Selma Sól á toppnum í Noregi | Willum Þór brenndi af vítaspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 19:00 Selma Sól er mætt á toppinn í Noregi. Rosenborg Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg tróna um þessar mundir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Willum Þór Willumsson brenndi af vítaspyrnu í Hollandi en það kom ekki að sök. Selma Sól lék allan leikinn í 3-0 útisigri Rosenborg á Åsane í dag. Gestirnir brutu ísinn eftir rúmlega hálftíma og skoruðu svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks. Sigurinn aldrei í hættu og Rosenborg með fullt hús stiga á toppi norsku deildarinnar að loknum fjórum umferðum. Cesilie Andreassen scorer mål!! pic.twitter.com/mJvAXdVOqp— Rosenborg Ballklub Kvinner (@RBKvinner) April 19, 2023 Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar í Vålerenga koma þar tveimur stigum á eftir en Vålerenga vann 4-1 sigur á Stabæk í dag. Liðið lenti þó óvænt undir en skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur. Ingibjörg spilaði allan leikinn í öftustu línu. Í Hollandi brenndi Willum Þór af vítaspyrnu þegar Go Ahead Eagles vann Waalwijk 3-2. Staðan var 2-1 þegar Willum Þór brenndi af spyrnunni undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jöfnuðu gestirnir en sem betur fer skoruðu GA Eagles sigurmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Willum Þór og félagar eru í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig að loknum 29 leikjum. Að lokum kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum þegar Þýskalandsmeistarar Wolfsburg unnu 3-0 útisigur á Duisburg. +3 #MSVWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/GGoxMpAwcl— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) April 19, 2023 Sigurinn lyftir Wolfsburg á topp deildarinnar með tveimur stigum minna en Íslendingalið Bayern München sem á þó leik til góða. Fótbolti Norski boltinn Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Selma Sól lék allan leikinn í 3-0 útisigri Rosenborg á Åsane í dag. Gestirnir brutu ísinn eftir rúmlega hálftíma og skoruðu svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks. Sigurinn aldrei í hættu og Rosenborg með fullt hús stiga á toppi norsku deildarinnar að loknum fjórum umferðum. Cesilie Andreassen scorer mål!! pic.twitter.com/mJvAXdVOqp— Rosenborg Ballklub Kvinner (@RBKvinner) April 19, 2023 Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar í Vålerenga koma þar tveimur stigum á eftir en Vålerenga vann 4-1 sigur á Stabæk í dag. Liðið lenti þó óvænt undir en skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur. Ingibjörg spilaði allan leikinn í öftustu línu. Í Hollandi brenndi Willum Þór af vítaspyrnu þegar Go Ahead Eagles vann Waalwijk 3-2. Staðan var 2-1 þegar Willum Þór brenndi af spyrnunni undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jöfnuðu gestirnir en sem betur fer skoruðu GA Eagles sigurmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Willum Þór og félagar eru í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig að loknum 29 leikjum. Að lokum kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum þegar Þýskalandsmeistarar Wolfsburg unnu 3-0 útisigur á Duisburg. +3 #MSVWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/GGoxMpAwcl— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) April 19, 2023 Sigurinn lyftir Wolfsburg á topp deildarinnar með tveimur stigum minna en Íslendingalið Bayern München sem á þó leik til góða.
Fótbolti Norski boltinn Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira