Mjög ósáttar með að fá ekki æfingaferð í sólina eins og karlaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 10:00 Selma Sól Magnúsdóttir í leik með Rosenborg á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Getty/Diego Souto Íslendingaliðið Rosenborg í norsku kvennadeildinni hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að tíma ekki að bjóða kvennaliði sínu upp á það sama og karlaliðið fær. Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde. Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde.
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira