Jón Dagur skoraði úr vítaspyrnu á 58. mínútu og kom Leuven 3-0 yfir. Undir lok leiks bættu gestirnir við marki eftir stoðendingu Jón Dags og unnu öruggan 4-0 sigur. Jón Dagur spilaði allan tímann á vinstri vængnum í liði gestanna. Leuven er í 11. sæti deildarinnar með 45 stig að loknum 33 leikjum.
Hey #ohleuven #KVOOHL pic.twitter.com/1uKpmO7nYw
— OH Leuven (@OHLeuven) April 15, 2023
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem lagði Lilleström 2-0 í norsku úrvalsdeildinni. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahóp Viking en hann er að glíma við meiðsli.
Viking er í 4. sæti deildarinnar með 3 stig eftir 2 leiki.