Norski boltinn

Fréttamynd

Fjölskylda Emils komin til Noregs

Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil Páls­son hné niður á vellinum

Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðar Örn skoraði í tapi

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 gegn Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðar Ari tryggði Sandefjord sigur í Íslendingaslag

Íslendingar voru í eldlínunni í fjórum af þeim fimm leikjum sem var að ljúka rétt í þessu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Viðar Ari Jónsson skoraði seinna mark Sandefjord er liðið vann 2-0 sigur gegn Íslendingaliðinu Strömsgodset.

Fótbolti
Fréttamynd

Ingibjörg og Amanda í bikarúrslit

Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir eru á lið í úrslit norsku bikarkeppninnar með liðið sínu, Vålerenga, eftir öruggan 4-0 sigur gegn Rosenborg í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein

„Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna.

Fótbolti
Fréttamynd

Glæsimark Amöndu dugði ekki til

Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 fyrir Rosenborg í toppbaráttuslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn.

Fótbolti