Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 20:02 Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna og Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík ræddu áherslur nýs meirihluta í borginni í Pallborðinu í dag. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í minnihluta búast við fjörugum umræðum í borgarstjórn á næstu mánuðum. Vísir Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér: Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér:
Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira