
Sendiráð Íslands

Áreitið hafði mikil áhrif
Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað.

Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir
Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023.

Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður
Fjórmenningarnir Elín Rósa Sigurðardóttir, Jónas G. Allansson, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson hafa verið skipuð í embætti sendiherra, en án staðarákvörðunar.

Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur”
Svanhildur Hólm Valsdóttir hlaut „lofsamlegar umsagnir“ við mat á hæfi hennar til að gegna stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá voru allir fulltrúar í hæfnisnefnd vegna skipunar hennar í embætti sendiherra sammála um að Svanhildur væri hæf til að gegna embættinu. Mat á hæfni hennar fól meðal annars í sér viðtöl við hana sjálfa auk þess sem kallað var eftir umsögnum þriggja umsagnaraðila.

Svanhildur afhenti Biden trúnaðarbréf
Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra afhenti Joseph R. Biden Bandaríkjaforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum á miðvikudag.

Svanhildur boðin velkomin
Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins.

Ráðherra segir fyrirkomulag borgaraþjónustunnar á Spáni ósjálfbært
Utanríkisráðuneytið telur núverandi fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni ósjálfbært til skemmri og lengri tíma. Áætlaður kostnaður við sendiskrifstofu er um 132 milljónir króna á ári að viðbættum stofnkostnaði fyrsta árið.

Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi
Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið.

Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni
Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París.

Vilja sinna Íslendingum á Spáni betur
Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar.

Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne
Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina.

Friðrik skipaður sendiherra í Póllandi
Friðrik Jónsson, sendifulltrúi og fyrrverandi formaður BHM, tekur við stöðu sendiherra Íslands í Póllandi þann 1. ágúst næstkomandi.

Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu
Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka.

Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu
Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær.

Svanhildur ekki einn af nánustu vinum Bjarna
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði fyrir skipun sína á Svanhildi Hólm Valsdóttur í sendiherrastöðu í Bandaríkjunum í Kryddsíldinni á Stöð 2. Hann sagði gagnrýni á skipunina ekki koma sér á óvart, en Svanhildur hefur starfað með Bjarna um margra ára skeið. Hann vill þó meina að hún sé ekki náinn vinur sinn, en þó vinur.

Svanhildur drífandi dugnaðarforkur og skarpur greinandi
Vísi hefur borist svar við fyrirspurnum frá utanríkisráðuneytinu sem snúa að skipan Svanhildar Hólm í stöðu sendiherra í Washington.

Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington
Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar.

Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar.

Bjarni segir væntanlega sendiherra mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna
Utanríkisráðherra segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherra nýta glufu í lögum til að skipa vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður.

Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu.

Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi
Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna.

Íslensk vegabréf Bobby Fischer fundust fyrir tilviljun
Stefán Haukur Jóhannsson, sendiherra Íslands í Japan, afhenti Fischersetrinu á Selfossi tvö íslensk vegabréf skáksnillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkisborgararétt hér á landi. Vegabréfin voru týnd en fundust fyrir tilviljun, eitt í sendiráðinu í Japan og annað á skrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Hrókeringar í utanríkisþjónustunni
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni.

Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu
Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina.

Hannes afhenti Selenskí trúnaðarbréf sitt
Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu.

Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp
Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp.

Segja ákvörðunina eiga eftir að eyðileggja allt samstarf Rússlands og Íslands
And-rússneskum ákvörðunum íslenskra ráðamanna verður óhjákvæmilega svarað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem rússneska utanríkisráðuneytið birti í dag í kjölfar ákvörðunar Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, senda sendiherra Rússlands á Íslandi heim og draga þar með úr diplómatískum samskiptum ríkjanna.

Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi.

Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun.

Hannes verður fyrsti sendiherra Íslands í Varsjá
Sendiráð Íslands í Varsjá í Póllandi tekur til starfa 1. desember næstkomandi. Hannes Heimisson, sem áður var sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verður fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi. Fyrirsvar vegna Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu verður fært til hinnar nýju sendiskrifstofu.