp eftir sig. Píratar hafa setið í borgarstjórn í tæp ellefu ár og hafa á þeim tíma tekið þátt í þremur mismunandi meirihlutum. Dóra Björt, oddviti Pírata, hefur setið í borgarstjórn í sjö ár og tekið virkan þátt í stjórn borgarinnar, fjárhagsáætlanagerð og skipulagsbreytingum, og verið óhrædd við að koma fram fyrir hönd meirihlutans í erfiðum málum og taka ábyrgð af auðmýkt og festu. Píratar eru öflugir umbótasinnar sem leitt hafa innleiðingu á auknu íbúalýðræði, skaðaminnkandi nálgun í vímuefnamálum, auknu gagnsæi í stjórnsýslu, og eflt stafræna innviði til að bæta þjónustu við íbúa - og í senn gera hana skilvirkari og ódýrari fyrir borgina. Píratar ganga ekki frá borðinu þótt á móti blási. Þau eru tilbúin að axla ábyrgð, miðla málum, og sjá til þess að borgarbúar fái þá þjónustu, það gagnsæi og þá skýru framtíðarsýn sem þau eiga skilið. Píratar hafa verið góður samstarfsflokkur, sveigjanleg þar sem það er nauðsynlegt, en staðföst í sínum kjarnaáherslum. Af þeim oddvitum sem nú eru í viðræðum hefur enginn verið jafn lengi oddviti í meirihluta en Dóra Björt. Hún hefur góða reynslu af flóknu samstarfi og að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Það er nú einu sinni tilgangur Pírata að leiða saman ólík sjónarmið til þess að mynda farsæla lausn fyrir almenning. Í nýju samstarfi er mikilvægt að þessi verðmæta reynsla sé vel nýtt og að því sögðu tel ég farsælast að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, taki við embætti borgarstjóra út þetta kjörtímabil. Píratar leggja það svo í hendur kjósenda í næstu borgarstjórnarkosningum hvort að vel hafi tekist. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun