Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 12:48 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður oddviti Samfylkingar kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Stjórnmálafræðingur segir það krefjandi fyrir nýjan borgarstjóra að halda svo breiðu samstarfi gangandi. Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins verður staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag. Borgarfulltrúar greiða þar atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar og nýjan borgarstjóra. Heimildir fréttastofu herma að það verði Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar sem tekur við af Einari Þorsteinssyni. Oddvitar flokkanna fimm gáfu ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Þær funda með baklandi sínu seinna í dag þar sem tillögurnar verða kynntar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir merkilegt að eftir daginn í dag verði í fyrsta sinn bara konur í embættum borgarstjóra, forseta, forsætisráðherra og biskups. Nýjum borgarstjóra bíði áskoranir. „Þetta er auðvitað flókið að halda saman svona mörgum ólíkum stjórnmálaflokkum sem spanna svona vítt svið í stjórnmálunum. Það má nú kannski segja að Dagur B. Eggertsson hafi sýnt töluverða stjórnlist með því að halda saman ólíkum meirihlutum í borginni. Það sést kannski best á því hvernig fyrrverandi meirihluti féll skömmu eftir að hann var farinn. Þannig það mun reyna á stjórnlist verðandi borgarstjóra,“ segir Eiríkur. Það veki athygli að Píratar, vinstri græn og Sósíalistar séu utan þings. „Allt þetta hefur ákveðin áhrif á samsetninguna og hvernig hægt er að stýra þessu fleyi. En á móti kemur að það er stutt í sveitarstjórnarkosningar og verkefni nýs meirihluta verður að brúa þann tíma,“ segir Eiríkur. Meirihlutinn muni að öllum líkindum þrauka fram að kosningum. „Að það sé lagt upp með það verkefni að brúa þetta bil, takast á við einhver ákveðin grundvallarmál en vísa öðrum stærri deilumálum til umræðna í aðdraganda kosninga,“ segir Eiríkur. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins verður staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag. Borgarfulltrúar greiða þar atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar og nýjan borgarstjóra. Heimildir fréttastofu herma að það verði Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar sem tekur við af Einari Þorsteinssyni. Oddvitar flokkanna fimm gáfu ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Þær funda með baklandi sínu seinna í dag þar sem tillögurnar verða kynntar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir merkilegt að eftir daginn í dag verði í fyrsta sinn bara konur í embættum borgarstjóra, forseta, forsætisráðherra og biskups. Nýjum borgarstjóra bíði áskoranir. „Þetta er auðvitað flókið að halda saman svona mörgum ólíkum stjórnmálaflokkum sem spanna svona vítt svið í stjórnmálunum. Það má nú kannski segja að Dagur B. Eggertsson hafi sýnt töluverða stjórnlist með því að halda saman ólíkum meirihlutum í borginni. Það sést kannski best á því hvernig fyrrverandi meirihluti féll skömmu eftir að hann var farinn. Þannig það mun reyna á stjórnlist verðandi borgarstjóra,“ segir Eiríkur. Það veki athygli að Píratar, vinstri græn og Sósíalistar séu utan þings. „Allt þetta hefur ákveðin áhrif á samsetninguna og hvernig hægt er að stýra þessu fleyi. En á móti kemur að það er stutt í sveitarstjórnarkosningar og verkefni nýs meirihluta verður að brúa þann tíma,“ segir Eiríkur. Meirihlutinn muni að öllum líkindum þrauka fram að kosningum. „Að það sé lagt upp með það verkefni að brúa þetta bil, takast á við einhver ákveðin grundvallarmál en vísa öðrum stærri deilumálum til umræðna í aðdraganda kosninga,“ segir Eiríkur.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira